Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 42
Jón Þ. Einarsson
löggiltur endurskoðandi
ALÞJÓÐLEGUR REIKNINGSSKILASTAÐALL IAS 22
BÓKUN Á SAMRUNA FYRIRTÆKJA
(Accounting for business combinations)
INNGANGUR
Þessi reikningsskilastaðall fjallar um bókun á sam-
runa fyrirtækja og meðhöndlun viðskiptavildar sem
kemur fram við samrunann. Aðaláherslan er lögð á
reikningsskil hinna sameinuðu fyrirtækja en þó eiga
sum ákvæði staðalsins við um ársreikninga einstakra
fyrirtækja.
Staðallinn fjallar hvorki um fjárfestingar sem eru
bókaðar samkvæmt hlutdeildaraðferðinni (equity met-
hod) í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðalinn
nr. 3, samstæðureikningsskil (consolidated financial
statements) né um viðskipti með eignir á milli tengdra
félaga.
AÐFERÐIR
Tvær aðferðir eru viðhafðar við bókun á samruna
fyrirtækja:
a) Kaupaðferðin(purchase method)
b) Samlegðaraðferðin(pooling of interests method)
Þegar fyrrnefnda aðferðin er viðhöfð er beitt sömu að-
ferðum og við bókun venjulegra eignakaupa. Allar
raunverulegar eignir og skuldir hins keypta félags eru
bókfærðar á gangvirði á kaupdegi. Þann hluta kaup-
verðsins, sem er umfram gangvirði keypts eigin fjár, á
annaðhvort að sýna sem eign í samstæðureiknings-
skilum, en það er keypt viðskiptavild, eða færa strax yf-
ir eigið fé. Þegar samlegðaraðferðin er viðhöfð eru
eignir, skuldir, tekjur og gjöld hins sameinaða félags
sýnd við sama verði og í reikningsskilum félaganna sem
mynda samrunann, eins og þau hefðu haldið áfram
rekstri sínum með sama hætti og áður. Samlegðarað-
ferðin viðurkennir ekki viðskiptavild við kaup, og er
hún notuð þegar samruninn felst í höfuðatriðum í skipt-
um á atkvæðabærum hlutabréfum í félögunum frekar
en greiðslu með peningum eða öðrum eignum.
Hér á eftir fer þýðing mín á þessum reikningsskila-
staðli:
ALÞIÓÐLEGUR REIKNINGSSKILASTAÐALL NR. 22
BÓKUN Á SAMRUNA FYRIRTÆKJA
Alþjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 22 nœr yfir greinar
36-56 og skal lesa í samhengi við inngangsorð þessa
staðals(greinar 1-35) og aðra alþjóðlegra reikningsskila-
staðla.
36. í reikningsskilum skal gera grein fyrir samruna fyr-
irtækja samkvæmt svonefndri kaupaðferð, en hún
er nánar útskýrð í greinum 39-45 hér á eftir. Þetta á
þó ekki við þegar samruninn telst vera sameining á
hagsmunum hluthafa.
37. Samruni fyrirtækja telst þvi aðeins vera sameining
á hagsmunum hluthafa ef hluthafar í hinum sam-
tengdu fyrirtækjum fá áframhaldandi gagnkvæma
hlutdeild í áhættu og ávinningi sem fylgja hinu sam-
einaða fyrirtæki, og
42