Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 19
uppruni. Ef vitað er um sjúkdóma sem herja á fiskinn,
gefur það vísbendingu um meiri afföll í framtíðinni,
lægra söluverð og meiri tilkostnað við eldið, sem allt
kallar á lægra birgðamat. Seiði verða að sjógönguseið-
um einungis að vori til og verða að hafa náð ákveðinni
lágmarksstærð (5-15 gr.) við áramót til þess að svo geti
orðið. Birgðamat í flokki seiða 3-30 gr. getur því verið
mjög mismunandi með þetta atriði í huga, því þau seiði
sem ekki verða að sjógönguseiðum taka litlum framför-
um í heilt ár. Að því er varðar matfiskinn hefur komið í
ljós að stofnar verða kynþroska á mismunandi tíma. Pví
miður hefur reynslan leitt í ljós að margir íslenskir
stofnar verða að verulegum hluta kynþroska ári fyrr en
æskilegt er talið, sem þýðir að dregur úr vexti og að
slátra verður fiskinum um eða undir tveimur kg. Mark-
aðsverð pr/kg af fiski yfir 3 kg. getur verið allt að tvö-
földu miðað við smáa fiskinn.
Eins og ljóst má vera af framansögðu er ógerlegt í
rekstri sem þessum að ætla sér að finna nákvæmt fram-
leiðslukostnaðarverð á seiði af vissri stærð eða á hvert
kg. af laxi. Til þess er óvissan allt of mikil. Hægt er að
nálgast framleiðslukostnaðarverð eins og lýst er í með-
fylgjandi drögum að framsetningu í ársreikningi. Þá eru
sérgreind tjón og birgðabreytingar dregin út úr fram-
leiðslukostnaði og fundin afleidd tala „framleiðslu-
kostnaður seldra afurða", sem er gagnleg til viðmiðun-
ar við sölutekjur seldra afurða. Ljóst er að þessi stærð
getur aldrei orðið neikvæð, þótt sölutekjur séu engar,
því þá er verið að brjóta lægstaverðsregluna. Einnig er
gagnlegt að skoða hlutfall þessarar stærðar af sölutekj-
um, að þar sé rökrétt samhengi á milli, því óeðlilega
lágt hlutfall framleiðslukostnaðar á móti sölu gefur til
kynna að verið sé að leysa inn hagnað með of háu
birgðamati áður en sala á sér stað.
Meðfylgjandi eru hugmyndir að því hvernig fram-
setning í ársreikningi og skýringar gætu litið út, þannig
að samrýmist ákvæðum laga og reikningshaldsreglna.
GBC-innbinding
Snyrtilegur frágangur er þinn metnaður.
Við bjóðum handknúnar
eða rafdrifnar vélar fyrir
kjölbindingu á gögnum
fyrir reikningsuppgjör,
fundi, ráðstefnur ofl.
Efnið er liprir plastgormar
eða stöðugir plastkilir.
Örugg og hentug innbinding og auðveld í notkun.
OTTO B. ARNAR
Umboðsverslun
Skipholti 9-105 Reykjavík
Sími 624699