Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 46

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 46
Björg Sigurðardóttir löggiltur endurskoðandi UM ALÞJÓÐLEGAN REIKNINGSSKILASTAÐAL IAS 26 ACCOUNTING AND REPORTING BY RETIREMENT BENEFIT PLANS Þennan reikningsskilastaðal númer 26 hef ég þýtt sem Reikningsskil lífeyrissjóða enda þótt bein þýðing sé í raun Reikningsskil eftirlaunaáætlana. Staðallinn fjallar um reikningsskil fyrir hóp manna en ekki fyrir einstakl- inga og sérgreind lífeyrisréttindi þeirra. Þessi staðall er nátengdur staðli nr. 19 sem fjallar um gjaldfærðar eftir- launaskuldbindingar hjá fyrirtækjum og var fjallað um hann hér fyrir tveimur mánuðum síðan. Þessi staðall fjallar um lífeyrissjóði eða eftirlaunaáætlanir hvort sem um er að ræða sérstaka sjóði (trustee) eða ekki og hvort sem um er að ræða sérstaka lögaðila eða ekki. Sjóðir sem keypt hafa sér tryggingar hjá tryggingafélög- um falla einnig hér undir nema um sé að ræða einstakl- ingstryggingar eða hóptryggingar þar sem eftirlaunin eru algerlega á ábyrgð tryggingafélagsins. Staðallinn gerir greinarmun á tveimur tegundum sjóða, annars vegar Defined benefit plans sem ég kalla Almenna lífeyrissjóði eða Sameignasjóði, en eftirlaun úr slíkum sjóðum byggjast yfirleitt á fyrri tekjum sjóðfé- laga og árafjölda í starfi, og hins vegar Defined contribution plans sem ég kalla Séreigna.ijóöi en lífeyrir úr þeim fer eftir framlagi í sjóðinn ásamt hlutdeild viðkomandi í ávöxtun sjóðsins. Varðandi Séreignasjóðina þá er sjaldnast leitað til tryggingafræðinga um mat á viðkomandi sjóði því í slík- um sjóðum fara eftirlaunagreiðslurnar eftir framlögum hvers og eins ásamt hlutdeild þeirra í ávöxtuninni og er því um litla óvissuþætti að ræða. Almennu iífeyrissjóðirnir(Sameignasjóðirnir) þurfa hins vegar á slíku mati að halda, þar sem eftirlauna- greiðslur úr þeim sjóðum byggjast á fjárhagsstöðu þess- ara sjóða og getu greiðendanna til að greiða iðgjöld til þeirra í framtíðinni jafnhliða því að ávöxtun fjármagns- ins sé tryggð og rekstrinum sé haldið í skorðum. Einnig koma til óvissuþættir sem hafa bein áhrif á getu sjóð- anna til að greiða eftirlaun samkvæmt reglugerðum þeirra en það eru þættir eins og breyting á meðalaldri fólks og breyting á fjölda fólks sem fer á örorku. I staðlinum kemur fram að mat tryggingafræðings á áunnum lífeyrisréttindum skuli grundvallast á reglugerð viðkomandi sjóðs og að annað hvort skuh stuðst við nú- verandi launastig eða áætlað launastig, en því skuli þá fylgja nánari útlistun. Reikningsskilin fyrir Almenna lífeyrissjóði (Sam- eignasjóði) skulu innihalda yfirlit um hreina eign til greiðslu lífeyris og mat á áunnum lífeyrisréttindum á núvirði. þar sem gerður er greinarmunur á áföllnum réttindum(vested benefits) annars vegar og skilyrtum réttindum(non-vested benefits) hins vegar, og sýna skal þann ávinning eða tap sem þannig myndast, þ.e.a.s. muninn á hreinni eign og tryggingafræðilega matinu. Tryggingafræðilega matið má einnig hafa í skýringum eða , að í skýringum sé vísað til þessara upplýsinga í skýrslu tryggingafræðings sem sé fylgirit með reiknings- skilunum. 46

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.