Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 6
Lárus Finnbogason, löggiltur endurskoðandi.
BIRGÐAMAT í SJÁVARÚTVEGI
I. INNGANCUR:
Það viðfangsefni sem hér verður tekið til umfjöllunar er
birgðamat í sjávarútvegi. Svo virðist sem það sé nokkuð
misjafnt milli fyrirtækja í sjávarútvegi með hvaða hætti
birgðir eru metnar í ársreikningum og með hvað hætti
birgðabreyting er framsett. Á þetta fyrst og fremst við
um birgðir fullunninna afurða og afurða í vinnslu.
Hér verður fyrst gerð grein fyrir því um hvers konar
birgðir er að ræða í fyrirtækjum í sjávarútvegi. Síðan
verður fjallað um mat á hráefnisbirgðum og rekstrar-
vörubirgðum og hvaða vandamál þar kunna að vera til
staðar. Áður en kemur að birgðamati fullunninna af-
urða og afurða í vinnslu, verður lýst stuttlega fram-
leiðsluferli í frystingu til þess að betur sé hægt að
glöggva sig á framleiðslukostnaði fiskvinnslufyrirtækja.
í kafla um birgðamat fullunninna afurða og afurða í
vinnslu verður gerð grein fyrir ýmsum vandamálum
sem upp koma við að beita kostnaðarverðsreglunni við
birgðamat og ennfremur verður fjallað um þá aðferð að
meta birgðir afurða á ,,netto“ skilaverði. Að lokum
verður fjallað um framsetningu birgða og birgðabreyt-
inga í ársreikningum.
II. BIRGÐIR í SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJUM:
Áður en lengra er haldið er rétt að gera sér grein fyrir
um hvers konar birgðir getur verið um að ræða í sjávar-
útvegsfyrirtækjum. Því er nauðsynlegt að átta sig á,
a.m.k í grófum dráttum, yfir hvaða svið sjávarútvegur
spannar.
Á mynd 1 er sjávarútvegi skipt upp í tvo megin þætti,
þ.e. útgerð og fiskvinnslu og ennfremur hvers lags veið-
ar og vinnsla falla undir hvorn flokk. Útgerðinni er
skipt í togskip og togbáta, netabáta, nótabáta og aðrar
veiðar, en ástæða þessarar skiptingar er sú að mismun-
andi aðferðum á að beita við birgðamat veiðarfæra eftir
því um hvers konar veiðarfæri er að ræða. Fiskvinnsl-
unni er skipt í frystingu, söltun, herslu, síldarsöltun,
rækju- og skelvinnslu. mjöl-og lýsisframleiðslu og aðra
vinnslu. Einnig eru týndar til nokkrar stoðdeildir sem
taka beinan þátt í rekstri útgerðar og vinnslu, en mjög
mismunandi er eftir stærð og staðsetningu fyrirtækja
hve margar stoðdeildir þau reka.
Birgðir í sjávarútvegsfyrirtækjum eru margs konar en
hins vegar má skipta þeim upp í eftirfarandi megin
flokka, þ.e.:
Hráefnisbirgðir.
Rekstrarvörubirgðir.
Birgðir vöru í vinnslu.
og birgðir fullunninna afurða.
Almenn skilgreining á hverjum flokki birgða gæti
hljóðað þannig:
Til hráefnisbirgða teljast birgðir þess efnis eða vöru,
sem beinlínis eru efnisþættir í fullunninni afurð.
Til rekstrarvörubirgða teljast birgðir vöru sem er
hliðstæð hráefni, en samband slíkrar vöru við fullunna
afurð er óbeint.
Til birgða vöru í vinnslu teljast birgðir afurða sem
ekki eru fullunnar.
Til birgða fullunninna afurða teljast birgðir þeirra
vöru sem lokið er við að framleiða og er tilbúin til sölu.
Birgðir sem meta þarf hjá útgerðarfyrirtækjum eru
rekstrarvörubirgðir og birgðir fullunninna afurða hjá
þeim skipum sem fullvinna afla um borð.
Undir rekstrarvörubirgðir falla veiðarfæri, þó ekki í
öllum tilfellum, brennsluolíur og birgðir stoðdeilda, svo
sem veiðarfæraefni og ýmsir varahlutir, svo nokkur
dæmi séu nefnd. Með aukningu fullvinnslu afla um
borð í fiskiskipum hefur fjölgað þeim útgerðarfyrirtækj-
um, þar sem meta þarf birgðir fullunninna afurða.
Fiskiskip sem fullvinna afla um borð eru nánast eins og
fljótandi frystihús, sem vinna aflann með líkum hætti og
frystihús í landi. Rækjutogarar og stærri rækjubátar
fullvinna einnig flestir hluta af þeim afla sem þeir
veiða, en stærsta rækjan er pökkuð og fryst um borð og
seld beint á markað erlendis. Smærri rækjan er hins
6