Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 44

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 44
c) upphæð mismunar á kaupverði og heildargang- verði keypts eigin fjár, meðferð mismunarins, auk afskriftartíma viðskiptavildar sem myndast við kaupin. 52. Þegar samlegðaraðferðinni er beitt til að skýra frá samruna fyrirtækja, eiga eftirfarandi viðbótarskýr- ingar að koma fram í fyrstu reikningsskilunum sem gerð eru eftir að samruninn á sér stað: a) lýsing á útgefnum hlutabréfum og upplýsingar um fjölda þeirra, ásamt hlutdeild hvers félags sem myndar samrunann í heildarhlutafé hins sameinaða félags. b) upphæð eigna og skulda sem lögð eru fram af hverju félagi. c) Sundurliðun á þeim hagnaði félaganna sem varð áður en þau voru sameinuð, en er birtur í reikn- ingsskilum samstæðunnar. SAMRUNI FYRIRTÆKJA EFTIR DAGSETNINGU REIKN- INGSSKILA 53. í reikningsskilum félags skal ekki gera grein fyrir samruna sem það á aðild að, ef hann á sér stað eftir dagsetningu efnahagsreiknings í reikningsskilun- um. 54. Ef samruni félaga á sér stað eftir dagsetningu efna- hagsreiknings en fyrir útgáfu reikningsskila ein- hvers hinna sameinuðu félaga, skal skýra frá hon- um ef það er notendum reikningsskilanna nauðsyn- legt til að geta lagt haldgott mat á rekstur og stöðu félagsins( sjá alþjóðlega reikningsskilastaðalinn nr. 10, atburðir sem eiga sér stað eftir dagsetningu efnahagsreiknings). Skýringamar skulu taka til þeirra atriða í greinum 50-52 hér að framan, sem máli skipta við slíka matsgjörð eða að öðrum kosti yfirlýsingu um að mat á afleiðingum samrunans sé ekki gerlegt. GILDISTÖKUDAGUR 55. Þessi alþjóðlegi reikningsskilastaðall tekur gildi fyr- ir samruna fyrirtækja sem eiga sér stað eftir 1. jan- úar 1985. BREYTINGAÁKVÆÐI 56. Fyrirtæki eru hvött til að beita ákvæðum þessa staðals um samruna fyrirtækja sem átt hafa sér stað fyrir gildistöku hans, en þess er ekki krafist. Ef það er ekki gert, er mælt með að viðskiptavild vegna kaupa á félögum fyrir gildistökuna, verði með- höndluð á eftirfarandi hátt: a) Færð til gjalda á móti tekjum samkvæmt grein- um 41-42, eða b) færð strax yfir eigið fé. KÆR KVEÐJA TIL FÉLAGA LÖGGILTRA ENDURSKOÐENDA cuÐmunDUR mns on SKUTUVOGI 4 — 121 REYKJAVIK — ICELAND — P O Box 385 Trönuhraun 5 220 Hafnarfjörður Sími: 91-54745 44

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.