Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 40

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 40
Stefán H. Hilmarsson, löggiltur endurskoðandi ALÞJÓÐLEGUR REIKNINGSSKILASTAÐALL IAS 9 REIKNINGSSKIL RANNSÓKNAR OG ÞRÓUNARSTARFSSEMI ACCOUNTING FOR RESEARCH AND DEVELOPMENT ACTIVITIES Inngangur Reikningsskilastaðall sá sem hér er fjallað um er al- þjóðlegur reikningsskilastaðall nr. 9 og nefnist hann á ensku „ Accounting for research and development acti- vities.” Staðall þessi fjallar um reikningshaldslega meðhöndl- un á rannsóknar og þróunarstarfssemi hjá fyrirtækjum en fyrirvarar eru þó gerðir á nokkrum þáttum sem stað- allinn tekur ekki til en það er ef: (a) Rannsóknar og þróunarvinna er unnin fyrir aðra samkvæmt verksamningi. (b) Rannsóknir eru gerðar á olíu, gas og málmvinnslu. (c) Unnið er við rannsóknar og þróunarstarfssemi við stofnun fyrirtækis. Kostnaður við rannsóknar og þróunarstarfssemi Það getur verið erfiðleikum bundið að skilgreina þær fjárhæðir sem raunverulega eru tengdar rannsóknar eða þróunarstarfssemi. Til þess að samanburður verði mögulegur í ársreikningum fyrirtækja er því nauðsyn- legt að samræma þá kostnaðarliði sem eiga að standa á bak við liðinn rannsóknar og þróunarkostnaður. Þeir kostnaðarliðir sem þar ættu að teljast með eru, laun og launatengd gjöld starfsmanna sem vinna við rannsóknar og þróunarstörf svo og efni og aðkeypt þjónusta ásamt afskriftum á tækjum og búnaði og hlut- deild í stjórnunarkostnaði. Gera þarf greinarmun annars vegar á kostnaði við að endurbæta vöru sem þegar er komin í sölu og rann- sóknar og þróunarkostnaði hins vegar. Annar kostnað- ur t.d. við breytingar á framleiðsluaðferðum eða við markaðsrannsóknir, sem lagt er í eftir að varan er kom- in í sölu telst ekki til þróunarkostnaðar. Markaðsrannsóknir sem gerðar eru í tengslum við markaðssetningu á nýrri vöru til að kanna þá mögu- leika sem hún hefur á markaðnum er oft litið á sem þróunarvinnu. Farið er með slíkan kostnað á sama hátt og þróunarkostnað. Reikningshaldsleg meðhöndlun á rannsóknar og þróun- arkostnaði Tilgangurinn með að eignfæra rannsóknar og þróunar- kostnað og gjaldfæra á komandi reikningsárum er vegna þess ávinnings sem vænta má í framtíðinni. I flestum tilfellum er þó lítið sem ekkert samband á milli rannsóknar og þróunarkostnaðar og hagnaðarvonar í framtíðinni, vegna talsverðrar óvissu varðandi fjárhæðir og tíma. Rannsóknar og þróunarkostnaður er því yfir- leitt færður til gjalda á því tímabili sem hann fellur til á. Ef hins vegar er sýnt fram á tæknilega eða viðskipta- lega möguleika ákveðinnar vöru og fyrirtækið hefur yfir að ráða nægum auðlindum til markaðssetningar má draga talsvert úr þeirri óvissu sem getið var um hér að framan. Við slíkar aðstæður getur því verið viðeigandi að dreifa þessum kostnaði á næstu reikningsár. Þróun- arkostnaður sem áður hefur verið gjaldfærður er ekki heimilt að eignfæra þar sem hann féll til á þeim tíma er 40

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.