Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 20

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 20
ALÞJÓÐLEGUR REIKNINGSSKILASTAÐALL IAS 3 MAT OG FRAMSETNING VÖRUBIRGÐA SAMKVÆMT KOSTNAÐARVERÐS- REGLUNNI Inngangur 1. Þessi texti fjallar um mat og framsetningu vöru- birgða í ársreikningi, samkvæmt kostnaðarverðs- reglunni, sem algengast er að beita við gerð árs- reiknings. 2. Nefndinni er kunnugt um aðrar matsreglur, sem gerðar hafa verið tillögur um eða notaðar eru við gerð ársreikninga, þar með taldar matsaðferðir sem grundvallast á endurkaupsverði eða öðru núvirði. Mat vörubirgða og framsetning samkvæmt þeim matsreglum er utan ramma þessa texta. Samkvæmt Alþjóðlegum reikningsskilastaðli nr. 1 „Upplýsing- ar um reikningsskilavenjur" skal koma skýrt fram hvaða matsreglum er beitt. 3. Þessi texti tekur ekki til vörubirgða, sem safnast upp vegna langtíma verksamninga eða til birgða- mats aukaafurða. Skilgreiningar 4. Eftirfarandi hugtök eru notuð í þessum texta í þeirri merkingu, sem hér greinir: Vörubirgðir eru efnislegar eignir, sem eru: a) ætl- aðar til sölu í reglulegri starfsemi fyrirtækis, b) á framleiðslustigi og ætlaðar til slíkrar sölu, c) til notkunar við framleiðslu á vörum eða þjónustu, sem selja skal. Kostnaðarverð vörubirgða er innkaupsverð þeirra, vinnslukostnaður ásamt áföllnum kostnaði við að koma þeim á þann stað og í það ástand, sem þær eru. Innkaupsverð er kaupverð að viðbættum aðflutn- ingsgjöldum, opinberum álögum, flutningskostnaði og öðrum beinum kostnaði við vörukaupin, að frá- dregnum afslætti hverskonar og niðurgreiðslum. Vinnslukostnaður er sá kostnaður, sem auk inn- kaupsverðsins fellur til við að koma vörubirgðum á þann stað og í það ástand, sem þær eru. Dagverð er áætlað söluverð í venjulegri starfsemi fyrirtækisins, að frádregnum viðbótarframleiðslu- og sölukostnaði. Skýringar 5. Vörubirgðir eru verulegur hluti eigna margra fyrir- tækja. Mat og framsetning vörubirgða hafa þess vegna veruleg áhrif við ákvörðun og framsetningu efnahags og afkomu. Ákvörðun kostnaðarverðs 6. Við ákvörðun kostnaðarverðs, eins og það er skil- greint í 4. grein greinir menn á um þýðingu hugtak- anna óbeinn framleiðslukostnaður, annar óbeinn kostnaður og þeirrar kostnaðarverðsaðferðar, sem notuð er. Óbeinn framleiðslukostnaður 7. Óbeinn framleiðslukostnaður er kostnaður annar en beinn efniskostnaður og vinnulaun. Sem dæmi má nefna óbeinan efnis og launakostnað, afskriftir og viðhald verksmiðjuhúsa og búnaðar, ásamt kostnaði við framleiðslustjórnun- og umsjón. 8. Nauðsynlegt er að greina. óbeinan framleiðslu- kostnað svo unnt sé að ákvarða hve mikinn hluta 20

x

Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda
https://timarit.is/publication/1258

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.