Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 12
Árni Tómasson, löggiltur endurskoðandi
BIRGÐAMAT í FISKELDI
INNGANGUR:
Fiskeldi er tiltölulega ung atvinnugrein hér á landi,
en á síðustu 5 árum hefur uppbygging hennar verið
mjög hröð. Ýmsir erfiðleikar hafa steðjað að greininni
og þegar þetta er ritað ríkir talsverð óvissa um framtíð-
arhorfur. Þegar kemur að því að segja frá afkomu og
stöðu fiskeldisfyrirtækja koma upp ýmis vandamál sem
ekki þekkjast úr öðrum atvinnugreinum. Eitt þessara
vandamála snýr að birgðamati og er þar um að ræða
margþættara viðfangsefni en í fyrstu mætti ætla.
Nokkrum erfiðleikum er háð að gefa nákvæma for-
skrift fyrir þeim aðferðum sem beita skal við birgðamat
í fiskeldi. Ein af ástæðunum er sú, að lítinn fróðleik er
að finna erlendis frá um þetta efni, fiskeldi er verulega
frábrugðið og háð mun meiri óvissu en aðrar hefð-
bundnar framleiðslugreinar og reynsla er mjög tak-
mörkuð, bæði að því er varðar framleiðslu og markaði.
Allt þetta gerir reikningshöldurum og endurskoðendum
erfitt um vik við birgðamat.
Grein sú sem hér fer á eftir er byggð á takmarkaðri
þekkingu og reynslu greinarhöfundar af fiskeldi. Er
hún í meginatriðum frásögn af þeim aðferðum sem
beitt hefur verið fram til þessa, og er hugsuð sem inn-
legg í þá umræðu og vonandi þróun sem á eftir að verða
í þessum málum í framtíðinni. Fyrst verður gerð grein
fyrir helstu tegundum afurða og birgða í laxeldi og
framleiðsluferli lýst. Þá verður fjallað um talningarað-
ferðir og birgðamat og rætt um helstu álitamál sem
huga þarf að í því sambandi. Því næst verður fjallað um
tvö sértæk vandamál þ.e. mat á klakfiski og hafbeitar-
fiski og að lokum verður gerð grein fyrir framsetningu í
reikningsskilum og niðurstöður dregnar saman.
TEGUNDIR AFURÐA OG LÝSING Á
FRAMLEIÐSLUFERLI:
Við birgðamat í fiskeldi þarf að taka tillit til eftirfar-
andi tegunda af afurðum og birgðum:
Fóðurbirgðir
Rekstrarvörubirgðir
Hrogn
Augnhrogn
Kviðpokaseiði
Startseiði
Sumaralin seiði
Sjógönguseiði
Unglax
Eldislax
Klaklax
Hafbeitarafurðir
Fullunnar afurðir
Ekki verður fjallað hér um fóðurbirgðir. rekstrarvör-
ubirgðir eða fullunnar afurðir, því birgðamat þessara
tegunda er í engu frábrugðið birgðamati í öðrum fram-
leiðslugreinum, svo sem fiskvinnslu. Aður en hægt er
að fjalla um aðferðir við birgðamat hinna tegundanna,
er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir framleiðsluferl-
inu. Rétt er 'að benda á að mjög erfitt er að gefa ná-
kvæma forskrift fyrir ferlinu, því reynslan hefur leitt í
ljós að það er mjög mismunandi milli fyrirtækja.
Fjölmargir þættir spila inn í ferlið og má nefna mis-
munandi laxastofna, hitastig við eldið, þéttleika í eldis-
kerjum, sjúkdóma sem herja á fiskinn og margt fleira. í
því yfirliti sem hér fer á eftir hefur verið leitast við að
taka mið af meðaltali nokkurra stöðva. Lesendum til
glöggvunar er nýfrjóvguðum hrognum fylgt eftir frá
hausti 1989 þegar laxinn er kreistur, þar til hann hefur
náð sláturstærð (3 kg.) þremur árum síðar. Flest hug-
tökin skýra sig sjálf, en þó er rétt að benda á að talað er
um „startseiði" á því skeiði frá því seiðin byrja að taka
fóður, þar til þau hafa náð 1 gr. stærð. Talað er um sjó-
gönguseiði, þegar seiðin hafa búist sjógöngubúningi og
verða silfruð, en á því skeiði lýkur seiðaeldi í ferskvatni
og við tekur laxeldi í sjó.
I framhaldi af umræðu um framleiðsluferlið er nauð-
synlegt að reyna að ganga einu skrefi lengra og gera sér
grein fyrir fjölda einstaklinga á hverju stigi framleiðsl-
unnar. Það er mjög mikilvægt við endurskoðun þessara
12