Álit: tímarit löggiltra endurskoðenda - 01.01.1990, Blaðsíða 8
FRAMLEIÐSLUFERLI
FRYSTING
Móttaka/kæling
Afísun/þvottur
Söltun Hausun Hersla
Flökun
Roöfletting
Snyrting/niöurskuröur
Pökkun
Frysting
Pökkkun
(ytrikassar)
Frystigeymsla
vegar virðist mér sem málið verði mun flóknara þegar
um er að ræða það að fiskvinnsla og útgerð fara saman,
þá kunna að vakna ýmsar spurningar um hvað telja eigi
kostnaðarverð hráefnisbirgða og hráefniskostnað hjá
fiskvinnslunni.
Á mynd 2 er settur upp rekstrarreikningur fyrir bát
sem leggur upp allan afla hjá eigin vinnslu.
Dæmið er mjög einfölduð mynd af raunveruleikanum
þar sem ekki er gert ráð fyrir að afli sé seldur annað en
til fiskvinnslunnar sem gerir út bátinn.
Venjan er sú að færa sem hráefniskaup hjá vinnsl-
unni, samningsverðið, þ.e. kr. 80 milljónir í þessu
dæmi. Hins vegar kann það að vera álitaefni hvort það
sé rétt hráefnisverð og hvort meta eigi birgðir hráefnis
af eigin bát á þessu verði.
Svo vikið sé að mati rekstrarvörubirgða, þá ber að
meta slíkar birgðir á kostnaðarverði, nema dagverð sé
lægra. Til kostnaðarverðs telst innkaupsverð að við-
bættum þeim kostnaði sem fellur á rekstrarvörurnar við
að koma þeim á notkunarstað og í notkunarhæft
ástand.
Hér verður ekki farið út í umfjöllun um birgðamat
einstakrar rekstrarvöru hjá fyrirtækjum í sjávarútvegi.
Þó verður hér fjallað um nokkur atriði varðandi slíkt
mat hjá fyrirtækjum í útgerð.
Eins og fram kom hér að framan ber að telja
brennsluolíu fiskiskipa meðal rekstrarvörubirgða. en
það getur skipt töluverði máli hvort fiskiskip sé með
fulla olíutanka á reikningslokadegi eður ei. Þannig tek-
ur meðaltogari 120 - 160 þús. lítra af gasoh'u, en verð-
mæti þess getur hlaupið á milljónum króna.
Veiðarfæri eru í mörgum tilvikum talin meðal rekstr-
arvörubirgða og flokkuð meðal veltufjármuna í efna-
hagsreikningi. Þau veiðarfæri sem hér um ræðir eru
veiðarfæri togskipa og togbáta og veiðarfæri netabáta.
Veiðarfæri þessara skipa hafa skamman endingartíma
og má áætla hann 1 - 2 ár. Til þess að gefa einhverjar
hugmyndir um verðmæti veiðarfæra, má áætla að verð-
mæti nýrra veiðarfæra aftan í meðal togara séu u.þ.b. 5
milljónir króna.
Veiðarfæri nótaskipa hafa mun lengri endingartíma,
þannig má ætla að endingartími loðnunóta sé 6 - 10 ár
og síldarnóta jafnvel enn lengri, en endingartími þeirra
ræðst þó fyrst og fremst af meðferð og viðhaldi. Til
þess að gefa einhverjar hugmyndir um verðmæti þess-
ara veiðarfæra, þá má áætla að ný djúp loðnunót kosti
um 22 - 23 milljónir króna og ný grunn loðnunót 16 - 17
milljónir.
Þau veiðarfæri sem flokka á sem birgðir á að meta á
kostnaðarverði eða dagverði, hvort sem lægra reynist.
Þegar um er að ræða notuð veiðarfæri verður að meta
verðmæti þeirra út frá endurkaupsverði nýrra veiðar-
færa, en færa það niður með hliðsjón af notkunartíma
og ástandi veiðarfæranna. Verðmæti notaðra veiðar-
færa við birgðamat byggist því á mati endurskoðandans
og sérfróðra aðila t.d. netagerðarmanna, útgerðarstjóra
eða skipsstjórnarmanna.
Svo vikið sé að mati og framsetningu loðnu- og síld-
arnóta í ársreikningi þá gegnir öðru máli um þau, vegna
hins langa endingartíma þeirra. Slík veiðarfæri á að
færa meðal fastafjármuna í efnahagsreikningi og endur-
meta og afskrifa í samræmi við endingartíma. Afskrift
af nýjum shkum veiðarfærum ætti að vera mest fyrsta
árið, en lægri eftir það.
IV. STUTT LÝSING Á FRAMLEIÐSLUFERLI
(FRYSTING):
Áður en fjallað verður um birgðamat afurða í vinnslu
og fullunninna afurða verður lýst í stuttu máli fram-
leiðsluferli í fiskvinnslu og er þá tekið mið af frystingu.
Þessi lýsing ætti að auðvelda mönnum að glöggva sig á
framleiðslukostnaði í fiskvinnslu.
Fiskvinnsla er að mörgu leyti mjög ólík öðrum mat-
vælaiðnaði. Þessi mismunur er m.a. fólginn í því að í
mörgum tilfellum getur vinnslan litlu um það ráðið
hvaða hráefni hún fær til vinnslu eða hversu mikið.
Slíkt ræðst af aflasamsetningu og aflamagni þeirra skipa
8