FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 4

FLE blaðið - 01.01.2010, Blaðsíða 4
■ J|pK Nýkjörinn formaður tekinn tali Æk Þórir Ólafsson er formaður FLE og löggiltur endurskoðandi hjá PwC hf. „Ég er að vestan" segir hann kampakátur, uppalinn á Rauðamýri við ísafjarðardjúp og staðfestir að það sé rétt, að helstu framámenn í stjórnmálum og viðskiptalífi séu Vestfirðingar eins og haldið var fram í vestfirsku héraðsblaði í haust. Svo fer hann að hlæja og segir að auðvitað séu allir fslendingar blandaðir og eigi ættir að rekja í ýmsar áttir. Veðurtepptur í heilt ár Hann var í barnaskólanum á Reykjanesi og fór síðan suður til Reykjavíkur og settist þar í áttunda bekk í Langholtsskóla. í fyrstu reynir hann að telja mér trú um að ástæðan hafi verið „frábærir námshæfileikar hans" en svo hættir hann að grínast og viðurkennir að erfitt hafi verið um vik að fá góðan undirbúning undir framhaldsnám í heimabyggð á þessum árum. Hann tók landspróf frá Héraðsskólanum að Laugarvatni og fór svo í Menntaskólann að Laugarvatni en þar sá hann Margréti konu sína fyrst. Á þessum árum fékk hann að kynnast atvinnulífinu vel, vann við virkjanaframkvæmdir, í frystihúsum og réri til sjós frá Þorlákshöfn. Svo var farið heim um jól og áramót oftast í leiðindaveðrum og honum reiknast svo til að hann hafi verið veðurtepptur í hátt í eitt ár ef allt væri talið saman. Birtingarbann á tímamótaverki! „Eftir stúdentsprófið tók ég mér tvö ár í frí" segir hann „innritaði mig fyrst í lögfræði og síðan í verkfræði en mátti eiginlega ekki vera að því að vera í skóla á þessum árum." Hann endaði svo í viðskiptafræðinni og lauk þar öllum prófum vorið 1984 en átti ritgerðina eftir. Þá var hann orðinn auralaus enda hafði námslánaumsóknum ítrekað verið hafnað á meðan á námi stóð, sem kom sér reyndar vel síðar þegar annars hefði komið að endurgreiðslum. Ýtti því ritgerðinni í nokkur ár á undan sér þar sem tekjuaflandi vinna og stofnun heimilis með konu og barni, og íbúðakaup höfðu forgang. Kláraði fyrir rest og bar ritgerðin heitið: „Um fráviksaðferðir við gerð ársreiknings hjá Tryggingamiðstöðinni hf" og var svo „einstök" að hann ákvað að setja á hana 25 ára birtingarbann. Því er nýlokið og eflaust eiga endurskoðendur eftir að streyma niður á Landsbókasafn í flokkum til að kynna sér þetta tímamótaverk. Endurskoðandi sem kann ekki að telja Vinnan sem tafði hann frá ritgerðarsmíðinni var hjá endurskoðunardeild Reykjavíkurborgar og N. Manscher sem síðar varð PricewaterhouseCooper en þar byrjaði hann haustið 1984 og hefur því starfað hjá sama fyrirtækinu í yfir 25 ár. „Ég valdi endurskoðunarsvið í viðskiptafræðinni auk þess að taka öll kjarnafög á reikningshalds- og fjármálasviði enda vissi ég þá ekki hvað endurskoðun var. Þegar ég hafði lokið löggildingarprófinu 1989 þá tók ég að mér að reka skrifstofu PwC á Akureyri. Upphaflega átti það að vera bara í þrjú ár, en „það er ekki gott til afspurnar fyrir endurskoðanda að kunna ekki að telja skammlaust upp að þremur, því árin fyrir norðan urðu rúmlega níu" segir hann og ruggar sér aftur á bak í stólnum, ískyggilega nálægt hættumörkum. Valentínusardagurinn „Við Margrét hófum samvistir á Valentínusardegi árið 1982" og hann mælir með því að menn noti merkisdaga til slíkra gjörða þar sem það hjálpar upp á minnið. „Við eigum tvö börn, dóttir okkar Salvör er fædd 1985 og Ólafur fæddist árið 1993 á Akureyri" og hann verður hlýr í rómnum þegar hann talar um dvölina fyrir norðan. „Okkur leið mjög vel þar og við kynntumst skemmtilegu fólki sem er í vinahópi okkar enn þann dag í dag." Frávik sjaldan í boði Við ræðum um starf endurskoðandans. „Ég hef gaman af öllum verkefnum sem inn á borð mitt koma" segir hann og bætir svo við „framan af fannst mér reikningshaldið vera skemmtilegast" segir hann og lifnar allur við enda að tala um sitt áhugasvið. „Núna er stór hlutur af öllu umhverfi endurskoðandans að fletta upp í stöðlum sem er að mörgu leyti skemmtilegt. Að vísu felur þetta ekki í sér mikið rúm fyrir frumkvæði því eins og staðlar bera með sér eru frávik sjaldan í boði. Svo hefur mér fundist gaman að takast á við skattamál líka" segir hann. „Starf endurskoðandans býður reyndar upp á mikla fjölbreytni, líka ráðgjöf og samskipti við kúnnann. Sérhæfing er samt orðin meiri og enginn getur orðið sérfræðingur í öllu svo maður verður að velja eitthvað sem maður hefur mestan áhuga á" segir hann að lokum. Þörf fyrir stéttina Þegar ég spyr hann út í formannshlutverkið hjá FLE þá segist hann hafa fengið áhuga á að vinna fyrir félagið þegar hann kom til liðs við Menntunarnefnd félagsins. „Ég hef sérstakan áhuga á því að kynna störf endurskoðenda út á við og legg mikið upp úr því. Almenningur veit ekki mikið um starfið og allar þær breytingar sem orðið hafa á undangengnum árum með innleiðingu alþjóðlegra reikningsskila- og endurskoðunarstaðla. Með innleiðingu siðareglna endurskoðenda er svo búið að ramma inn starfsemina. Ég lít svo á að meginhlutverk mitt sé að kynna fyrir almenningi og viðskiptalífinu hvernig 4 • FLE blaðiðjanúar2010

x

FLE blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.