FLE blaðið - 01.01.2010, Síða 6
endurskipulagningar. Endurskoðendur þurfa einnig að vera á
varðbergi og, eftir því sem við á, afla viðeigandi og fullnægjandi
endurskoðunargagna til staðfestingar á því að ákvæðum laga
og reglna hafi verið fylgt við færslu og framsetningu þessara
breytinga í reikningsskilum.
Hér á eftir ætla ég að fjalla í stuttu máli um nokkrar reglur
alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS) sem kann að reyna á
vegna endurskipulagningarfjárskulda við gerð og framsetningu
reikningsskila skuldara. Þess ber að geta að jafnvel þó að
skuldari beitir ekki IFRS við gerð reikningsskila sinna gæti hann
verið hluti af samstæðu sem gerir það og því kann að reyna
á þessar reglur við gerð samstæðureikningsskila. En jafnvel
þó að IFRS sé almennt ekki beitt við gerð reikningsskila tel ég
engu að síður fulla ástæðu til að veita þessum reglum athygli.
Þá getur endurskipulagning fjárskulda farið fram milli félaga
sem eru innan sömu samstæðu og getur endurskipulagningin
þá haft áhrif að minnsta kosti á eigin reikningsskil viðkomandi
félaga.
Eftirgjöf kröfu
Alþjóðlegi reikningsskilastaðallinn IAS 39 inniheldur þær reglur
sem gilda um mat og færslu flestra fjárskulda. í staðlinum
kemur meðal annars fram að fyrirtæki skal færa fjárskuld (eða
hluta fjárskuldar, eftir því sem við á) úr efnahagsreikningi þegar
og því aðeins að hún hafi verið ógilt, þ.e. þegar skuldbindingin,
sem tilgreind er í samningnum, er gerð upp, er numin úr gildi
eða rennur út.
Eftirgjöf kröfu (sem frá sjónarhóli skuldara er gjarnan kallað
„eftirgjöf skuldar") felur í sér að kröfuhafi afsalar sér þeim rétti
sem krafan veitir honum og er skuldarinn þar með löglega
leystur undan aðalábyrgð á fjárskuldinni. I þessu sambandi
skiptir máli að fjárskuldin sé gefin eftir fyrir fullt og allt en ekki
þannig búið um hnútana að hún geti vaknað aftur til lífsins í
framtíðinni við tilteknar kringumstæður.
Eftirgjöf kröfu telst til ógildingar fjárskulda samkvæmt IAS
39 og hefur hún í för með sér að skuldara ber að færa bókfært
verð fjárskuldar sem gefin er eftir út úr efnahagsreikningi (í
heild eða að hluta, eftir því sem við á). Mótfærslan ræðst hins
vegar af því hvort kröfuhafi sé jafnframt hluthafi í skuldara eða
ekki. Ef kröfuhafi er hluthafi ræðst mótfærslan af því hvort
meðhöndla beri eftirgjöfina sem framlag frá eigenda eða
ekki. Ef kröfuhafi er ekki hluthafi í skuldara ber skuldaranum
að færa bókfært verð fjárskuldar sem gefin er eftir til tekna í
rekstrarreikningi. Sama á við ef kröfuhafi er jafnframt hluthafi
í skuldara en ekki er um að ræða framlag frá eiganda í formi
eftirgjafar á kröfu. Sé niðurstaðan hins vegar sú að eftirgjöfin
feli í sér framlag frá eiganda ber skuldara að færa bókfært verð
fjárskuldar sem gefin er eftir beint á eigið fé því óheimilt er að
færa í rekstrarreikning áhrif af viðskiptum við eigendur þegar
þeir koma fram í viðskiptum í hlutverki eigenda (e. transactions
with owners in their capacity as owners). Ákvörðunin um það
hvenær hluthafi kemur fram í viðskiptum í hlutverki eiganda
og hvenær ekki er háð mati sem ræðst af staðreyndum og
kringumstæðum einstakra viðskipta.
Breytingar á skilmálum lánasamnings
Breytingar á skilmálum lánasamnings geta verið fólgnar í
breytingum á lánstímanum, fjárhæð höfuðstóls, vaxtakjörum,
gjaldmiðlum sem fjárskuldin er tilgreind f, tryggingum,
forgangsröðun krafna við félagsslit eða viðbótarákvæðum um
breytirétt fjárskuldar í hlutafé, svo eitthvað sé nefnt. Markmið
þeirra er fyrst og fremst að aðlaga greiðsluþyrði fjárskulda
að breyttu greiðsluþoli skuldara. Þess ber þó að geta að
breytingar á tímasetningu eða fjárhæð greiðslna sem gerðar
eru á grundvelli gildandi samningsákvæða, svo sem hækkun
vaxta vegna lækkunar á lánshæfismati skuldara, teljast ekki til
breytinga á skilmálum lánasamnings.
Reikningshaldslegu álitaefnin sem vakna þegar skilmálum
lánasamninga er breytt eru fjölmörg. Eitt þeirra sem getur
haft töluverð áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning skuldara er
hvort breytingarnar teljast verulegar í skilningi IAS 39 eða ekki.
Engu máli skiptir í þessu sambandi hvort breytingarnar stafa af
fjárhagserfiðleikum skuldara eða ekki.
Sé niðurstaðan sú að breytingar teljast verulegar ber
skuldara samkvæmt IAS 39 meðal annars að færa upphaflegu
fjárskuldina út úr efnahagsreikningi og færa nýja fjárskuld
í staðinn og meta hana í upphafi á gangvirði. Mismun milli
gangvirðis nýrrar fjárskuldar og bókfærðs verðs upphaflegrar
fjárskuldar ber skuldara að færa sem hagnað eða tap í
rekstrarreikningi (þ.e.a.s. að því gefnu að ekki sé um að ræða
viðskipti við eigendur þar sem þeir koma fram í hlutverk
eigenda, sbr. umfjöllun hér að framan).
Gangvirði nýrrar fjárskuldar kann að vera töluvert lægra
en bókfært verð upphaflegrar fjárskuldar t.d. vegna þess að
staða skuldara hefur versnað töluvert frá þeim tíma þegar
hann stofnaði til upphaflegrar fjárskuldar. Því getur hagnaður
sem skuldara ber að færa til tekna í rekstrarreikningi vegna
skilmálabreytinga verið umtalsverður. Þessi niðurstaða virðist
óskynsamleg við fyrstu sýn því hún felur í sér að fyrirtæki sem
er í skuldavanda getur lagað eiginfjárstöðu sína með því einu
að breyta skilmálum lánasamninga. En það sem er líklegast
að gerist í raun er að skuldari fái nýtt lán á kjörum sem eru
undir markaðskjörum hans (með hliðsjón af slæmri stöðu
hans) og að það feli í sér ávinning sem skuldara ber að færa
til bókar samkvæmt reglum alþjóðlegra reikningsskilastaðla.
Skilmálabreytingar gætu þess vegna verið framkvæmdar
með þeim hætti að skuldari afhendir kröfuhafa nýja
skuldarviðurkenningu í skiptum fyrir reiðufé frá kröfuhafanum
(sem samsvarar gangvirði nýju skuldarviðurkenningar) og
síðan endurgreiðir skuldarinn reiðuféð til baka til kröfuhafans
í formi endanlegs uppgjörs á upphaflegri fjárskuld. í slíkum
viðskiptum þyrfti skuldari að færa nýja fjárskuld á gangvirði,
færa upphaflega fjárskuld út úr efnahagsreikningi og færa
mismuninn á fjárhæð reiðufjár og bókfærðs verðs upphaflegrar
fjárskuldartil tekna í rekstrarreikningi. í raun gerir IAS 39 engan
greinarmun á því hvort um sé að ræða verulegar breytingar
á skilmálum gildandi lánasamnings eða skipti skuldara og
kröfuhafa á skuldaviðurkenningu með verulega ólíkum
skilmálum. Sömu reglur gilda um báðar þessar leiðir.
Þess skal getið að skuldara ber að ákvarða gangvirði nýrrar
6 • FLE blaðiðjanúar 2010