FLE blaðið - 01.01.2010, Síða 8

FLE blaðið - 01.01.2010, Síða 8
Flokkun fjármálagernings sem eigið fé, er háð ströngum skilyrðum Við upphaflega færslu fjármálagernings í efnahagsreikning ber útgefanda hans að flokka gerninginn (eða einstaka hluta hans, eftir því sem við á) sem fjárskuld, fjáreign eða eiginfjárgerning í samræmi við reglur IAS 32. Flokkunin er mjög mikilvæg því hún segir meðal annars til um það hvort útgefanda gerningsins beri að færa vexti, arð, hagnað eða tap af gerningnum sem tekjur eða gjöld (ef gerningurinn flokkast sem fjáreign eða fjárskuld) eða að færa alls ekki tekjur eða gjöld af honum (ef gerningurinn flokkast sem eigið fé). Þegar úrlausn á skuldavanda fyrirtækis er fólgin í útgáfu fjármálagerninga sem ætlunin er að flokka sem eigið fé í reikningsskilum skuldara reynir oft á tíðum á reglur IAS 32 sem gilda um flokkun fjármálagerninga. Það er meðal annars vegna þess að kröfuhafar eru ekki tilbúnir til að fyrirgera núverandi kröfurétti sínum í skiptum fyrir eiginfjárgerninga skuldara án þess að tryggja með einhverjum hætti að þeir fái kröfur sínar endurgreiddar, áður en núverandi hluthafar fái nokkuð greitt frá skuldara. Því skoða þeir mismunandi útfærslur á breytingum á kröfum ýmist í víkjandi lán, forgangshlutabréf eða skuldabréf með breytirétti í almenna hluti í skuldara. Hvað sem nýju samningarnir kunna að heita skiptir engu máli við flokkun þeirra í reikningsskilum skuldara, því flokkunin þar ræðst ekki af heiti samninganna heldur af innihaldi þeirra, nánar tiltekið af þeim réttindum og skuldbindingum sem ákvæði samninganna kveða á um. Samkvæmt IAS 32 ber útgefanda fjármálagernings að flokka samninga f reikningsskilum sínum í samræmi við efni þeirra og skilgreiningarnar á fjárskuld, fjáreign og eiginfjárgerningi sem fram koma í staðlinum. Óhætt er að fullyrða að skilyrðin sem þarf að uppfylla vegna flokkunar fjármálagernings sem eigið fé eru ströng. Þetta þurfa kröfuhafar og skuldarar að hafa í huga og taka tillit til við gerð samninga ef þeir vilja á annað borð að samningar verði flokkaðir sem eigið fé í reikningsskilum skuldara. í þessu sambandi skiptir fyrst og fremst máli hvort samningur feli í sér samningsbundna skyldu útgefanda um að láta reiðufé eða aðra fjáreign af hendi til annarrar einingar. Einnig skiptir máli hvort samningur verði gerður upp eða hægt sé að gera hann upp með eiginfjárgerningum útgefanda (t.d. með eigin hlutabréfum skuldara). Óskilyrtur réttur útgefanda til að komast hjá því að láta af hendi reiðufé eða aðra fjáreign leiðir almennt til flokkunar samnings sem eigið fé. Á hinn bóginn leiðir slík greiðsluskylda útgefanda til flokkunar samnings sem fjárskuld, hvort sem hún kemur fram í samningi með afdráttarlausum, eða óbeinum hætti. Þess ber að geta að greiðsluskylda leiðir til flokkunar sem fjárskuld óháð fjárhagslegri getu útgefanda til að standa við skuldbindinguna eða líkum á því að til greiðslu komi. Þá getur greiðsluskylda verið skilyrðislaus eða skilyrt, þ.e. hún getur verið háð því að tiltekinn atburður eigi sér stað eða ekki í framtíðinni (t.d. við endurfjármögnun fyrirtækis, við sölu á meginþorra eigna fyrirtækis, ef breyting verður á eignarhaldi eða við skráningu hlutabréfa fyrirtækis á markað, svo eitthvað sé nefnt). Greiðsluskylda sem er eingöngu skilyrt framtíðaratburðum sem eru á valdi útgefanda (t.d. samþykki arðgreiðslna) leiðir þó ekki til flokkunar samnings sem fjárskuld. Nokkrar undantekningar eru frá flokkun samnings (eða hluta hans) sem fjárskuld þegar greiðsluskylda er til staðar. Hér ber helst að nefna samning þar sem greiðsluskylda verður virk eingöngu við slit útgefanda (e. only in the event of liquidation) og samning sem veitir handhafa rétt til að skila honum til útgefanda í skiptum fyrir reiðufé eða aðra fjáreign (innleysanlegur fjármálagerningur) sem uppfyllir tiltekin ströng skilyrði sem fram koma í IAS 32. Þá þarf að hafa í huga að samningsbundinn réttur og samningsbundin skylda til að láta af hendi eða taka við eigin hlutabréfum í framtíðinni kunna að vera skilgreind sem afleiður í skilningi IFRS. Ef svo er ber útgefanda hlutabréfanna að flokka og færa slíkar afleiður sem eigið fé í reikningsskilum sínum ef þar að lútandi skilyrði IAS 32 eru uppfyllt. Séu skilyrðin hins vegar ekki uppfyllt ber útgefanda að flokka og færa slíkar afleiður í reikningsskilum sínum sem fjáreignir eða fjárskuldir, eftir því sem við á. í þessu sambandi skiptir ekki máli hvort réttur eða skylda útgefanda komi fram í formi sérstaks samnings (t.d. samnings sem kveður á um skyldu útgefanda til að láta fastan fjölda eigin hlutabréfa af hendi í framtíðinni í skiptum fyrir fasta fjárhæð reiðufjár) eða í formi ákvæða í öðrum samningi (t.d. ákvæði í lánasamningi sem kveða á um rétt kröfuhafa til að breyta í framtíðinni föstum höfuðstól lánsins yfir í fastan fjölda hlutabréfa í skuldara). Ekki er ólíklegt að afhending á eigin hlutabréfum skuldara í framtíðinni komi við sögu með einum eða öðrum hætti sem hluti af heildarlausn á skuldavanda fyrirtækja. Þegar slíkt á við þarf að ganga úr skugga um að reglunum sem gilda um flokkun og færslu viðkomandi samninga (eða hluta þeirra) sé fylgt og þá sérstaklega meginreglunni sem segir að afleiður skulu færðar í bókhaldi miðað við þann dag þegar samningar eru gerðir en ekki miðað við daginn þegar samningar eru gerðir upp. Lokaorð Mörg önnur reikningshaldsleg álitamál koma upp við gerð reikningsskila skuldara vegna endurskipulagningar fjárskulda. Meðal annars má nefna álitamál sem tengjast beitingu reglna í staðlinum IFRS 5 Fastafjármunir til sölu og aflögð starfsemi og í túlkun IFRIC 17 Úthlutanir eigna til eigenda í öðru en reiðufé. Það kann að reyna á beitingu þessara reglna ef hluti af heildarlausn á skuldavanda fyrirtækja er fólginn í því að þau selji eignir (þ.m.t. hluti í dótturfélögum) eða úthluti eignum til hluthafa (sem áður voru kröfuhafar). Þá er færsla í reikningsskilum á skattalegum afleiðingum hina ýmissa aðgerða við endurskipulagningu, sérstakt viðfangsefni þar sem flækjustigið eykst til muna. Þar verður fyrst að komast að niðurstöðu um hvernig beri að meðhöndla breytingarnar í skattalegu tilliti og síðan að ákvarða hvernig beri að færa skattalegu áhrifin, ef einhver, í reikningsskilum. Semjendur reikningsskila sem standa frammi fyrir færslu endurskipulagningar fjárskulda í bókhaldi þurfa sjálfir að taka ákvarðarnir á grundvelli túlkana sinna á gildandi lögum og 8 • FLE blaðiðjanúar 2010

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.