FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 10
arfavitlausir og hafi leitt til geigvænlegrar loftbólumyndunar
í reikningsskilum íslenskra félaga. Það er ekki hægt að horfa
framhjá því að gríðarlegt umfang er í kringum setningu
alþjóðlegu staðlanna og fræðimenn útum víða veröld leggja þar
hönd á plóg við að hanna það regluverk sem á að vera best
til þess fallið að draga fram alþjóðlega samræmdar reglur og
lýsingar á gerð reikningsskila á sem bestan hátt. Ekki er þó þar
með rétt að skella skollaeyrum við gagnrýni á staðlana, heldur
er mjög mikilvægt að rýna í hvað geti valdið þessari skoðun
manna og að hvaða leyti þeir kunni að hafa rétt fyrir sér. Er um
að ræða of flókið regluverk, of marga valmöguleika, of auðvelt
að stýra niðurstöðum, rangar grundvallaráherslur, vanþekkingu
stjórnenda, léleg vinnubrögð endurskoðenda, dapurt eftirlit
hins opinbera, allt þetta, hluta þess eða sitt lítið af hverju?
Er IFRS arfavitlaust regluverk?
Ef við veltum upp grunnmismun á stöðlunum og hinum
hefðbundnu kostnaðarverðsreikningsskilum þá kemur strax
í Ijós að það er gríðarlegur munur á áherslum. Annars vegar
er um að ræða regluverk sem leggur mikið upp úr sögulegum
kostnaðarverðsupplýsingum, á hinn veginn er komið regluverk
sem leitast við að draga fram í fjárhagsupplýsingum eins góða
mynd af raunstöðu félags á reikningsskiladegi og mögulegt er.
Hér áður fyrr var afkoma í rekstrarreikningi að uppistöðu
til innleyst afkoma, en í dag sjást mörg dæmi um að stærstu
hlutar afkomu eru byggðir upp á reiknuðum liðum. Tölur í
efnahagsreikningi endurspegluðu kostnaðarverð liða en í dag
eiga flestir liðir að endurspegla þekkt eða vænt markaðsverð á
reikningsskiladegi.
f þeim ófullkomna heimi sem við lifum í þá er hvergi
hægt að fletta því upp hvert sé óumdeilt markaðsverð á
reikningsskiladegi. í sumum tilvikum eru til upplýsingar af
markaði til að styðjast við, en það eitt og sér er ekki nóg því hann
þarf líka að vera virkur og hvenær er markaður virkur? í mörgum
tilvikum þá þarf að reikna markaðsverð útfrá verðmatsfræðum,
þær aðferðir eiga eitt sameiginlegt, þær eru matsaðferðir og
krefjast þess að stjórnendur beiti sínu reikningshaldslega mati.
Það er einmitt þessi áhersla á reikningshaldslega matið sem
er gegnumgangandi í stöðlunum. Áður var matinu helst beitt
vegna varfærni þ.e. þegar kom að niðurfærslu birgða og krafna
eða útreikningi á afskriftum. Breytingin sem orðið hefur er sú
að notkun á reikningshaldslegu mati í dag er oftar en ekki til
þess að færa efnahagsstærðir upp og niður í virði og reikna
út afkomustærðir í rekstrarreikningi. Til viðbótar má nefna að
oftast eru reiknuðu stærðirnar þær sem hafa mestu áhrifin á
niðurstöðu rekstrar og efnahags. Þekkt dæmi um þessa liði
er virðisrýrnunarpróf viðskiptavildar, en eins og flestir vita
er óheimilt að afskrifa viðskiptavild og skal hún færð niður
m.v. virðisrýrnunarpróf. Önnur dæmi eru færsla fasteigna í
fasteignafélögum til gangvirðis, svonefndra fjárfestingaeigna (e.
Investment property), mat á hlutafjáreign í óskráðum félögum
til gangvirðis, mat á virði afleiðusamninga o.s.frv.
Einu sinni átti ég spjall við fjármálastjóra hjá íslensku félagi.
Talið barst að IFRS og mér er enn í fersku minni þegar hann
dásamaði IFRS og sagði þetta æðislegar reglur, maður gæti
bara gert það sem maður vildi. Að sjálfsögðu var ég ekki
sammála þessum orðum, en ég get ekki annað en velt fyrir mér
hvort þessi skoðun hans eigi sér hljómgrunn hjá hinum almenna
stjórnanda. Það segir sig sjálft að þeir hagsmunir sem ráða för
við gerð reikningsskila hafa óhjákvæmilega áhrif við gerðina og
því matsháðari sem reikningsskilin eru þeim mun meiri áhrif
hafa undirliggjandi hagsmunir. í praktík er ekki hægt að horfa
framhjá því að semjendur reikningsskila eru undir áhrifum og
þrýstingi um "réttar" afkomutölur. Hluthafar vilja oft hámarka
reiknaða arðsemi og arðgreiðslumöguleika, lánaskilmálar
geta brostið ef tiltekin hlutföll ná ekki tilsettu lágmarki og oft
eru starfskjör stjórnenda tengd við afkomutölur. Þessi áhrif
og þessi þrýstingur flyst áfram til endurskoðandans og í því
kristallast umboðsvandi endurskoðandans. Endurskoðandinn
er alla jafna ráðinn til starfa fyrir atbeina stjórnar og stjórnenda
og vinnur náið með þeim aðilum. Á sama tíma er það yfirlýst
hlutverk hans að gæta hagsmuna allra hagsmunaaðila og ber
honum samkvæmt löggildingarskírteini að rækja starf sitt af
kostgæfni og samviskusemi í hvívetna og halda lög og reglur
sem um starfið gilda.
IFRS regluverkið er flókið, ítarlegt og oft á tíðum torskilið.
Það er að mínu viti mikið lán að margir af þeim aðilum sem
semja reikningsskil íslenskra félaga eru vel menntaðir í
reikningsskilafræðum og oft á tíðum löggiltir endurskoðendur.
En hvernig er málum háttað í stjórnum félaga? Það er jú stjórnin
sem leggur fram ársreikninginn. Þegar reikningsskilareglur eru
orðnar jafn flóknar og raun ber vitni er ekki furða að maður velti
því fyrir sér hvort stjórnendur og stjórnarmenn skilji og geri sér
grein fyrir stöðlunum og anda reikningsskilanna, sérstaklega í
Ijósi þess að hinn almenn endurskoðandi sem lifir og hrærist
í reikningsskilum á sjálfur fullt í fangi með að kunna skil á
alþjóðlegu stöðlunum.
Það er Ijóst að í fyrirvaralausum endurskoðuðum
ársreikningum á notandinn að geta treyst því að reikningurinn
gefi glögga mynd. Sumir vilja halda því fram að endurskoðendur
hafi brugðist og ekki unnið sína vinnu sómasamlega, slíkar
vangaveltur eru efni í nýja grein, en að mínu viti er þó óumdeilt
að endurskoðunin er vandasamari og flóknari þegar meta þarf
skynsemi í mati og væntingum stjórnenda eins og raunin er hjá
markaðsskráðum félögum í dag.
Nýtt regluverk fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki
Alþjóðlega nefndin (IASB) hefur brugðist við þeim
gagnrýniröddum að IFRS sé of stórt og flókið og eigi ekki
við um lítil félög. Viðbrögðin fólust í útgáfu alþjóðlegra
reikningsskilastaðla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki (e. SME).
Væntanlega munu flest íslensk félög sem gera upp samkvæmt
IFRS falla undir skilgreiningu sem lítil eða meðalstór félög.
Þær breytingar sem þetta nýja regluverk munu hafa verða
ekki tíundaðar hér, en þó er Ijóst að þar má sjá athyglisverðar
breytingar eins og afskrift viðskiptavildar þar sem 10 ár eru
ákveðið viðmið. Hvenær þetta regluverk verður innleitt á Islandi
á eftir að koma í Ijós. Það er mikilvægt að FLE fylgi þessu máli
eftir og þrýsti á stjórnvöld að innleiða þessar reglur á íslandi
eins fljótt og auðið er.
10 • FLE blaðið janúar2010