FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 14
starfsframa, launakjör og umbun í starfi - sem þrátt fyrir allt
eru aðrir karlmenn?
Ég þykist ekki vita svarið við þessum spurningum, en
velti þeim upp hér af því ég tel þær vera gildar og tel að
endurskoðendur af báðum kynjum, ættu að leita svars við
þeim hjá sjálfum sér. Ef við vitum hvar lamirnar geta brotnað
er líklegra að við göngum um af varúð og komum í veg fyrir
óréttlæti.
I raun og veru er ekki svo flókið að komast að því hvort
tækifæri karla og kvenna séu jöfn í raun. Það eina sem þarf
að gera er að bera saman starfsframa þess fólks sem komið
hefur inn á vinnumarkaðinn síðustu tuttugu ár eða svo.
Með réttu ættu karlar og konur af þeirri kynslóð að hafa náð
sambærilegum árangri í starfi. Ef slíkur samanburður leiðir í Ijós
að svo sé ekki er þörf á endurmati.
Framtíð kvenna í endurskoðun
Félag kvenna í endurskoðun er nauðsynlegur félagsskapur til
að styrkja áhrif kvenna í endurskoðun. Þegar upp er staðið
skiptir kyn endurskoðandans þó vitaskuld engu máli um hæfni
hans eða getu. Þvf standa engin rök til annars en að stelpur
og strákar sem vilja gera endurskoðun að ævistarfi sínu eigi
nákvæmlega sömu möguleika á að gera þann draum að
veruleika og ná langt á eigin verðleikum. Það er hlutverk okkar
allra að tryggja að það sjálfsagða réttlæti sé sá raunveruleiki
sem við búum við.
Ingunn H. Hauksdóttir
Annað starfsumhverfi
Guðmundur Páll Atlason, er löggiltur endurskoðandi
í Bandaríkjunum og starfar hjá PricewaterhouseCoopers hf. á íslandi
Kynningamefnd FLE hafði samband við Guðmund Pál Atlason
í þeim tilgangi að forvitnast um muninn á starfsumhverfi
endurskoðenda á íslandi og í Bandaríkjunum. Guðmundur er
fæddur hér á íslandi og flutti níu ára gamall til Albany í New
York fylki. Flann kom reglulega heim á sumrin og dvaldi
hjá fjölskyldu sinni hér á landi og gat þannig haldið við bæði
tengslum og tungumáli. Flann útskrifaðist úr State University
of NY með BS gráðu í endurskoðun. Námið var erfitt og hann
orðinn þreyttur á staglinu og réði sig því í óskyld verkefni hjá
General Electric Company (GE). Þar vann hann margvísleg
verkefni og fékk góða tilfinningu fyrir rekstri fyrirtækja og þeirri
kostnaðarhugsun sem býr að baki góðum rekstri. Hann vann
líka töluvert með endurskoðendum fyrirtækisins á þessum
tíma og þetta varð til þess að áhugi hans á faginu vaknaði að
nýju. Þegar hann fékk svo tækifæri til að vinna við endurskoðun
hjá PricewaterhouseCoopers í Boston greip hann það, en valdi
svo að Ijúka löggildingarprófinu í NY fylki til þess að geta áritað
þar. Hann fékk síðan tækifæri til að koma hingað og vinna hjá
PwC á íslandi og kynnast hvernig endurskoðun er háttað hér á
landi. Það eru því hæg heimatökin hjá Guðmundi Páli að gera
samanburð í þessa átt.
Löggilding endurskoðenda í Bandaríkjunum
Menn fara oftast þessa hefðbundnu leið að taka BS próf
í fjármálum eða meistaragráðu, fara svo í starfsnám hjá
fyrirtækjum og að lokum í löggildingarprófið. Menn þurfa svo
að vinna í 2 ár áður en þeir fá að fara í prófið, en það er þó
svolítið mismunandi eftirfylkjum. AICPA (American Institute of
Certified Public Accountants) sér um að búa til spurningar fyrir
prófið og samræma milli fylkja, en umsjónarmaður prófsins er
NASBA (National Association of State Board of Accountancy).
Það finnast allar upplýsingar um prófið og mismunandi reglur
fylkja á www.nasba.org. Prófið er í 4 hlutum: endurskoðun,
viðskiptum, fjármálum og regluverki. Inn í þetta fléttast svo
skattamál og fleira sem að faginu snýr. Smám saman er verið
að ýta löggildingunni meira inn í IFRS staðlana. Löggildingin
gildir formlega í því fylki sem prófið fer fram en gildir í raun alls
staðar í Bandaríkjunum en sækja þarf um sérstakt leyfi til að fá
að árita í öðrum fylkjum og greiða eitthvað fyrir það.
Starfsumhverfi endurskoðenda
Að mörgu leyti má segja að Evrópa sé komin framar
í staðlamálum og innleiðingu þeirra en Bandaríkin.
Endurskoðendur sem hafa þekkingu á IFRS hafa öðlast
reynslu í að túlka undirliggjandi hugtök að baki staðlana
og efla heildarmyndina sem á að koma fram í þeirra vinnu.
í Bandaríkjunum eru staðlar meira notaðir sem umgjörð
eða rammi um starfið. Annar munur sem hægt er að finna
í Bandaríkjunum er áritað í nafni endurskoðunarfyrirtækis
en ekki einstaklings, en hér á landi sést að ábyrgðin er fyrst
hjá endurskoðandanum sjálfum sem einstaklingi og síðan hjá
endurskoðunarfyrirtækinu. Endurskoðendur á íslandi bera því
14 • FLE blaðiðjanúar2010