FLE blaðið - 01.01.2010, Page 16
Löggildingin er einhvers staðar ofan í skúffu - viðtal
Sigurður Stefánsson starfaði sem löggiltur endurskoðandi 1949-1993
Hann gengur fimm kílómetra á dag, léttur í spori eins og
unglamb þótt hann sé kominn vel yfir áttrætt, fæddur í
júní 1923. Sigurður Stefánsson heitir hann og starfaði sem
endurskoðandi frá því 1949 allt fram til sjötugs en þá fannst
honum tími til kominn að gera eitthvað annað en að vinna.
Hann fagnaði þeim áfanga á síðasta ári að liðin eru 60 ár frá því
að hann hlaut löggildingu sem endurskoðandi.
Hógværðin uppmáluð
„Ég er alveg prýðilega sáttur með þetta val á ævistarfi" segir
hann þegar hann er spurður út í ástæður þess að hann gerðist
endurskoðandi. „ Ég fór í Verslunarskólann og var sæmilegur
í bókhaldi" bætir hann við af mikilli hógværð. Reyndin er sú
að hann glansaði á prófunum og fékk bókhaldsbikarinn sem
veittur var þeim nemendum sem stóðu sig afburða vel. Þeir
sem ráku þessar örfáu endurskoðunarstofur í landinu voru svo
í sambandi við skólann og sátu fyrir þessum kláru nemendum
til að fá þá í vinnu. Endurskoðunarstofan Manscher & Co. réði
því Sigurð í vinnu tvítugan að loknu verslunarskólaprófi.
Nám endurskoðenda
Árið 1946 eða 47 var stofnuð námsbraut í viðskiptafræði HÍ
fyrir verðandi endurskoðendur. í upphafi var kennt á kvöldin
frá september til desember og tók námið tvo vetur. „Gylfi Þ.
Gíslason kenndi bókhald og reikningsskil - hann passaði svo
vel upp á brotin í buxunum sínum að hann settist varla niður"
segir Sigurður og kímir svolítið við minninguna. „Það voru
margir mætir menn sem kenndu þarna með honum" segir
hann „og svo voru haldin munnleg og skrifleg próf" bætir
hann við. Prófnefnd löggiltra endurskoðanda var þá tekin til
starfa og sá um prófin og þá var vinnuskyldan á stofunum
að lágmarki fjögur ár áður en hefja mátti námið. Prófin tóku
tvo daga og voru haldin í ráðuneytinu. „Bjarni Benediktsson
skrifaði undir mína löggildingu sem er líklega einhvers staðar
niður í skúffu" svarar hann og finnst ekki mikið til um að vera
handhafi elsta löggildingarleyfisins á lífi í dag.
Þér um yður...
„Ég var ( starfsnámi hjá Sigurði Jónssyni og Jóni
Guðmundssyni í Manscher & Co. Á þessum tíma var ég annar
af tveimur nemendum og á stofunni unnu sex manns fyrir
utan skrifstofudömurnar. Þá var mikið lagt upp úr snyrtilegum
klæðnaði og maður þurfti að þéra yfirmennina. Þeir buðu mér
reyndar dús þegar hálft ár var liðið. Með þérun var hægt að
halda fólki í svolítilli fjarlægð en nú þérar enginn í dag, fólk
kann þetta líklega ekki lengur" segir hann og brosið nær svo
sannarlega til augnanna.
Allttalið með mikilli nákvæmni
„Það fyrsta sem ég þurfti að gera í vinnunni hjá Manscher
& Co. var að leggja
saman allar sölubækur
ÁTVR, en þá var öll
salan færð í venjulegar
nótubækur í þríriti. Svo
þurfti ég að endurskoða
hluta af bókhaldinu og
meira að segja fara
í lagertalningu um
áramótin. Lagerinn var
niðri á Skúlagötu og
þetta var nokkurra daga
vinna að telja allar flöskurnar sem stóðu í miklum trérekkum
og allt var talið af mikilli nákvæmni" svarar hann þegar fyrstu
verkefni ber á góma.
Fengum laun eins og búðarfólk
„Launin voru léleg á skrifstofunni, ég fékk nokkurs konar
nemalaun sem stóðu nánast óbreytt þar til löggildingin fékkst.
Þetta var svona svipað og fyrir afgreiðslu í búðum" segir hann
og hristir höfuðið yfir óréttlæti heimsins. „Taxtarnir voru mjög
lágir en líklega vegna þess að stéttin var að marka sér sess.
Þetta var í lok stríðsins og svo fór þetta aðeins að hífast upp á
við, en kúnnarnir voru svo sem ekki burðugir heldur á þessum
tíma" bætir hann svo við til skýringar.
Langur vinnutími
„Vinnutíminn eftir áramót var frá níu að morgni til klukkan
sjö á kvöldin eða lengur, sérstaklega á vorin alveg fram í júní.
Þá var almennt unnið á laugardögum og oft á sunnudögum
líka" segir hann og rifjar upp ferð til Danmerkur sem hann fór
ásamt félaga sínum og þar var svipað fyrirkomulag. Það að
vera með bókhaldsþjónustu líka jafnaði vinnutímann yfir árið
því að júnímánuði loknum var svo farið í bókhaldið. Það var
lítið um milliuppgjör en í þessum tveimur fyrirtækjum sem ég
vann með, Vífilfelli og Kol og salt, var gert upp mánaðarlega.
Það var alltaf unnið mikið um páskana en við fengum jólafrí
og þriggja vikna sumarfrí" segir hann eftir að hafa útskýrt
vinnufyrirkomulagið sem auðvitað ber keim af lögbundnum
verkefnum enn þann dag í dag.
Sérhæfður í sjávarútvegi
Sigurður hætti síðan hjá Manscher & Co. árið 1952 og stofnaði
eigin stofu. Hann vann aðallega fyrir sjávarútvegsfyrirtæki,
fiskvinnslustöðvar og útgerð um allt land. Hann þurfti því að
ferðast töluvert mikið um landið en þá voru frystihúsin að
byggjast upp. Því má segja með sanni að hann hafi fljótlega
sérhæft sig á þessu sviði. Magnús Elíasson endurskoðandi var
fyrsti starfsmaður Sigurðar og síðar meðeigandi að stofunni.
16 • FLE blaðið janúar 2010