FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 17
Varð að fá sendar almennilegar ullarbuxur
„Ég man vel eftir því að árið 1950 var ég sendur norður í land
að endurskoða Siglufjarðarbæ ásamt rafveitu og verksmiðju
sem bærinn átti og sitthvað fleira. Þegar ég skoðaði aðalbókina
til að sjá ársbyrjunartölurnar - þá var hún ekki til. Það var
hins vegar til prentaður ársreikningur svo ég tók hann upp á
ballansinn, en hann var rangur, ég varð því að fara aftur í tímann
til að fá réttar tölur. Ég lenti því í miklum vandræðum með að
ná þessu heim og saman en þetta blessaðist þó allt. Ég var
reyndar svolítið hissa þegar bókhaldið stemmdi við sjóðseign
og bankainnistæður" segir hann. Sérstaklega man hann eftir
kuldanum á Siglufirði. „Það var svo kalt á skrifstofunni þarna að
ég varð að fá sendar almennilegar ullarbuxur að heiman til þess
að geta unnið þarna" segir hann og hristir hausinn yfir þessum
minningum.
Tæknin hefur breytt miklu
„Mesta breytingin í faginu er tölvuvæðingin en með henni
minnkuðu líka samskiptin. Það var allt miklu persónulegra hér
áður fyrr og mikið atriði að geta átt góð samskipti við fólk.
Fjarskiptin hafa líka breytt mjög miklu og svo tæknin eins
og rafmagnsreiknivélarnar sem komu eftir stríðið og léttu
mönnum lífið, eins var þetta með Ijósritunarvélarnar". Sigurði
gekk reyndar mjög vel að tileinka sér tæknina enda með góðan
grunn í vélritun frá Versló.
Að lokum
Sigurður er kvæntur Önnu Jónsdóttur og eiga þau þrjú börn og
12 afkomendur til viðbótar. Björg dóttir hans er endurskoðandi
hjá Deloitte, annar sonurinn vinnur við bókhald og hinn er
framkvæmdastjóri við skipasmíðastöð suður í Njarðvíkum.
Hann stendur upp, réttir úr bakinu, tekur upp bíllyklana og
kveður með þau heilræði á vörum „að endurskoðendum farnist
vel ef þeir eru samviskusamir og standi fast á sínu".
ÉNorræna endurskoðendasambandið
Margret G. Ftóvenz er forseti NRF og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG hf.
Norræna endurskoðendasambandið (NRF) var stofnað í
Ósló árið 1932 og er að líkindum elsta fjölþjóðlega félag
endurskoðenda í heiminum. Félög endurskoðenda á öllum
Norðurlöndunum eiga aðild að sambandinu. Þar til síðast liðið
sumar voru aðildarfélögin fimm en að aðalfundi sambandsins
í ágúst 2009 bættus við tvö aðildarfélög þ.e. félög skráðra
endurskoðenda í Finnlandi og Danmörku.
Verkefni sambandsins eru fjórþætt. f fyrsta lagi hafa
norrænu endurskoðenda félögin sameinast undir nafni NRF
um að tilnefna fulltrúa í nefndir og ráð á vegum alþjóðlegra
samtaka endurskoðenda, fyrst og fremst Alþjóðasambands
endurskoðenda (IFAC) og Evrópusambands endurskoðenda
(FEE). Þessar sameiginlegu tilnefningar hafa leitt til þess að
Norðurlöndin hafa átt mun fleiri fulltrúa hjá þessum stofnunum
en ella. Sem stendur er einn af varaforsetum IFAC og verðandi
forseti þess, Göran Tidström, tilnefndur af NRF auk þess sem
Kristrún Ingólfsdóttir á sæti í menntunarnefnd IFAC sem fulltrúi
NRF. Nokkuð er á brattann að sækja varðandi aðild að nefndum
og ráðum beggja þessara samtaka enda hafa fulltrúar annarra
heimshluta sóst í auknum mæli eftir þátttöku í alþjóðastarfi.
Annað af meginhlutverkum NRF er miðlun upplýsinga á milli
Norðurlandanna og hefur sá þáttur í starfseminni orðið FLE
og íslenskum endurskoðendum að miklu gagni. I þriðja lagi
hefur NRF unnið að ýmsum sameiginlegum verkefnum og hafa
þá verið myndaðir tímabundnir vinnuhópar um þau verkefni.
Nú sem stendur er vinnuhópur um endurskoðun smárra og
meðalstórra fyrirtækja að störfum.
Fjórða meginverkefni NRF er skipting kostnaðar en
aðildarfélögin deilda með sér kostnaði við samstarfið og
þátttöku í alþjóðlegu starfi. Kostnaðarhlutdeild FLE er 5%.
Þessi kostnaðarskipting er ekki síst mikilvæg fyrir lítil félög eins
og FLE enda hefði félagið illa bolmagn til að fjármagna setu
eigin fulltrúa í alþjóðlegum nefndum að öðrum kosti.
NRF hafði til skamms tíma aðsetur í Stokkhólmi en hefur nú
flutt skrifstofu sína til Kaupmannahafnar. Bjöm Markland sem
gengt hefur stöðu framkvæmdastjóra sambandsins um alllangt
skeið lætur af störfum nú um áramótin og við tekur Jens Röder
og mun hann gegna starfi framkvæmdastjóra i fullu starfi. Ekki
eru fleiri starfsmenn hjá sambandinu.
Aðalfundur NRF er haldinn í ágúst ár hvert og sækja hann
formenn, varaformenn og framkvæmdastjórar aðildarfélaganna.
Fundurinn er haldin til skiptis í löndunum fimm og kemur það
í hlut FLE að halda hann á íslandi árið 2010. Formennska
sambandsins færist einnig reglubundið á milli landa en forseti
FLE blaðið janúar 2010 • 17