FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 26

FLE blaðið - 01.01.2010, Qupperneq 26
óaðgengileg fyrir menn að skoða og ekki eins upplýsandi og í dag. Þá eru nú miklu ákveðnari og ítarlegri reglur á alþjóða vísu um gerð reikningsskila en áður var. „Þær hafa ekki allar verið til bóta" segir Ólafur og bætir við „menn eru að sjá það núna að þær hafa ekki allar verið til góðs eins og t.d. reglur um mat á eignum og viðskiptavild sem byggist að nokkru á spádómum um framtíðina. Það voru ekki allir sannfærðir um þetta og það hefur komið í Ijós að þeir höfðu rétt fyrir sér tel ég. Kannski voru raddir þessara manna ekki nógu háværar" segir hann svo. „Viðskiptalífið hefur tekið miklum breytingum, orðið flóknara en áður var og það hefur stöðugt kallað á breytingar á reikningsskilareglum. Framboð á fjármálamarkaði af margvíslegri"framleiðslu" fjármálafyrirtækja á flóknum samningum sem ekki voru til áður, hefur valdið mörgum hugarangri. Samningsaðilar hafa ekki haft fullan skilning á þeim viðskiptalegum slaufum sem hnýttar hafa verið á síðustu árum, menn þekktu ekki að fullu innihald þeirra viðskipta sem þeir stóðu fyrir eða stóðu að, eins og síðar hefur komið í Ijós" segir hann að endingu. Að endingu „Ég held að endurskoðendur þurfi að leggja áherslu á að viðhalda þekkingu sinni bæði í faginu og í viðskiptalífinu" segir hann á alvarlegum nótum og klykkir út með því að segja: Áunnið traust í þessu starfi er besta veganesti sem menn geta haft í farteskinu." Þar með er hann floginn á braut. Fagþróun Kristrún H. Ingólfsdóttir er fulltrúi NRF í menntunarnefnd IFAC og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG hf. Fagfélög víða um heim gera þær kröfur til félagsmanna sinna að þeir haldi áfram að þróa sig faglega eftir löggildingu eða viðurkenningu. Slíkar kröfur eru oft á tíðum settar sem skilyrði fyrir aðild ásamt því að lög sumra landa krefjast þess að ákveðnir hópar fagfólks stundi endurmenntun. Dæmi um fagfélög sem hvetja eða krefjast þess af félagsmönnum sínum að þeir þrói sig faglega á kerfisbundinn og skipulegan hátt eru fagfélög starfsmanna í byggingariðnaði, fagstéttir í heilbrigðisgeiranum, fagfélög lögmanna og fagfélög starfsmanna tryggingafélaga. Hér á landi hafa lög um endurskoðendur og reglugerð um endurmenntun lagt þá skyldu á íslenska endurskoðendur að þeir sæki sér endurmenntun og hefur FLE haft eftirlit með að félagsmenn uppfylli þær kröfur. FLE hefur með aðild sinni að IFAC skuldbundið sig til þess að stuðla að því að félagsmenn uppfylli kröfur þeirra staðla sem IFAC hefur sett, þar á meðal menntunarstaðal um áframhaldandi faglega þróun endurskoðenda, IES 7 Continulng Professional Deveiopment (CPD). Nýlega tóku gildi hér á landi ný lög um endurmenntun endurskoðenda og liggur fyrir FLE að móta nýjar leiðbeiningar um endurmenntun eða faglega þróun félagsmanna. Á þessum tímamótum er tækifæri fyrir FLE að vera í fremstu röð fagfélaga sem skipuleggja og leggja línur fyrir faglega þróun félagsmanna sinna. Þegar fagmaður hefur lokið löggildingu eða fengið réttindi frá opinberum aðilum eða fagfélögum til að titla sig sem fagmann og bjóða þjónustu í ákveðinni grein er nauðsynlegt fyrir hann, til að vera samkeppnishæfur, að halda áfram að þróa sig faglega með því að dýpka þekkingu sína og færni, sérhæfa sig ásamt því að fylgjast með breytingum og þróun í faginu. Löggilding eða móttaka ákveðinna réttinda er því ekki endapunktur heldur upphaf að ferli sem kallast fagleg þróun eða fagþróun. Vinnuveitendur, notendur fagþjónustu, almenningur og hagsmunaaðilar gera þá kröfu til fagaðila að þeir fylgist með breytingum og viðhaldi með faglegum hætti þekkingu sinni og auki sérhæfingu sína. Margt fagfólk heldur áfram faglegri þróun án þess að gera sér sérstaklega grein fyrir því og án þess að skipuleggja hana, með því að greinar eru lesnar þegar það á við, námskeið sótt þegar tími gefst til o.s.frv. Öflug og árangursrík fagleg þróun er ákveðin hringrás þar sem þörf fyrir fagþróun er metin, skipulögð fram í tímann, ástunduð, skráð og árangur metinn eða mældur. Skipulagning fagþróunar Góð endurmenntun eða fagþróun krefst skipulagningar. Dæmi um skipulagningu á faglegri þróun er þegar vinnuveitendur láta starfsmenn sína setja sér markmið sem meðal annars lúta að því að þeir bæti sig faglega. Frammistaða starfsmanna er síðan metin á grundvelli þess hversu vel þeir hafi náð markmiðum sínum. Dæmið snýst því um formlegt og skipulagt endurmenntunarkerfi. í þessu kerfi er gerð krafa um að 26 • FLE blaðið janúar 2010

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.