FLE blaðið - 01.01.2010, Síða 29

FLE blaðið - 01.01.2010, Síða 29
Félagatalið - ætlarðu ekki að vera með? Gurmlaugur Haraldsson, þjódháttafræðingur Síðustu misserin hefur Afmælisnefnd FLE, ásamt mér undirrituðum, unnið að undirbúningi félagatals, sem gefið verður út á vandaðri bók í tilefni afmælishaldsins á næsta ári. Ritið mun innihalda æviágrip allra löggiltra endurskoðenda á árabilinu 1929-2010. Frágangur æviágripa verður með hefðbundnu sniði stéttartals, þar sem getið er um uppruna, menntun, störf og fjölskylduhagi hvers og eins, ásamt Ijósmynd. Til að auðvelda efnisöflun voru fyrir alllöngu síðan send út sérstök spurningaeyðublöð til félagsmanna, ýmist með tölvupósti eða bréfleiðis. Framan af voru heimtur góðar, en strjáluðust mjög þegar frá leið, þrátt fyrir nokkrar ítrekanir. Ennþá er því býsna drjúgur hópur, sem ekki hefur haft tök á að gegna kalli. Það er bagalegt og kemur illa við undirbúning verksins, því senn líður að útsendingu prófarka og prentvinnslu ritsins. Þess vegna beini ég þeim tiimælum til allra þeirra, sem enn eiga þessu erindi ósvarað, að bregðast nú skjótt við og senda mér umbeðin gögn, annaðhvort á netfang mitt gullih@simnet.is eða í pósti. Nánari upplýsingar þar um og sjálft eyðublaðið má nálgast á heimasíðu félagsins. Gunnlaugur Haraldsson Söguritun FLE Kristján Sveinsson, sagnfræðingur segir frá ritun á sögu félagsins Saga FLE frá stofnun félagsins til samtímans er í smíðum. Ætlunin er að rekja allítarlega tildrögin að stofnun félagsins árið 1935 og gera grein fyrir helstu verkefnum þess og áhrifum á þeim tíma sem það hefur starfað. Söguritari er Kristján Sveinsson sagnfræðingur en ritnefnd skipa endurskoðendurnir Hrefna Gunnarsdóttir, Ólafur V. Sigurbergsson, Símon Á. Gunnarsson og Þorsteinn Haraldsson. Auk þess að segja sögu félagsins og helstu verkefna sem unnin hafa verið á vettvangi þess verður hugað að því umhverfi sem félagið hefur starfað í hverju sinni og gefinn gaumur að því hvernig einstaklingar, einstakir atburðir og almenn samfélags- og efnahagsþróun hafa mótað störf og starfsvettvang löggiltra endurskoðenda. Enda þótt mannkyn hafi sýslað með fémuni árþúsundum saman og sagan geymi vitneskju um ýmsar stéttir manna sem gegndu trúnaðarstörfum í fésýslu fyrr á tímum er skammt síðan starfsstétt löggiltra endurskoðenda kom fram. Starfsemi hinna sérhæfðu, óháðu og sjálfstætt starfandi endurskoðenda er afsprengi þróunar í kapítalískum viðskiptaháttum, ekki síst hlutabréfaviðskiptum. Hennar gætir fyrst að marki á 19. öld í þeim löndum þar sem iðnþróun og markaðsskipulag hafði skotið dýpstum rótum. Lög um löggilta endurskoðendur voru sett í Danmörku árið 1909, eftir fall Albertis dómsmálaráðherra, sem var fjársvikari eins og kunnugt er, og hafði lengi getað hindrað framgang lagasetningar um endurskoðun þar í landi enda lítið um slíka starfsemi gefið. Vitað er að hin stærri fyrirtæki hér á landi leituðu í einhverjum mæli til danskra endurskoðenda eftir að starfsemi löggiltra endurskoðenda hófst í Danmörku og árið 1924 opnaði dönsk endurskoðunarskrifstofa útibú í Reykjavík. Forstöðumaður hennar, Niels Manscher, starfaði hérlendis um langt árabil og varð einn af frumherjunum í endurskoðun á íslandi. Fyrstu tilraunirtil lagasetningar um löggilta endurskoðendur og starfsvettvang þeirra voru gerðar hérlendis árið 1913 og nokkrum sinnum eftir það uns lög um löggilta endurskoðendur voru samþykkt á Alþingi árið 1926. Reglugerð samkvæmt þessum lögum var sett árið 1929 og upp úr því hófst undirbúningur að löggildingu fyrstu íslensku endurskoðendanna. Þannig þokaðist íslenskt viðskiptalíf smám saman til svipaðra hátta og tíðkaðir voru meðal nágrannaþjóða. Ætlunin er að ritið um sögu FLE verði tilbúið til útgáfu snemma á árinu 2011. Heimildakönnun stendur yfir og hefur sóst vel. M.a. er allmikið gagnasafn varðveitt á Þjóðskjalasafni íslands þar sem finna má merkar upplýsingar um aðdraganda lagasetningar um endurskoðun, undirbúning löggildingarprófa og framkvæmd þeirra á löngu tímabili. Kristján Sveinsson FLE blaðið janúar 2010 • 29

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.