FLE blaðið - 01.01.2010, Side 32

FLE blaðið - 01.01.2010, Side 32
Nýjar siðareglur fyrir endurskoðendur Guðmundur Snorrason er formaður siðanefndar FLE og löggiltur endurskoðandi hjá PwC hf. Á aðalfundi Félags löggiltra endurskoðenda (FLE) þann 14. nóvember síðastliðinn voru samþykktar nýjar siðareglur sem gilda munu fyriralla endurskoðendur á íslandi. Þessar reglur byggja á siðareglum alþjóðasamtaka endurskoðenda (IFAC) „Code of Ethics for Professional Accountants" frá júní 2005 ásamt breytingum á óhæðiskafla reglnanna sem siðanefnd IFAC samþykkti í janúar 2008. FLE er aðili að IFAC en tilgangur samtakanna samkvæmt stofnskrá er „þróun og efling endurskoðendastarfsins á heimsvísu með samræmdum stöðlum til að geta veitt sem besta þjónustu í almannaþágu." í þessu skyni er starfandi sérstök siðanefnd IFAC til að þróa og gefa út í sínu nafni siðareglur fyrir endurskoðendur um allan heim. Sem aðildarfélag að IFAC ber FLE að stuðla að upptöku siðareglna þeirra sem samtökin gefa út og ekki setja sér vægari viðmið en þar er lýst. Siðanefnd er ein af fastanefndum FLE og hefur það hlutverk að fylgjast með þróun siðareglna endurskoðenda á alþjóðavettvangi og gera tillögur að breytingum á siðareglum félagsins þegar tilefni er til. Það varð því hlutverk nefndarinnar að þýða siðareglur IFAC. Samkvæmt lögum um endurskoðendur sem tóku gildi 1. janúar 2009 skulu allir endurskoðendur á íslandi fylgja siðareglum sem settar hafa verið af Félagi löggiltra endurskoðenda. Með samþykkt aðalfundar FLE á siðareglunum og að fenginni staðfestingu ráðherra á þeim, öðlast þær formlega gildi. Þessar nýju reglur ákvarða siðferðilegar kröfur til endurskoðenda. Aðalsmerki endurskoðenda er að starfa með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi og felst ábyrgð þeirra því ekki eingöngu í því að uppfylla þarfir einstaks viðskiptavinar eða vinnuveitanda. Við störf sín skal endurskoðandi virða þessar siðareglur. Siðareglurnar skiptast í þrjá hluta: • A hluti - Almenn notkun reglnanna (tekur til allra endurskoðenda) • B hluti - Endurskoðendur sem starfa við endurskoðun ■ C hluti - Endurskoðendur sem starfa við annað en endurskoðun í A-hluta er lýst grundvallaratriðum siðareglna endurskoðenda og úrlausnaraðferðum við beitingu þeirra. Úrlausnaraðferðirnar eru leiðbeiningar um beitingu grundvallarreglnanna. Endurskoðendum er skylt að beita þessum úrlausnaraðferðum til að greina og meta vægi ógnana sem geta leitt til þess að þeir nái ekki að fylgja grundvallarreglunum. Ef slíkar ógnanir eru aðrar en greinilega óverulegar þá skulu þeir beita varúðarráðstöfunum til að eyða þeim eða draga úr þeim svo þær verði ásættanlegar þannig að eftir grundvallarreglunum sé farið. í B- og C- hluta reglnanna er lýst hvernig beita á úrlausnaraðferðum við tilteknar aðstæður. Þar eru gefin dæmi um viðeigandi varúðarráðstafanir til að bregðast við ógnunum við fylgni við grundvallarreglurnar. Lýst er aðstæðum þar sem varúðarráðstafanir eru ekki tiltækar til að bregðast við ógnunum sem af þeim leiðir og hvernig komast má hjá verkefni eða sambandi sem skapar viðkomandi ógnanir. B-hlutinn á við endurskoðendur sem starfa við endurskoðun. C-hlutinn gildir um endurskoðendur sem starfa við annað en endurskoðun. Við tilteknar aðstæður getur verið viðeigandi fyrir endurskoðendur að nýta sér leiðbeiningar í C-hluta reglnanna. Ahluti: Almenn notkun reglnanna í þessum hluta eru settar fram grundvallarreglur sem allir endurskoðendur skulu hlíta. Heilindi - Endurskoðandi skal vera hreinskiptinn og heiðarlegur í öllum samskiptum. Hlutlægni - Endurskoðandi skal ekki láta hlutdrægni, hagsmunaárekstra eða óviðeigandi áhrif annarra ráða dómgreind sinni. Fagleg hæfni og varkárni - Endurskoðanda er ætíð skylt að viðhalda faglegri þekkingu sinni og hæfni til að tryggja að viðskiptavinur eða vinnuveitandi fái fullnægjandi faglega þjónustu. Endurskoðandi skal starfa af kostgæfni og í samræmi við viðurkennda staðla þegar hann veitir faglega þjónustu. Trúnaður - Endurskoðandi skal gæta trúnaðar í faglegum og viðskiptalegum samskiptum og ekki veita þriðja aðila upplýsingar án sérstakrar heimildar nema það sé skylt samkvæmt lögum eða faglegum kröfum. Slíkar upplýsingar skulu hvorki notaðar í eigin þágu endurskoðandans né þriðja aðila. Fagleg hegðun - Endurskoðandi skal fara að lögum og reglugerðum og forðast allt sem kastað gæti rýrð á orðspor endurskoðendastéttarinnar. 32 • FLE blaðið janúar 2010

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.