FLE blaðið - 01.01.2010, Side 33
Ef uppi eru aðstæður sem ógna fylgni við grundvallarreglurnar
skal endurskoðandi bregðast við með viðeigandi hætti.
Úrlausnaraðferðir
í starfsumhverfi endurskoðenda geta skapast aðstæður sem
ógna fylgni við grundvallarreglurnar. Ógerlegt er að skilgreina
sérhverjar þær aðstæður sem skapa slíkar ógnanir og tilgreina
viðeigandi varúðarráðstafanir. Þar að auki getur eðli verkefna
verið mismunandi og fyrir vikið geta ógnanir verið margvíslegar
og krafist ólíkra varúðarráðstafana. Siðareglurnar skapa
ramma sem hjálpar endurskoðanda að bera kennsl á, meta
og bregðast við ef fylgni við grundvallarreglurnar er ógnað.
Endurskoðanda er skylt að meta allar ógnanir með hliðsjón
af grundvallarreglunum þegar hann veit eða ætti með réttu
að vita um aðstæður eða sambönd sem geta spillt fylgni
við grundvallarreglurnar. Endurskoðandi skal hafa í huga
eðli og umfang einstakra þátta við mat á vægi ógnunar. Ef
endurskoðandi getur ekki beitt viðeigandi varúðarráðstöfunum
skal hann hafna eða hætta viðkomandi þjónustu, eða beri
nauðsyn til, slíta sambandi við viðskiptavin.
í B og C hluta siðareglnanna eru dæmi sem eiga að sýna
hvernig á að beita úrlausnaraðferðunum. Dæmin eru ekki
tæmandi listi yfir allar þær aðstæður sem endurskoðandi getur
lent í og gætu ógnað fylgni hans við grundvallarreglurnar og
skal ekki túlka þau þannig. Þar af leiðir að endurskoðanda
nægir ekki að fara eingöngu eftir þessum dæmum, heldur
skal beita úrlausnaraðferðunum við hverjar þær aðstæður sem
endurskoðandi lendir í.
Ógnanir og varúðarráðstafanir
Margbreytilegar aðstæður geta ógnað fylgni við
grunvallarreglurnar. Flokka má helstu ógnanir á eftirfarandi
hátt:
■ Eigin hagsmunir vegna fjárhagslegra eða annarra
hagsmuna endurskoðanda eða einstaklinga í nánustu
fjölskyldu hans eða nánustu skyldmenna.
■ Sjálfsmatsógnun sem getur skapast þegar
endurskoðandi þarf að leggja sjálfstætt mat á eigin
niðurstöður.
■ Málsvarnarógnanir sem geta skapast þegar
endurskoðandi heldur fram afstöðu eða skoðun að
því marki að ógnað gæti hlutlægni hans síðar.
■ Vinfengisógnanir sem geta orðið þegar
endurskoðandi hefur of mikla samúð með
hagsmunum annarra vegna náinna tengsla.
■ Þvingunarógnanir sem geta orðið þegar
endurskoðandi er hindraður í að starfa af hlutlægni
vegna hótana, raunverulegra eða ætlaðra.
I B og C hluta reglnanna eru tiltekin dæmi um aðstæður sem
geta skapað slíkar ógnanir fyrir endurskoðendur hvort sem
þeir starfa við fagið eða ekki. Endurskoðendur sem starfa
við endurskoðun geta einnig við tilteknar aðstæður nýtt sér
leiðbeiningar í C-hlutanum. Varúðarráðstafanir sem geta
eytt eða dregið úr slíkum ógnunum þannig að þær verði
ásættanlegar, skiptast í tvo meginflokka:
* Varúðarráðshafnir sem starfsstéttin sjálf setur sér,
eða lög og reglur ná til, svo sem kröfur um menntun,
þjálfun, reynslu, notkun faglegra staðla, faglegt eða
opinbert eftirlit og agareglur.
■ Varúðarráðstafanir í starfsumhverfinu, hvort sem
endurskoðendur starfa við fagið eða ekki. Fjallað
er um slíkar varúðarráðstafanir í B- og C- hluta
reglnanna.
Við úrlausn siðferðilegra álitamála skal endurskoðandi hafa
( huga viðeigandi staðreyndir og þær grundvallarreglur sem
tengjast viðkomandi álitaefni. Ef ekki hefur verið leyst úr
siðferðilegu álitamáli þrátt fyrir að leitað hafi verið allra leiða
til úrlausnar, skal endurskoðandi neita að tengjast viðkomandi
máli sé þess nokkur kostur. Endurskoðandi kann að ákveða að
við slíkar aðstæður sé rétt að draga sig út úr verkefnateymi
eða tilteknu verkefni eða að hætta að vinna fyrir viðskiptavin,
endurskoðunarfyrirtækið eða vinnuveitandann.
B hluti - Endurskoðendur sem starfa við endurskoðun
í þessum kafla siðareglnanna er útskýrt hvernig starfandi
endurskoðendur eiga að nota úrlausnaraðferðir í A-hlutanum.
Dæmunum sem sett eru þar fram er ekki ætlað að vera
tæmandi listi yfir allar þær aðstæður sem endurskoðandi kann
að lenda í og geta ógnað fylgni hans við grundvallarreglurnar.
Það er því ekki nægilegt fyrir starfandi endurskoðanda að
styðjast eingöngu við dæmin heldur skal úrlausnaraðferðunum
beitt við þær tilteknu aðstæður sem upp koma.
Endurskoðandi skal ekki taka þátt í neinum viðskiptum,
starfsemi eða atferli sem rýrir eða gæti kastað rýrð á
heilindi, hlutlægni eða orðspor starfsgreinarinnar og væri því
ósamrýmanlegt veitingu faglegrar þjónustu.
B- hluti reglnanna skiptist í nokkra kafla (kaflar 210 - 280)
sem fjalla um tilteknar aðstæður sem geta skapað ógnanir við
grundvallarreglurnar og hvernig endurskoðandi getur brugðist
við, svo sem:
Samþykki viðskiptavinar-Afla upplýsinga um viðskiptavininn
og kanna orðspor hans
Samþykki verkefnis - Meta hvort fullnægjandi þekking er fyrir
hendi og nægilegur fjöldi starfsmanna
Skipt um endurskoðanda - Kanna ástæður hjá fyrri
endurskoðanda áður en nýtt viðskiptasamband er samþykkt.
FLE blaðið janúar 2010 *33