FLE blaðið - 01.01.2010, Page 38

FLE blaðið - 01.01.2010, Page 38
c. Nýjar reglur um gæðaeftirlit og skipan gæðaeftirlitsmanna. Framkvæmd gæðaeftirlits. Endurskoðendaráð hefur nýverið samþykkt nýjar reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda sem bíða birtingar í Stjórnartíðindum. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir því að framkvæmdin verði að mestu óbreytt í ár og eru reglurnar því að fyrirmynd eldri reglna sem Félag löggiltra endurskoðenda setti. Gert er ráð fyrir því að taka framkvæmd gæðaeftirlits til gagngerrar endurskoðunar og að nýjar reglur verði settar að ári. Endurskoðendaráð samþykkti á fundi sínum þann 25. september tilnefningu FLE á eftirlitsmönnum til að annast framkvæmd gæðaeftirlits. Ráðið hefur í samráði við gæðanefnd FLE haldið fundi með eftirlitsmönnum til undirbúnings eftirlitinu. Að loknu gæðaeftirliti FLE mun endurskoðendaráð fjalla um niðurstöður eftirlitsins og taka ákvörðun um viðeigandi eftirfylgni ef þörf krefur. d. Reglulegt eftirlit með því að endurskoðendur hafi gilda starfsábyrgðartryggingu. I lok september sendi endurskoðendaráð 31 endurskoðanda bréf vegna þess að viðkomandi hafði ekki skilað inn fullnægjandi gögnum um að hann hefði í gildi starfsábyrgðartryggingu eins og áskilið er í lögum nr. 79/2008. í framhaldinu mun ráðið eftir atvikum grípa til viðeigandi ráðstafana gagnvart þeim sem ekki hafa gildar tryggingar. e. Umfang starfsábyrgðartryggingar endurskoðenda. Samkvæmt lögum nr. 79/2008 ber endurskoðendum að hafa í gildi starfsábyrgðartryggingu vegna fjárhagstjóns sem leitt getur af ásetningi eða gáleysi í störfum hans eða starfsmanna hans. Endurskoðendaráð skal hafa eftirlit með því að endurskoðendur hafi starfsábyrgðartryggingu í samræmi við ákvæði laga nr. 79/2008. Ráðherra skal kveða á um í reglugerð lágmark fjárhæðar ábyrgðartryggingar að fengnum tillögum endurskoðendaráðs. Upp er komin sú staða að tryggingafélög á islandi bjóða ekki uppá ábyrgðartryggingu endurskoðenda vegna ásetningsbrota. Hafa félögin borið því við að ekki fáist endurtrygging vegna slíks tjóns. Endurskoðendaráð ritaði ráðherra bréf 2. september 2009 þar sem ráðið lýsti áhyggjum sínum vegna þessa og vandamálum sem af þessu gætu hlotist. f. Samvinna við lögbær yfirvöld í EES. Endurskoðendaráð skal hafa samvinnu við lögbær yfirvöld í ríkjum innan EES, í aðildarríkjum EFTA eða í Færeyjum við eftirlit og rannsókn með störfum endurskoðenda. Á vettvangi ESB starfar sérfræðinganefnd (European Group of Auditor Oversight Bodies) sem m.a. vinnur að því að skilgreina nánar umfang samvinnu lögbærra yfirvalda. Endurskoðendaráð er þátttakandi í þessu samstarfi í gegnum EES samninginn. Ráðið hefur ekki enn sótt fundi en fylgist með þróun mála. g. Önnur mál. Á fundum sínum hefur endurskoðendaráð einnig fjallað um viðurkenningu hérlendis á námi við erlenda háskóla, þýðingarmál vegna setningar alþjóðlegra staðla og hvernig standa beri að innleiðingu staðlanna á íslandi, setningu siðareglna í samráði við Félag löggiltra endurskoðenda o.fl. Lokaorð Framundan er hjá endurskoðendaráði m.a. að undirbúa setningu nýrra reglna um gæðaeftirlit, að setja starfsreglur fyrir ráðið, að meta framlögð gögn íslenskra háskóla um nám í endurskoðun og reikningsskilum, að hefja reglubundið eftirlit með því að endurskoðendur uppfylli kröfur um endurmenntun, að annast eftirfylgni vegna reglulegs eftirlits með því að endurskoðendur hafi lögboðnar starfsábyrgðartryggingar og eftirfylgni vegna gæðaeftirlits sem nú er framundan hjá Félagi löggiltra endurskoðenda. Þar sem ráðinu ber að gæta gagnsæis við störf sín mun það m.a. gefa út skýrslu um störf sín og birta niðurstöður eftirlits. Munu þessar upplýsingar birtast á heimasíðu ráðsins sem nú er í undirbúningi. Heimíldir: Frumvarp til laga um endurskoðendur (lagt fyrir Alþingi á 135. Löggjafarþingi 2007-2008.) Þskj. 827 - 526. mál. íslenskt viðskiptaumhverfi. September 2004. Álit nefndar iðnaðar- og viðskiptaráðherra um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis. Proposal for a directive of the European Parliament and of the Council on statory audit of annual accounts and consolidated accounts and amending Council Directives 78/660/EEC and 83/349/EEC. COM(2004) 177 final. Cooperation between competent authorities within the EU. Working Document No. 5/2009. European Group of Auditors Oversight Bodies. Meeting on 9 November 2009. Bjarnveig Eiríksdóttir 38 • FLE blaðið janúar 2010

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.