FLE blaðið - 01.01.2013, Page 3

FLE blaðið - 01.01.2013, Page 3
Efni blaðsins: Fylgt úr hlaði.............................................................................. 1 Af stjórnarborði............................................................................ 2 Starfsemi FLE............................................................................... 4 Löggildingarpróf og nýir félagar 2013....................................................... 6 Skipan stjórnar og fastanefnda FLE.......................................................... 6 Flvaða áhrif hafa veiðigjöldin á virðisrýrnun aflaheimilda?................................. 7 Hver ræður?.................................................................................. 12 Hinn dæmigerði endurskoðandi!................................................................ 14 Innleiðing Descartes endurskoðunarhugbúnaðarins á íslandi.................................... 15 Félagsmenn erlendis.......................................................................... 17 Gæðaeftirlit, verklag, mat og samræming...................................................... 22 Reikningsár fyrirtækja ættu að vera mismunandi............................................... 23 Af vettvangi siðareglna...................................................................... 25 Endurskoðunarnefndir......................................................................... 27 Af hverju og hvað svo?....................................................................... 29 Golfannáll endurskoðenda sumarið 2012........................................................ 30 Samsköttun félaga............................................................................ 33 RSK 50 ára................................................................................... 38 Tollstjóri + RSK = vextir.................................................................... 42 Til hamingju með afmælið árið 2013........................................................... 43 Einyrkjar í stétt endurskoðenda og alþjóðlegir staðlar....................................... 44 Skiptistörf.................................................................................. 48 Fylgt úr hlaði Frá kynningarnefnd Félags löggiltra endurskoðenda Það er komin hefð fyrir því að FLE blaðið sé gefið út í upphafi árs, þegar niðurstöður löggildingarprófa liggja fyrir þannig að hægt sé að kynna nýja endurskoðendur í blaðinu. Eins og áður samanstendur efni blaðsins af greinum sem tengjast endurskoðunarfaginu, ásamt efni tengdu félagsstarfi og félagsmönnum. Leitað hefur verið til félagsmanna og aðila utan stéttarinnar auk þess sem félagsmenn voru hvattir til að senda inn greinar til birtingar í blaðinu. Glaðbeitt Kynningarnefnd frá vinstrí: Guðrún Torfhildur, Ólafur, Dýri og Arnar Már. Meðal efnis í blaðinu er grein frá formanni FLE og önnur frá framkvæmdastjóra. Margar faggreinar eru í blaðinu, t.d grein um hvaða áhrif veiðigjöld hafa á virðisrýrnunarpróf aflaheim- ilda, grein um einyrkja og alþjóðlega staðla, grein um sam- sköttun félaga, grein um nýjan staðal um samstæðureikn- ingsskil, grein um reikningsár fyrirtækja og grein um dráttar- vexti á inneignir í virðisaukaskatti. Þá er einnig grein sem fjallar um ráðningu nema og eftirfylgni á námstíma, grein um Descartes endurskoðunarkerfið, grein um væntanlegar breytingará siðareglum FLE, grein um endurskoðunarnefndir og lokum grein frá Ríkisskattstjóra en stofnunin varð 50 ára þann 1. október 2012. Hluti blaðsins er lagður undir umfjöllun um félagsstarfið og er golfannállinn orðinn fastur liður. Auk þess eru frásagnir af félagsmönnum sem starfa erlendis og ekki má gleyma könnun sem varð gerð til að komast að því hvernig hinn dæmigerði endurskoðandi er. Kynningarnefnd vonar að lesendur hafi gagn og gaman af efni blaðsins og færir öllum þeim sem komu að útgáfu blaðs- ins bestu þakkir fyrir þeirra framlag. Janúar 2013 Guðrún Torfhildur Gísladóttir, Dýri Guðmundsson, Ólafur Már Ólafsson og Arnar Már Jóhannesson. FLE blaðið janúar 2013 • 1

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.