FLE blaðið - 01.01.2013, Page 5
Formaður með keðjuna góðu á aðalfundi FLE í nóvember 2012. Við
hlið hans situr Knútur Þórhallsson fundarstjóri.
Vissulega er mikilvægt fyrir okkur sem stétt að vera með
skilvirkt gæðaeftirlit. Það eflir traust á verkum okkar til fram-
tíðar og verndar stéttina sem slfka til lengri tíma. Skipulag og
framkvæmd þarf að vera með sem hagkvæmustum hætti,
áhersla lögð á aðalatriði en ekki aukaatriði og meiri áhersla
lögð á áhættumeiri félög út frá samfélagslegu sjónarmiði.
Vafalaust á gæðaeftirlitið í höndum Endurskoðendaráðs eftir
að þróast enn frekar og ef til vill getum við lært eitthvað að
frændum og vinum okkar Norðmönnum í þessum efnum, en
þar á bæ hafa þeir skipt eftirlitinu í tvennt: Annars vegar er þar
um að ræða samfélagslega mikilvæg verkefni eins og einingar
tengdar almannahagsmunum (PIE) en þau gangast undir eftir-
lit hjá opinberum aðilum, þ.e. norska fjármálaeftirlitinu. Hins
vegar eru minni félög sem yfirfarin eru af fagfélaginu sjálfu.
Yfirveguð umræða í okkar hópi um gæðamál og gæðaeftirlit
er nauðsynleg á þeirri leið að ná fram niðurstöðu sem sátt ríkir
um.
Erlent samstarf er afar mikilvægt svo litlu félagi sem okkar,
m.a. vegna þess að okkur er gert að starfa eftir alþjóð-
legum stöðlum bæði hvað varðar reikningsskil og endur-
skoðun og ekki síður I Ijósi þeirra breytinga og krafna sem
Evrópusambandið hyggst setja fram. Það er okkur því nauð-
synlegt að fylgjast vel með til að geta myndað okkur skoðun
og haft áhrif á umræðuna hér heima, innan félags og á opin-
berum vettvangi. Á rétt rúmu ári hefur félagið fengið hingað
til landsins forseta FEE og framkvæmdastjóra FEE og forseta
Alþjóðasamtaka endurskoðenda (IFAC) og framkvæmdastjóra
NRF til þess að flytja erindi á ráðstefnum sem félagið hefur
staðið fyrir. Samstarfið hefur jafnframt leitt í Ijós að endurskoð-
endur í löndunum í kring glíma við sömu verkefni og við „is
audit an audit!" og svo framvegis.
Öllum má Ijóst vera að umfang og umsvif félagsins hefur vaxið
umtalsvert á síðastliðnum árum og ekki síst með tilkomu nýrra
laga um endurskoðendur sem tóku gildi í ársbyrjun 2009.
Margt í starfsemi FLE endurspeglar óskir félagsfólks um aukin
umsvif og starfsemi innan félagsins, atriði sem komu fram í
stefnumótunarvinnu félagsins á sínum tíma og árlegum skipu-
lags og verkefnafundum. Þess má jafnframt geta að á síðasta
áratug hefur félagsfólki fjölgað um rúmlega 60% eða úr um
250 í 401 og konur þar af úr 40 í 93 eða um 130%.
Ég vil þakka stjórn FLE, þeim Auði, Örnu, Friðbirni og Sturlu,
fyrir mjög gott samstarf á liðnu ári. Jafnframt vil ég þakka
öllum nefndum félagsins fyrir gott og fórnfúst starf og þá sér-
staklega formönnum nefnda sem bera hitann og þungann af
nefndarstörfum. Framkvæmdastjóra og skrifstofustjóra, þakka
ég gott og ánægjulegt samstarf. Öllu félagsfólki þakka ég svo
samstarfið á árinu sem leið og óska ykkur farsældar á nýju ári.
Sigurður Páll Hauksson
Auðsjáanlega eitthvað skemmtilegt í gangi
FLE blaðiðjanúar2013 • 3
L