FLE blaðið - 01.01.2013, Side 9

FLE blaðið - 01.01.2013, Side 9
Hvaða áhrif hafa veiðigjöldin á virðisrýrnun aflaheimilda? Magnús G. Erlendsson, verkefnistjóri hjá KPMG ehf. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum misserum í samfélaginu um fiskveiðistjómun. Á Alþingi hafa verið til umræðu viðamiklar tillögur um breytingar á núverandi fyrirkomulagi og hafa um þær verið mjög skiptar skoðanir. Þessari boðuðu heildar- endurskoðun af hálfu ríkistjórnarinnar á löggjöf um fiskveiðistjórnun er ekki lokið en þó hefur hluti framkominna tillagna þegar hlotið samþykki. Alþingi samþykkti þann 19 júní sl. lög nr. 74/2012 um veiðigjöld á sjávarútvegsfyrirtæki. Samkvæmt lögunum tekur álagning sér- staks veiðigjalds mið af reiknaðri afkomu í greininni út frá ákveðnum forsendum um arð, rekstarkostnað og fleira. Þannig taka veiðigjöldin hvorki mið af rekstarafkomu eða hagnaði viðkomandi félags eins og hefðbundin skattlagning og leggst því á félög óháð skuldsetningu og fjármagnskostnaði. í kjölfar laganna er áhugavert að skoða hver áhrif veiðigjaldanna eru á virðisrýrnunarpróf sjávarútvegsfélaga og bókfært virði þessara eigna. Frá setningu laganna hefur eitt félag, HB Grandi, birt opinberlega áhrif veiðigjaldsins á bókfært virði aflaheimilda. í árshlutareikningi félagsins kemur fram að virðisrýrnun aflaheimilda nemur 21,6 milljón evra eða rúmlega 3,5 milljörðum íslenskra króna. Markmiðið með þessari grein er að varpa Ijósi á framkvæmd virðisrýrnunarprófa aflaheimilda og þá sérstaklega hvaða áhrif hin nýsamþykktu lög hafa á framkvæmd og niðurstöðu sllkra prófa. Fyrst verður fjallað um hvernig virðisrýrnunarpróf aflaheimilda hefur verið háttað hingað til, því næst verður farið yfir nokkrar mögulegar aðferðir við að beita slíku prófi á veiðigjöldin með hlið- sjón af alþjóðareikningsskilastöðlum (IFRS). Þá verður komið inn á nokkur álitamál I tengslum við framkvæmd prófa aflaheim- ilda undir IFRS með hliðsjón af reglugerðum um ákvörðun veiðigjalda. Einnig verður sérstaklega fjallað um áhrif reglugerðar nr. 838/2012 um tímabundna lækkun veiðigjalda. Almennt um virðisrýrnunarpróf Flest sjávarútvegsfyrirtæki á íslandi sem hafa fjárfest I aflaheimildum eignfæra þær I bókhaldi en slíkar eignir teljast til óefnislegra eigna. Flest félög virðast skilgreina aflaheimildir sem óefnislega eign með ótilgreindan llftíma þ.e. vænst er til að eignin muni skila eigendum sínum ávinningi um ófyrirséða framtíð. í einhverjum tilfellum eru félög að afskrifa aflaheimildir sínar og eru þær þá afskrifaðar á löngum tíma eða allt að 20 árum. Þrátt fyrir að þessi félög geri ýmist upp samkvæmt íslenskum reikniskilastöðlum (IS-GAAP) eða alþjóðlegum reikningsskila- stöðlum (IFRS) ber þeim, í þeim tilvikum þar sem aflaheimildir eru með ótakmarkaðan líftíma, að framkvæma virðisrýrnunarpróf á bókfærðum aflaheimildum. FLE blaðið janúar 2013 • 7

x

FLE blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.