FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 23
Félagsmenn erlendis
Sigurjón Geirsson
í Ósló
Ég, Sigurjón Geirsson, fluttisttil Óslóásamtfjölskyldunni sumarið
2010. Ástæða þess að við fluttum er að eiginkona mín, Harpa
Stefánsdóttir arkitekt, er að vinna að doktorsverkefni í skipulags-
fræðum við norskan háskóla. Sjálfur er ég að vinna á ráðgjafasviði
Ernst & Young í Osló.
Ég og konan hðfum áður búið í Noregi, á árunum 1988-1993.
Þetta voru fyrstu fimm árin eftirað ég lauk háskólanámi, en þá var
konan mín í námi við Arkitektaháskólann í Ósló. Þá starfaði ég hjá
PWC a.s. Ég var þá að vinna við ytri endurskoðun einkum endur-
skoðun alþjóðlegra fyrirtækja, s.s. Nike, Reuters, og Ericsson,
auk banka og fjármálafyrirtækja. Á þessum tíma var bankakreppa
í Noregi. Ég sérhæfði mig í endurskoðun banka og fjármála-
fyrirtækja, með áherslu á m.a. mat á útlánum og yfirtökueignum
bankanna. Jafnt nú sem og þá hefur aðalviðfangsefni mitt innan
endurskoðunar og ráðgjafar í Noregi verið fjármálafyrirtæki og
stærri alþjóðleg fyrirtæki.
Norðmenn lærðu mikið af bankakreppunni. Þeir leggja mikla
áherslu á aga, nákvæmni og gott skipulag í stjórnsýslu og rekstri
fyrirtækja, ekki síst þegar kemur að rekstri fjármálafyrirtækja. Því
standa þeir mjög framarlega þegar kemur að áhættustýringu og
innra eftirliti hjá bönkum og fjármálafyrirtækjum. Þar hafa Norð-
menn tileinkað sér vandvirkni ásamt öguðum en um leið skilvirk-
um vinnubrögðum. Ég tel að íslendingar geti lært mikið af Norð-
mönnum á þessum sviðum.
Það er ýmislegt við vinnustaði í Noregi sem er öðruvísi en hér
á landi. Norðmenn leggja mikla áherslu á að vinna markvisst og
nákvæmt, svo mikið verði úr verki. Frítíminn er svo verðlagður
hátt sem gerir það að það að verkum að lítill tími gefst oft til að
kynnast samstarfsfélögum. Menn eru duglegir að einbeita sér og
vinna skipulega og gera sömu kröfur til sinna samstarfsfélaga.
Á íslandi gerir fólk hluti gjarnan meira eftir sínu eigin höfði. Hér
verður vinnudagurinn því oft á tíðum lengri, án þess að það skili
sér þó endilega í samsvarandi vinnuafköstum.
Um þessar mundir eru ég og fjölskylda mín að flytja heim aftur og
hef ég tekið við stöðu yfirmanns ráðgjafasviðs Ernst and Young
á íslandi. Ég mun hins vegar halda stöðu minni í fjármálateymi
Ernst & Young á Norðurlöndunum, Ernst & Young Norden, og
sinna áfram verkefnum úti samhliða störfum mínum hér á landi.
I
Læknir kemur inn til sjúklings sem bíður eftir nýju hjarta. „Ég er með góðar fréttir" segir
læknirinn „þetta er afar óvenjulegt, en við getum valið milli tveggja líffæragjafa". „Við hvað
störfuðu þeir" spyr sjúklingurinn. „Annar var kennari, en hinn var endurskoðandi" segir
læknirinn. „Ég vel hjarta endurskoðandans" segir sjúklingurinn „Þá er ég öruggur um að það
sé lítið notað".
Læknir kemur til sjúklings og segir „Ég er með slæmar fréttir, þú átt einugis 6 mánuði ólifaða".
„Ó nei, hvað get ég gert" spyr sjúklingurinn. „Ég mæli með að þú finnir þér endurskoðanda og
giftist honum" segir læknirinn. „Mun ég lifa lengur ef ég geri það" spyr sjúklingurinn. „Nei"
segir læknirinn „ en þér mun alveg örugglega líða eins og þú hafir gert það"
FLE blaðið janúar 2013 • 21