FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 24

FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 24
Gæðaeftirlit, verklag, mat og samræming Valgerður Kristjánsdóttir er formaður gæðanefndar FLE í grein þessari leitast gæðanefnd við að veita félagsmönnum FLE innsýn í framkvæmd gæðaeftirlits sem sinnt er á vegum FLE, hvers sá sem sætir eftirliti megi vænta og hver taki ákvörðun um endanlega niðurstöðu. í samræmi við lög um endurskoðendur sem tóku gildi þann 1. janúar 2009 er það hlutverk FLE að annast gæðaeftirlit í samráði við endurskoðendaráð, sbr. 4. tl. 13. gr. og laga nr. 79/2008 um endurskoðendur. Markmið gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda er að tryggja að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga nr. 79/2008 um endurskoðendur, siða- reglur Félags löggiltra endurskoðenda og aðrar reglur sem taka til starfa endurskoðenda þ.m.t. alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Þá beinist gæðaeftirlitið ennfremur að því að kanna hvort endurskoð- unarfyrirtæki hafi uppfyllt ákvæði um gæðastjórnunarkerfi sam- kvæmt alþjóðlega gæðastaðlinum ISQC 1 (International Standard on Quality Control 1). Gæðaeftirlitinu er stýrt af endurskoðendaráði, sbr. 3. tl. 2. mgr. 15. gr. laga nr. 79/2008 um endurskoðendur. Þar kemur fram að endurskoðunarráð skuli fylgjast sérstaklega með að reglulegt gæðaeftirlit með störfum endurskoðenda og endurskoðunarfyrir- tækja fari fram. Hlutverk gæðanefndar er að annast framkvæmd gæðaeftirlitsins í umboði endurskoðendaráðs. Allir félagsmenn FLE hafa kost á því að gerast gæðaeftirlitsmenn, en FLE auglýsir árlega eftir aðilum sem hafa áhuga á að sinna þessu verkefni. Fyrir gæðaeftirlit 2012 eru 17 löggiltir endurskoð- endur gæðaeftirlitsmenn og áætlað er að 38 aðilar sæti eftirliti. Aðkoma gæðanefndar FLE hefst að hausti hvers árs og fyrsta verk nefndarinnar er að hitta eftirlitsmenn á námskeiði sem hald- ið er á vegum nefndarinnar til undirbúnings fyrir gæðaeftirlitið. Endurskoðendaráð ákveður hverjir skuli sæta gæðaeftirliti hverju sinni og sendir boðunarbréf til viðkomandi aðila þar sem þeim er tilkynnt um fyrirhugað eftirlit. Framkvæmdastjóri FLE sendir þeim sem sæta gæðaeftirliti bréf um sameiginlegan skilning á fram- kvæmd gæðaeftirlitsins. Þegar undirritað bréf um sameiginlegan skilning liggur fyrir geta gæðaeftirlitsmenn framkvæmt sjálft eftir- litið með heimsókn til þeirra sem sæta eftirliti. Grundvöllur framkvæmdar gæðaeftirlitsins eru fjórir gátlistar sem birtir eru með reglum um framkvæmd gæðaeftirlits (771/2012). Gátlisti 1 varðar ákvæði laga og reglna, gátlisti 2 varðar endur- skoðunarfyrirtækið og innra gæðakerfi þess, gátlisti 3 varðar yfirferð einstakra endurskoðunarverkefna og gátlisti 4 varðar einingar tengdar almannahagsmunum. Gæðaeftirlitsmenn meta hvaða gátlistar eru viðeigandi hverju sinni. Reglurnar ásamt gát- listum má finna á vef Atvinnuvegaráðuneytisins sem og innri síðu FLE. Gæðaeftirlitsmenn framkvæma gæðaeftirlitið með yfirferð á þeim spurningum sem fram koma í gátlistunum og yfirferð á við- eigandi gögnum hjá endurskoðandanum. Eftirlitsmenn fylla síðan út gátlistana á grundvelli þeirrar yfirferðar. Þegar gæðaeftirlitsmenn hafa lokið heimsókn sinni og fyllt út við- eigandi gátlista útbúa þeir eftirlitsskýrslu þar sem fram kemur niðurstaða þeirra. í eftirlitsskýrslunni kemur fram hvort um alvar- legar athugasemdir var að ræða og fjöldi þeirra ef við á, sama á við um ábendingar. Eftirlitsmenn taka ekki afstöðu eftir skoðun sína, heldur er það endurskoðendaráð sem metur niðurstöður gæðaeftirlitsins og tekur afstöðu til frekari meðferðar á grundvelli ákvæða laga um endurskoðendur. Eftirlitsskýrslan er send gæðanefnd til yfirferðar áður en hún er birt aðilum sem sæta gæðaeftirliti. Þetta vinnulag var framkvæmt í fyrsta sinn í gæðaeftirliti 2011, en gæðanefnd hefur m.a. það hlut- verk að samræma eftirlitsskýrslur. Gæðanefnd les yfir allar eftirlit- skýrslur og gátlista og metur hvort samræmi sé í mati gæðaeftir- litsmanna á alvarlegum athugasemdum og ábendingum. Þetta er gert til að tryggja að sambærileg athugasemd sé ekki skilgreind sem alvarleg athugasemd á einum stað en ábending a öðrum. Við yfirferð gæðanefndar á einstökum eftirlitsskýrslum er nafn- leyndar gætt. Gæðanefnd framkvæmir alla sína yfirferð á númer- um en aðeins framkvæmdastjóri FLE, endurskoðendaráð og við- komandi gæðaeftirlitsmenn vita hverjir sæta eftirliti hverju sinni. Gæðaeftirlitsmenn eru bundnir þagnarskyldu um allar upplýsingar sem þeir fá vitneskju um í störfum sínum, sem og gæðanefnd og framkvæmdastjóri FLE. Allir þessir aðilar undirrita sérstaka yfirlýs- ingu um óhæði og þagnarskyldu áður en gæðaeftirlitið sjálft hefst. Þegar gæðanefnd hefur lokið yfirferð á eftirlitsskýrslum senda gæðaeftirlitsmenn þeim sem sætir gæðaeftirliti eftirlitskýrsluna. í samræmi við reglur um framkvæmd gæðaeftirlits með störfum endurskoðenda nr. 771/2012 fá aðilar tíu daga andmælarétt frá þeim degi sem þeir hafa móttekið skýrsluna. Hafi ekki borist svar innan þess tíma verður litið svo á að andmælarétturinn verði ekki nýttur og ofangreindri skýrslu því skilað til endurskoðendaráðs án andmæla eða athugasemda. Endanleg niðurstaða gæðaeftirlitsins er í höndum endurskoð- endaráðs en Félag löggiltra endurskoðenda kemur ekki að þeim hluta gæðaeftirlitsins. Endurskoðendaráð byggir niðurstöður sínar á eftirlitskýrslum gæðaeftirlitsmanna og tekur afstöðu til frekari meðferðar á grundvelli ákvæða laga um endurskoðendur. Mikilvægt er að hafa í huga að markmið gæðaeftirlitsins er að tryggja að endurskoðendur og endurskoðunarfyrirtæki ræki störf sín í samræmi við ákvæði laga og reglna sem gilda um endur- skoðendur. Gæðaeftirlit getur einnig verið vettvangur til að miðla þekkingu og auka víðsýni starfandi endurskoðenda, bæði þeirra sem sæta eftirliti sem og þeirra sem annast framkvæmd þess. Valgerður Kristjánsdóttir 22 • FLE blaðiðjanúar2013

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.