FLE blaðið - 01.01.2013, Page 28

FLE blaðið - 01.01.2013, Page 28
með að eitthvað verði slakað á því hvenær beri að upplýsa stjór- nendur, sérstaklega hvað varðar minniháttar brot á reglunum. 20. desember 2011 gaf nefndin út birtingardrög um breytingar á þeim ákvæðum siðareglnanna sem varða hagsmunaárekstra (Conflicts of Interest) og hvernig á að bregðast við þeim. í drögunum er verið að breyta köflum 220 og 310 sem fjalla um hagsmunaárekstra. í stuttu máli gera drögin ráð fyrir ítar- legri kröfum og veita meiri leiðbeiningar til endurskoðenda um hvernig á að nota úrlausnaraðferðir siðareglnanna til að auðkenna, meta og taka á hagsmunaárekstrum. Nánar er skil- greint hvað felst í hugtakinu hagsmunaárekstrar og í drögunum eru dæmi um hagsmunaárekstra. Birtingardrögin kalla einnig eftir því að endurskoðandinn sé vakandi fyrir hagsmunum og tengslum sem upplýstur þriðji aðili væri líklegur til að álykta að gætu ógnað fylgni við grundvallarreglur siðareglnanna. Að lokum skerpa tillögurnar á ákvæðum siðareglnanna hvað varðar ógnanir sem geta skapast vegna þóknunar og hvatakerfa. Breytingunum er ætlað að einfalda siðareglurnar og auka nota- gildi þeirra, ekki er verið að leggja til breytingar sem reiknað er með að komi til með að hafa mikil áhrif á starfsemi endurskoð- enda. Við útgáfu birtingardraganna var reiknað með því að klára þessar breytingar fyrri hluta árs 2012 og gefa 18 mánaða frest til aðildarfélaga til að innleiða hann. Þessi tímaáætlun hefur riðl- ast, nefndin ætlar að íhuga breytingar á orðalagi á fundi sínum í desember 2012, en hefur ekki gefið út hvenær hún ætlar sér að gefa út endanlegar breytingar. í lok febrúar 2012 gaf nefndin út birtingardrög um breytingu á skilgreiningu siðareglnanna á hugtakinu „Engagement team", eða „verkefnateymi" eins og það er í fslensku útgáfunni. Þessi breyting er tilkomin vegna uppfærslu á endurskoðunarstaðli (ISA) 610, en margir höfðu bent á að uppfærslan á ISA 610 sem tekur m.a. til þess þegar innri endurskoðandinn veitirytri endur- skoðandanum beina aðstoð, myndi þýða að innri endurskoð- endurnir myndu þá teljast hluti af verkefnateyminu og þar með falla undir óhæðiskröfur siðareglnanna. Með það að markmiði að taka á þessu ósamræmi leggur nefndin til að sérstaklega verði tekið á þessu tilviki í skilgreiningunni á verkefnateymi þannig að innri endurskoðandinn teljist ekki hluti af teyminu. Nefndin ætlaði sér að klára þessa breytingu á fyrri hluta árs 2012, og gefa meðlimum 3 mánuði til að breyta siðareglum sfnum, en þegar þetta er skrifað hefur nefndin ekki enn gefið þessar breytingar endanlega út. Undir lok júlí 2012 gaf nefndin út birtingardrög um breytingu á skilgreiningu siðareglnanna á hugtakinu „Those Charged with Governance", eða „Stjórnendur" eins og það er í íslensku útgáfunni. Þessi breyting hefur það að markmiði að færa skil- greiningu siðareglnanna nær þeirri skilgreiningu sem er að finna í endurskoðunarstaðli (ISA) 260 sem fjallar um samskipti við stjórnendur. Auk þess að uppfæra skilgreininguna sjálfa þá kall- ar þessi breyting á breytt orðalag og viðbætur við þær greinar siðareglnanna sem vísa til stjórnenda. Ekki er reiknað með að þessar breytingar kalli á neinar breyt- ingar í starfsháttum endurskoðenda. Markmið nefndarinnar er að gefa þessa breytingu út í árslok 2012 og gefa aðildarfélögum eitt ár til að innleiða þessa breytingu. Nýjustu birtingardrög nefndarinnar voru gefin út í ágúst 2012 og hafa þau vakið nokkra athygli á almennum vettvangi. Birtingardrögin fjalla um það hvernig endurskoðendur eiga að bregðast við ólöglegu athæfi starfsmanna eða viðskiptavina, hvort sem þeir eru starfandi endurskoðendur eða endurskoð- endur sem starfa við annað en endurskoðun. Bætt verður við siðareglurnar tveimur nýjum köflum, kafla 225 og kafla 360, Viðbrögð við grun um ólöglegt athæfi, auk við- bóta við aðra kafla. Kaflinn lýsir þeim tilvikum þar sem endur- skoðandinn er skyldugur til eða þess er vænst af honum að hann rjúfi trúnað og upplýsi um athæfið til viðeigandi yfirvalda, en trúnaður er eitt af fimm grundvallaratriðum siðareglnanna. Þessir nýju hlutar siðareglnanna eiga að gefa skýrar línur um það hvernig endurskoðandinn á að bregðast við ef stjórnendur bregðast ekki við athæfinu með viðeigandi hætti. í birtingar- drögunum er m.a. tiltekið að það að segja upp viðskiptavini eða hætta störfum hjá vinnuveitanda kemur ekki í stað þess að upplýsa viðeigandi yfirvöld krefjist siðareglurnar þess að slíkt sé gert. Nefndin ætlar sér að afgreiða endanlegar breytingar seinni hluta árs 2013 og að gefa aðildarfélögum árs frest til að innleiða breytingarnar. Þegar þetta er skrifað er fresturinn til að koma með ábendingar ekki liðinn, en fróðlegt verður að sjá hvernig hagmunaaðilar munu bregðast við þessum birtingardrögum. Fleiri birtingardraga er sennilega að vænta á næstunni, en meðal þess sem Siðanefnd IFAC er að íhuga er hvort ákvæði siðareglnanna um starfstíma lykilendurskoðenda séu enn viðeigandi, sem og ákvæði varðandi aðra þjónustu en endur- skoðun. Þar sem FLE er aðildarfélag að IFAC munu breytingar þær sem alþjóðlega nefndin er að gera á siðareglunum að öllum líkindum rata beint inn í Siðareglur FLE. Miðað við áætlaðan útgáfutíma á breytingunum sem fjallað var um hér að ofan er ekki ólíklegt að fjallað verði um breytingar á Siðareglum FLE á næsta aðalfundi félagsins. Sigurður M. Jónsson 26 • FLE blaðið janúar 2013

x

FLE blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.