FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 33

FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 33
Golfannáll endurskoðenda sumarið 2012 Auðunn Guðjónsson er löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf. lnnanlandsdeild Eftir farsæla umsjón meö golfmótum stéttarinnar á innanlands- vettvangi í allmörg ár skipuðu þeir Sigurður Tómasson og ívar Guðmundsson þrjá endurskoðendur til að taka við umsjóninni. Er full ástæða til að þakka þessum herramönnum vel unnin störf í þágu golfhefðar stéttarinnar. Þeir þrír sem tóku við kefl- inu eru þeir Ragnar J. Bogason, Auðunn Guðjónsson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson. Umsjónarmenn þessir hafa, væntanlega af sögulegum ástæð- um, gjarnan verið nefndir einvaldar. Þó að hugtakið fari ekki vel í fleirtölu breytir það ekki því að umsjónarmennirnir geta nýtt sér stjórnunaraðferðir þess sem einn hefur valdið. Umsjónarmennirnir munu sjálfir skipa eftirmenn sína þegar þeim sýnist og ekki verður séð að takmarkanir séu á starfstíma þeirra, þ.e.a.s. reglur um hringlun (e. rotation) eiga ekki við. Þrátt fyrir öll þessi völd tóku umsjónarmennirnir ekki ákvarð- anir um róttækar breytingar á eðli og umfangi starfsemi þess- arar sem birtist með þeim hætti að mótahald sumarsins með svipuðu sniði og undanfarin ár. Haldin voru tvö golfmót, annars vegar sveitakeppni við tannlækna og hins vegar meistaramót FLE. Að leik loknum stillu endurskoðendur sér upp fyrir myndatöku ánægðir með daginn. FLE blaðið janúar 2013 • 31

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.