FLE blaðið - 01.01.2013, Page 35
Samsköttun félaga
Steingrímur Sigfússon er löggiltur endurskoðandi hjá KPMG ehf.
Almennt um samsköttun
Með lögum nr. 154/1998 var gerð sú breyting á lögum um tekjuskatt að heimiluð var samsköttun hlutafélaga. Heimildin er nú [ 55.
gr. laga nr. 90/2003 um tekjuskatt og hljómar hún þannig:
„Ríkiskattstjóri getur heimitað að tvö eða fleiri hlutafélög, sbr. 1. tölul. 7. mgr. 2. gr„ séu skatt-'lögð saman. Skilyrði samsköttunar
eru að eigi minna en 90% hlutafjár ídótturfélögum sé í eigu móðurfélagsins sem óskar samsköttunar eða annarra dótturfélaga sem
einnig taka þátt I samsköttuninni. Jafnframt hafi öll hlutafélögin sama reikningsár og eignarhald hafi varað allt reikningsárið, nema
þegar um nýstofnuð dótturfélög er að ræða eða slit á dótturfélagi. Samsköttun skal að lágmarki standa I fimm ár og ef samsköttun
er slitið er ekki heimilt að fallast á hana að nýju fyrr en að liðnum fimm árum frá því að henni var slitið. Samsköttun skal þó falla niður
með félagi sé það tekið tilgjaldþrotameðferðar eða sæti slitameðferð, sbr. Wl.gr. laga nr. 161/2002.
Umsókn um samsköttun skal belnt til ríkisskattstjóra eigi síðar en þrjátíu dögum fyrir lok framtalsfrests vegna þess tekjuárs sem
óskað er eftir að verði samskattað.
Við samsköttun skal tekjuskattur af samelginlegum tekjuskattsstofni allra hluta-ifélaga sem taka þátt í samsköttuninni lagður á
móðurfélagið en öll hlutafélögin bera sam-ieiginlega ábyrgð á skattgreiðslum. Þó er ríkisskattstjóra heimilt að leggja tekjuskatt á hvert
og eitt félag óski hlutafélögin í samsköttun sérstaklega eftir því.
Tap sem verður á rekstri eins eða fleiri samskattaðra hlutafélaga má draga frá tekjum hinna áður en tekjuskattur er reiknaður. Þó skal
viðkomandi tekjuár ávallt gert upp áður en tekið er tillit til yfirfæranlegs taps fyrriára. Yfirfæranlegt tap hlutafélags sem stafar af rekstri
frá því fyrir samsköttun má aðeins nýta íþvf félagi.
Nú er dótturfélag í eigu samvinnufélags eða sparisjóðs og gilda þá ákvæði þessarar greinar, enda sé skilyrðum hennar fullnægt.
Ráðherra er heimilt að setja í reglugerð nánari reglur um samsköttun móður- og dótturfélaga, svo sem um nýtingu taps á milli félaga."
Markmiðið með þessari breytingu á lögunum var að gera móður- og dótturfélögum kleift að vera ein skattaleg eining þannig að
heildartekjuskattur allra félaganna verði ekki hærri en hann hefði orðið ef öll starfsemi félaganna hefði verið rekin í einu félagi.
Heltu atriði laganna eru þessu:
1. Skilyrði samsköttunar:
a. Móðurfélag þarf að eiga a.m.k. 90% hlutafjár í samsköttuðum dótturfélögum, annað hvort beint eða í gegnum önnur
dótturfélög sem þátt taka í samsköttuninni.
b. Félögin sem taka þátt í samsköttuninni þurfa öll að hafa sama reikningsár.
c. Eignarhald þarf að hafa varað allt reikningsárið, nema þegar um er að ræða nýstofnuð dótturfélög eða slit á dótturfélagi.
2. Samsköttun þarf að vara að lágmarki í fimm ár.
3. Sé samsköttun slitið er ekki heimilt að fallast á hana að nýju fyrr en að fimm árum liðnum.
4. Móðurfélaginu ber að sækja um samsköttun og þarf umsóknin að hafa komið fram eigi síðar en þrjátíu dögum fyrir lok framtals-
frests.
5. Tekjuskattur af sameiginlegum tekjuskattsstofni allra félaganna sem taka þátt í samsköttuninni skal lagður á móðurfélagið.
6. Félög sem taka þátt í samsköttuninni bera sameiginlega ótakmarkaða ábyrgð á skattgreiðslum.
7. Skattstofn:
a. Tap sem verður á rekstri eins eða fleiri samskattaðra félaga má drag frá tekjum hinna áður en tekjuskattur er reiknaður.
b. Viðkomandi tekjuár verður alltaf að gera upp áður en tekið er tillit til yfirfæranlegs taps fyrri ára.
c. Yfirfæranlegt tap sem stafar af rekstri frá því fyrir samsköttun má aðeins nýta í því félagi.
FLE blaðið janúar 2013 • 33