FLE blaðið - 01.01.2013, Side 38
c. Hagnaður sem stendur eftir, eftir nýtingu taps hvers félags fyrir sig er deilt hlutfallslega út á þau töp sem mynduðust á
samsköttunartímanum.
d. Þar sem öll töp sem mynduðust á samsköttunartímanum hafa verið nýtt og A er ennþá með hagnað getur A að lokum
nýtt það tap sem það á frá því fyrir samsköttun.
Önnur álitamál
Samsköttun félaga byggir á því að félög með hagnað á einu ári geta nýtt sér skattaleg töp annarra félaga á sama ári eða yfirfæranleg
töp sem myndast hafa á samsköttunartímanum á móti hagnaðinum. Hér er um að ræða að skattstofnar félaganna eru lagðir saman
eftir ákveðnum reglum. Það þarf því að leiða fram skattstofna allra félaganna áður en framkvæmd er jöfnun innan ársins, þ.e. félagið
þarf að hafa nýtt sér allar þær skattalegu ráðstafanir sem því er heimilt að nýta og það kýs að nýta sér. Hér geta ýmis ákvæði skatta-
laganna stangast á við ákvæði 55. gr. um samsköttun þ.e. um nýtingu yfirfæranlegra tapa.
í þessu sambandi má benda á eftirfarandi atriði:
í 14. gr. laga nr. 90/2003 er fjallað um heimild skattaðila til að fyrna eignir, á móti skattskyldum söluhagnaði fyrnanlegra eigna eða
heimild til frestunar á skattlagningu um tvenn áramót. Fyrning eða frestun tekjufærslu samkvæmt þessari grein kemur því aðeins til
greina að yfirfæranleg rekstrartöp hafi verið jöfnuð.
Sömu skilyrði eru fyrir nýtingu heimilda til frestana og fyrninga í bráðabirgðaákvæðum XXXVI og XLIV vegna niðurfellinga skulda þ.e.
að rekstrartap ársins og yfirfæranleg töp þurfa að hafa verði jöfnuð.
Eins og áður hefur komið fram þá mega félög sem taka þátt í samsköttun ekki nýta eldri töp fyrr en að framkvæmd hefur verið jöfnun
innan ársins og þau mega ekki nýta töp frá því fyrir samsköttun nema að töp annarra félaga sem myndast hafa á samsköttunartím-
anum hafi verið nýtt að fullu.
Hér er því ákveðinn ómöguleiki að uppfylla samtímis skilyrði 55. gr. og sérákvæði um tapsnýtingu í öðrum greinum.
Að minu mati skulu almenn ákvæði 55. gr. um tapsnýtingu víkja fyrir sérákvæðum um tapsnýtingu. Því eigi félög sem ætla að nýta
sér t.d. ákvæði 14. gr. að nýta eldri töp áður en til jöfnunar innan ársins kemur. Skattstofn þeirra félaga vegna viðkomandi árs við
jöfnun innan ársins verður því 0 og eldri töp bæði fyrir samsköttun og þau sem myndast hafa á samsköttunartímanum eru leiðrétt
m.t.t. nýtingarinnar.
Ef þetta væri ekki gert með þessum hætti þá væri verið að ganga á rétt félagsins til að nýta sér flýtifyrningar eða heimildir til frestunar
á tekjufærslu hagnaðar vegna þess að önnur félög í samsköttuninni eru með tap á viðkomandi ári eða eiga eldri skattaleg töp sem
myndast hafa á samsköttunartímanum.
Hér ber einnig að benda á mikilvægi þess að félög sem eru að nýta tap annarra félaga í samsköttun þurfa að greiða fyrir nýtingu
tapsins þar sem þau eru að ganga á eignir/ réttindi viðkomandi félaga. Sé það ekki gert má líta svo á að þau félög sem láta af hendi
tap til að mæta hagnaði annarra félaga séu að gefa þeim eignir/ réttindi sem ættu þá að vera skattskyld í hendi móttakanda.
Skattskil
Eins og fram kemur í lögunum er tekjuskattur þeirra félaga sem taka þátt í samsköttuninni lagður á móðurfélagið. Til að þetta sé
hægt þarf að flytja skattstofna viðkomandi félaga af framtali þeirra yfir á móðurfélagið og er gert ráð fyrir því í reit 4382 „Skattaleg
leiðrétting vegna samsköttunar", að öðru leyti gerir skattframtalið ekki ráð fyrir samsköttun félaga. Hvergi er haldið utan um hvaða
töp félaganna eru nýtanleg í samsköttun og hvaða töp eru frá því fyrir samsköttun. Einnig má benda á þau vandkvæði sem skapast
í framtali móðurfélags þegar gera þarf grein fyrir skattstofnum dótturfélaga hjá móðurfélaginu, en móðurfélagið á yfirfæranlegt tap
frá því fyrir samsköttun. Til að hægt sé að sýna réttan skattstofn á framtali móðurfélagsins þarf að taka yfirfæranleg töp þess frá
því fyrir samsköttun út úr framtalinu. Við gerð framtals á næsta ári þarf siðan að setja gömlu töpin inn á framtalið á ný, en þá kemur
athugasemd í kerfinu um að eldri töp stemmi ekki við töp samkvæmt framtali fyrra árs og framtal móðurfélagsins gefur þar með ekki
rétta mynda af skattalegri stöðu þess I árslok.
36 • FLE blaðið janúar 2013