FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 41

FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 41
Væntingar voru því miklar í byrjun og þeim átti lítt eftir að linna næstu ár og áratugi. Sigurbjörn hóf ásamt þremur starfsmönnum formlega störf hinn 1. október 1962 á þeim degi sem gildistaka laganna varð. Beitti Sigurbjörn sér fljótlega fyrir ýmsum nýjung- um, m.a. setti ríkisskattstjóri ítarlegar leiðbeiningar um hvernig landsmenn skyldu standa að framtalsskilum í stóru sem smáu. Regluverkið við framtalsskil varð allt skýrara og settar reglur urðu sýnilegar. Reglugerð nr. 245/1963 markaði mikil tímamót. Þá birti ríkisskattstjóri árlega (tarlegar upplýsingar, lengst af sem átt- blöðung, er fjölmargir framteljendur tóku til hliðar til að hafa sér til halds og trausts þegar að framtalsgerðinni kom, og birtust þær upplýsingar m.a. f dagblöðum. Eyðublaðagerð tók miklum fram- förum og samræmi við ýmis framkvæmdaratriði komst smám saman á. Samræmingarhlutverk ríkisskattstjóra varð hvað skýrast í þvf ákvæði laganna að ríkisskattstjóra bæri að hafa eftirlit með störf- um skattstjóra og sjá til þess að sem best samræmi væri í störf- um þeirra. Þá var ríkisskattstjóra ætlað að leiðbeina skattstjórum og eftir atvikum starfsmönnum þeirra um skattaleg málefni, m.a. með því að senda þeim afrit af þeim úrskurðum ríkisskattanefnd- ar sem telja mátti að hefðu almennt gildi. Þá var rfkisskattstjóra fengið það vald að hann gat að eigin frumkvæði rannsakað hvert það atriði sem framkvæmd laganna varðaði. Upplýsingaskyldan var einnig afdráttarlaus þar sem rfkisskattstjóra var veitt heimild til að krefjast allra upplýsinga frá bönkum, sparisjóðum og öðrum peningastofnunum þegar athugun á framtölum stóð yfir. Þá var ríkisskattstjóra heimilt að breyta ákvörðun skattstjóra ef efni stæðu til slíks. Starfsmönnum hins nýja ríkisskattstjóraembættis fjölgaði hægt til að byrja með en þegar stofnuð var rannsóknardeild við embættið með lögum frá árinu 1964 kom aukinn mannafli. Sérstakt emb- ætti skattrannsóknarstjóra við ríkisskattstjóraembættið var stofn- að árið 1965 og stýrði skattrannsóknarstjóri rannsóknardeildinni hjá ríkisskattstjóra. Var þetta nokkuð óvenjulegt fyrirkomulag að sjálfstætt skipaður embættismaður stýrði einingu annars embættismanns. Því var svo breytt í ársbyrjun 1993 þegar nýtt embætti skattrannsóknarstjóra ríkisins var stofnað með lögum nr. 111/1992. Eftir því sem árin liðu óx ríkisskattstjóraembættinu ásmegin en annir voru gríðarlega miklar. Mikill fjöldi margvíslegra stærri og smærri erinda bárust embættinu og mörg síðbúin framtöl bárust. Voru þess dæmi að beiðnir um leiðrétt framtöl tóku til allt að ára- tugar aftur f tfmann. Ríkisskattstjóraembættið mótaðist eðlilega fyrstu árin af áherslum Sigurbjörns en hann var óumdeilanlega afburðamaður hvað varðaði þekkingu og skilning á eðli skattlagn- ingar. Lagði Sigurbjörn metnað sinn í að embættið kæmi festu á skattframkvæmdina með skýrum reglum þannig að framtelj- endum öllum væri Ijóst að hverju þeir gengu og skattákvarðanir byggðust á settum reglum. Á fyrstu árum embættis ríkisskattstjóra kom til umræðu áhugi manna á að taka upp staðgreiðslu opinberra gjalda. Drjúgur hluti af störfum Sigurbjörns á embættistíma hans var fólginn í athug- unum á því hvort unnt væri að taka upp staðgreiðslu opinberra gjalda hérlendis og hvernig að undirbúningi slíkrar breytingar skyldi standa. Raunar var það svo að þegar eftir að Sigurbjörn hafði tekið við störfum ríkisskattstjóra, áður en skrifstofa emb- ættisins var opnuð, varði hann nokkrum tíma í að kanna mögu- leika á því að koma á staðgreiðslukerfi. Á þessum árum átti meginhindrun þess að ekki var tekin upp staðgreiðsla rót sína að rekja til þess að ekki náðist nægjanleg samstaða um að ein- falda skattareglur samhliða upptöku á staðgreiðslu. Við það sat áratugum saman og það var ekki fyrr en eftir að Sigurbjörn hafði látið af starfi sem ríkisskattstjóri að staðgreiðsla opinberra gjalda varð að veruleika á árinu 1987, en þá var aldarfjórðungur liðinn frá stofnun embættisins. Verður víkið að því síðar í grein þessari. Ríkisskattstjóraembættið og starfsmenn þess gengu í gegnum miklar skattalagabreytingar á fyrstu 20 árum embættisins. Enginn vafi er þó á að með lögum nr. 40/1978 urðu meiri breyt- ingar á efnisþáttum skattalaga en áður hafði verið um langt ára- bil. Undirbúningur þessa var umfangsmikill og framtalsgerð var gjörbreytt með því að framtölin voru gerð tölvutæk. Ný eyðublöð voru tekin upp og allt yfirbragð framtalsins var gjörbreytt eftir 1980. Kallaði þetta á breytingar á starfsháttum og horft var til enn meiri breytinga á komandi árum. Með lögum 40/1978 var skattlagningu atvinnurekstrar breytt með nýjum efnisreglum svo sem verðbreytingarfærslunni sem var við lýði í ein 20 ár. Skattlagning einstaklinga utan atvinnu- rekstrar tók sömuleiðis miklum breytingum, einkum með þvi að skattlagningu hjóna var breytt í það horf að skattleggja hvort hjóna af eignum, þótt eignasköttun yrði áfram sameigin- leg. Frádráttarliðum var endurskipað samkvæmt 30. gr. laga nr. 40/1978 og án efa var þar merkast svokallaður fastur 10% frádráttur. Reiknaðar tekjur vegna eigin húsnæðis voru felldar niður og sömuleiðis frádráttur vegna viðhalds íbúðarhúsnæðis til eigin nota. Það var lítil eftirsjá að þeim frádráttarlið sem árum saman hafði skapað miklar deilur milli framteljenda og skattyfir- valda hvað teldist vera viðhald og hvað nýsmíði húsnæðis. Þá var með lögunum frá 1978 ætlunin að leggja til grundvallar fram- tölin eins og þau voru send inn að teknu tilliti til breytinga samkv. 95. gr., en eftir álagningu færi fram endurskoðun framtala með tölvuúrtaki á grundvelli svokallaðra ábendinga. Þetta komst þó aldrei almennilega til framkvæmda og innleiðing skattalagabreyt- inganna með lögum 40/1978 var bæði erfið og tímafrek. III. Staðgreiðsla og virðisaukaskattur Árin 1987-1991 eru þó sennilega annað mesta breytingaskeið embættisins, en á því tímabili var öllum helstu tekjuöflunar- kerfum ríkissjóðs og sveitarfélaga gjörbreytt með upptöku á staðgreiðslu opinberra gjalda, virðisaukaskatti í stað söluskatts, tryggingargjaldi og niðurfellingu aðstöðugjalds. Þá hafði Garðar Valdimarsson tekið við embætti ríkisskattstjóra frá 1. júlí 1986 en Sigurbjörn hafði að eigin ósk látið af störfum á þeim tíma. Kom það því í hlut Garðars og samstarfsmanna hans að koma hinum miklu skattalagabreytingum í framkvæmd og leiða breytingar á starfsháttum sem af þeim leiddu. Við upptöku á staðgreiðslu og FLE blaðið janúar2013 • 39

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.