FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 48

FLE blaðið - 01.01.2013, Síða 48
skoðunar. Talsverð áhöld sýnast vera um það hvort staðlarnir hafa tekið gildi og hefur í því sambandi sérstaklega verið vísað til nefndar sem skilaði áliti um endurskoðendur. Þó að sú skýrsla sé ekki gallalaus hefur hún samt hvergi nærri fengið þá umfjöllun sem hún á skilið hjá félagsskap endurskoðenda eða öðrum aðilum sem ættu að láta málið sig varða. Hér eru ekki efni til að ræða þetta fyrrnefnda ágreiningsatriði frekar en bundnar við það vonir að Umboðsmaður alþingis skeri úr um málið. Þess í stað skal orðum beint að hinu ágreiningsefninu sem lýtur að hvort hið gamla verklag geti rúmast innan fyrirmæla laga að óbreyttu og þá ennfremur að framkvæmd á gæðaeftirliti sem fram fer á vegum Endurskoðendaráðs. Endurskoðun hefur ekki tilgang í sjálfu sér. Hana er aldrei unnt að skilja frá viðfangsefninu sem endurskoðunin beinist að, þ.e. reikningsskilum. Með hliðsjón af því er Ijóst að mat á rannsóknarvinnu verður ávallt að skoða með hliðsjón af þeim reiknings- skilum sem eru til skoðunar hverju sinni. Framkvæmd gæðaeftirlits hlýtur því fyrst og fremst að taka mið af því sem reikn- ingsskilin sýna. Eftirlitsaðilar hljóta því að spyrja með hliðsjón af stöðlum hvaða rannsóknaraðferðir eru við hæfi með vísan til efniviðar reikningsskilanna og hvernig þeim skyldi beitt. Hitt sýnist ekki skynsamleg nálgun að hefja leikinn með staðlasettið og spyrja þann sem sætir rannsókn hvernig hann uppfyllti tiltekna staðla og athygli aldrei beint að viðfangsefninu sjálfu, þ.e. reikn- ingsskilunum. Snúi eftirlitsaðilar þessu á haus sýnist möguleiki á því að reikningsskilin séu röng þrátt fyrir að vinnuskjöl standist samanburð við staðia um endurskoðun. Og hið gagnstæða sýnist líka geta átt við að reikningsskilin séu rétt og í samræmi við lög/staðla um gerð þeirra en endurskoðunarvinnan ekki. Því er þetta nefnt að upplýsingar hafa borist um að vinnan hafi á stundum farið fram með þessum hætti. Eftirfarandi dæmi eru að einhverju leyti til skýringar. Samkvæmt hinum alþjóðlegu stöðlum eru gerðar ríkar formkröfur og stundum án mikillar yfirvegunar, þ.e. ekki var skoðað hvort þær eigi alls staðar við. Til að mynda er gert ráð fyrir að endurskoðendur komi fyrir í vinnuskjölum sínum undirrituðu staðfest- ingarbréfi stjórnenda. Þetta bréf á uppruna sinn í Bandaríkjunum og hefur þar verið hluti af skjölum sem endurskoðendur verða að afla. f upphafi var bréfið einungis staðfestingarbréf gagnvart skuldum, því ítrekað komu upp mál fyrir um 60 árum síðan eða svo, þar sem í Ijós kom að efnahagsreikningar voru ekki tæmandi listi um skuldir. Ýmsu hefur verið bætt við yfirlýsinguna síðan. Hitt er til umhugsunar að fyrir liggur að dómstólar vestanhafs leggja ekkert upp úr þessu bréfi til staðfestingar á vinnu endurskoð- enda; í því sambandi skiptir yfirlýsingin engu máli. Þess í stað hefur þetta bréf verið notað til að gera stjórnendum skýra grein fyrir ábyrgð sinni gagnvart gerð reikningsskila. Um þá ábyrgð stjórnenda hefur iðulega verið deilt, einkum vegna þess að bandarísk lagafyrirmæli voru ekki nógu skýr um málið. Sá vafi var þó tekinn af með Sarbanes-Oxley lögunum fyrir nokkrum árum þar sem kveðið er á um skyldu stjórnenda til sérstakrar yfirlýsingar sem birtist sem hluti af reikningsskilunum. í þessu sambandi má ekki gleymast að þar í landi hefur reglusmíðin á hvoru tveggja sviðinu, þ.e. um gerð reikningsskila og framkvæmd endurskoðunar, ekki verið á hendi löggjafarþingsins heldur fagmanna í einkageiranum. Meginreglur í Evrópu eru með öðrum hætti á hvoru tveggja sviðinu; það er hið opinbera sem setur reglurnar eða a.m.k. að undir- lagi þess. Það er t.d. alveg deginum Ijósara samkvæmt íslenskum lögum að ábyrgðin á gerð reikningsskila hvílir hjá stjórn og framkvæmdastjórn. Undirritun staðfestingarbréfsins hefur því við þessar aðstæður minni þýðingu en ella, eins og t.d. hér á landi. í gæðaeftirlitinu hafa þeir sem ekki hafa aflað þessa staðfestingabréfs stjórnenda fengið alvarlegar ákúrur. Það sýnist varla vera maklegt en hitt er svo annað mál að fyrirhöfnin að afla þess er litil og ætti því ekki að þurfa að standa í vegi fyrir ásættanlegri umsögn. Kjarni málsins er sá að formið blífur í rannsóknarvinnu eftirlitsins en efni máls er aukaatriði að því er virðist. Þá munu einyrkjar sem sæta rannsókn fyrir vinnu sína hafa fengið alvarlegar ábendingar vegna þess að formleg skipulagning á endurskoðunarvinnunni fór ekki fram. Ekki skal um það efast að þess konar vinnubrögð eru til fyrirmyndar. Hins vegar verður að skoða nauðsyn þess að koma henni fyrir I skriflegu formi með hliðsjón af atvikum. Vanur maður þarf ekki að útbúa sérstaka áætlun um verk sín gagnvart reikningsskilum félagasamtaka sem hann þekkir til hlítar. Hann veit hvaða atriði þarfnast skoðunar og hann sér ekki ástæðu til að skrifa langan pistil um sjálfsagða hluti. Það að láta ógert að semja áætlun sýnist hins vegar vera öndvert fyrir alþjóðleg fyrirmæli, en skyldu þau nú hafa verið samin með hliðsjón af því sem nauðsynlegt er gagnvart litlum félagasamtökum, kirkjusjóðum og smárekstri sem kýs að sæta endurskoðun. Varla. Loks þykir rétt að benda á að fyrirfram prentuð eyðublöð þar sem fyllt er út í reiti með athugasemdum þess efnis að rætt hafi verið forstjórann eða fjármálastjórann og þeir staðfesti hinar og þessar upplýsingar í reikningsskilunum séu réttar er ekki góð „endurskoðun", hvorki eftir gamla laginu né því nýja. Um það liggja þó fyrir upplýsingar að útfylling í slík eyðublöð hafi fleytt mönnum úr skussaflokki í gæðaflokk, þótt vinnan að öðru leyti hafi verið hin sama. Þetta vinnulag getur í vissum tilvikum verið nægilega traust, en alls ekki almennt og er þannig í engu samræmi við staðla um endurskoðunargögn. Þá er látið að því liggja að vinnuskjöl þurfi að vera í tölvutæki formi; það er mikill misskilningur á efni staðals um vinnuskjöl. 46 • FLE blaðið janúar2013 ------------------------------------------------------------------------------------------- j

x

FLE blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.