FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 49

FLE blaðið - 01.01.2013, Qupperneq 49
Hér skal látið staðar numið í þessari umfjöllun. Þegar allt er skoðað þá liggur fyrir að nauðsynlegt er að skera úr um lagalega stöðu alþjóðlegra staðla um endurskoðun. Hitt er líka nauðsynlegt að stétt endurskoðenda ræði hvernig rétt sé að skipa menn í það mikilvæga starf að hafa eftirlit með stéttinni og hvernig þeir eiga að starfa. Þeir sem til starfans veljast verða að vera óumdeildir og hafa bæði reynslu og þekkingu. Svo er það sjálfstætt athugunarefni hvort ekki þurfi að finna því farveg, eins og aðrar þjóðir hafa gert3, að finna leiðir til þess að lítil fyrirtæki, stofnanir og félagasamtök geti fengið skilgreint eftirlit með rekstri og fjárreiðum, þó að það sé ekki fullgild endurskoðun sem ætluð er fyrirtækjum á verðbréfaþingum. Þegar allt ofangreint er skoðað þá þykir þeim sem hér ritar full ástæða til þess að gera hlé á umræddri eftirlitsvinnu, a.m.k. á meðan hvorki er sátt um lagalega stöðu alþjóðlegra staðla né framkvæmd eftirlitsvinnunnar. Frá sjónarhóli einyrkjanna, sem nú sæta auknu eftirliti, sýnist ennfremur eðilegt að spurt sé hvort hrunið á fjármálamarkaði hafi ekki gefið Endurskoðendaráðinu til- efni til að beina eftirlitskröftum sínum að fyrirtækjum og einstaklingum sem unnu fyrir fjármálafyrirtækin sem illa fóru út úr þeim hamförum. Svar við þeirri spurningu væri vel þegið. Einyrkjar í stétt endurskoðenda sem um áratugaskeið hafa sinnt íslensku viðskiptalífi vel fyrir minni rekstraraðila og félagasamtök ýmis konar eiga bágt með að skilja hvers vegna, að nýsettum lögum, áhersla sýnist lögð á eftirlit með þeim. Það eftirlit hefur meira að segja leitt til þess að Endurskoðendaráð mælti með því að félagsmaður, sem farsællega hefur unnið fyrir viðskiptavini sína í nærfellt hálfa öld, yrði sviptur löggildingu þar sem eftir alþjóðlegum stöðlum um framkvæmd endurskoðunar var ekki farið fyrir smárekstraraðila. Það er ekki mikil mannleg reisn yfir þessari niðurstöðu. Ráðuneyti atvinnumála kom að vísu í veg fyrir það en ekki með mikið betri „lausn" - skilaðu skírteininu, maður! Er nema von að menn spyrji: Er Albanía endurborin? Því sýnist nefnilega þannig farið að hinar stóru og alþjóðlegu stofur með stuðningi Félags endurskoðenda (FLE) sæta engri eða lítilli skoðun eftirlitsaðilans, rétt eins og engin tilefni hafi gefist. Þannig blasir málið við einyrkjanum í stéttinni og er þá ekki að vonum að menn mótmæli aðförinni. En það er ekki aðeins undiröldur um störf og stétt endurskoðenda hér á landi heldur fer stóri heimurinn ekki varhluta af þeim. Það má m.a. marka af orðum Howard Davies, fyrrum forstjóra Fjármálaeftirlitsins (FSA) í Bretlandi og núverandi rektors London School of Economics (LSE) í London, eins og þau birtast í bók hans „The Financial Crisis: Who is to blame?" og eru tekin úr kafla um endurskoðendur (e. Tunnel Vision: The Auditors) (undirstrikun greinarhöfundar): „ Overall, the somewhat depressing conclusion, from the perspective of the audit profession itself, is that audit firms did not ner- form a useful role in hiahliahtina the emeraence of lifethreatenina risks in financial firms, but that most analysts and commenta- tors think thev are unlikelv ever to do so. and that the weiaht that can be placed on audit opinions is not areat. The link hetween an unaualified audit opinion and comorate financial health is highly tenuous, at best. The conclusion reached by Sikka4 is that .the current financial crisis is an ooDortunitv to consider alternative mstitutional arranaements for auditina. Alternative models need not directlv involve accountina firms and audits of banks could be conducted bv statutory reaulators. This would alsn improve bankina reaulators' knowledae of banks.' That is not an encouraging prognosis for the accounting profession". Þessi umsögn um gagnsemi stéttarinar erlendis er allrar athygli verð sem og tillögur um nýskipan eftirlits með fjármálafyrir- tækjum þar sem endurskoðendum er hlíft við frekari vinnu. Það er kannski langt seilst en má kannski líka túlka innlend skrif á sama hátt. Nýlega skilaði áliti þriggja manna nefnd um skipan mála á fjármálamarkaði á íslandi. í skýrslu sem ber heitið „Framework for Financial Stability in lceland"5 er m.a. fjallað um hvað megi verða til úrbóta til að styrkja eftirlit á fjármálamarkaði. Þar er einkum fjallað um opinberar aðgerðir en nær ekkert um stétt endurskoðenda. Það skyldi þó ekki vera að í þeirri þögn felist viðhorf til gagnsemis af störfum stéttarinnar. Eru menn í félagi endurskoðenda virkilega enn þeirrar skoðunar að engin tilefni hafi gefist til naflaskoðunar á vinnubrögðum stéttarinnar6? Stefán Svavarsson 3. Um þetta efni var t.d. mikið fjallað í Bandaríkjunum á áttunda áratug síðustu aldar og merkja má af grein sem birtist (tímariti endurskoðenda (Journal of Accountancy) þar í landi 1978 og bar heitið „ Unaudited, but ok" (óendurskoðað, en samt í lagi). Hér skal ennfremur vísað til staðla um samantektarvinnu (e. compilation) og vinnu sem er kennd við að yfirfara (e. review) sem til skoðunar mætti koma. Meðal ýmissa þjóða í Evrópu hefur málið komið á ný til umræðu; þar eru nefnilega lika starfrækt lítil og miðlungi stór fyrirtæki (e. small and medium sized enterprises). 4. Prem Sikka, prófessor við Essex háskólann í Bretlandi. Hann skrifaði greinina „Financial Crisis and the Silence of Auditors" í tímaritið Accounting, Organizations and Society (2009, vol. 34) og í hana vitnar Davies. 5. Höfundar að skýrslunni eru Gavin Bingham, Jón Sigurðsson og Kaarlo Jannari. 6. í skýrslunni Framtíðarskipan fjármálakerfisins (mars 2012) eru slæleg vinnubrögð endurskoðenda gerð að einum af orsakavöldum að þeim ógöngum sem fjármálakerfið rataði í, en sú umsögn er reist á erlendri skýrslu sem kennd er við Larosiere. FLE blaðið janúar 2013 • 47

x

FLE blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: FLE blaðið
https://timarit.is/publication/1259

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.