Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 9
203
leika og reiknað með verði á fóðri, sem yrði 25% dyrara en
óniðurgreitt danskt kjarnfóður í dag. Danskt fóður (óniðurgreitt)
kostar í Danmörku ca. kr. 48,00 (miðað við verð og gengi 15/1
1978), en hér kostar innflutt svína- og fuglafóður (niðurgreitt)
um kr. 53,- hvert kg. Ég tel eðlilegt, að íslenzkt fóður þurfi
að jafnaði að kosta þessum 25% meira vegna kaldari veðráttu og
minni uppskeru. Þetta skiptir minna máli en menn í fljótu
bragði hyggja. Islenzka fóðrið mundi þá kosta kr. 60.00 hvert
kg (Ffe)■ Framleiðslukostnaður á grasmjöli x dag er talinn vera
um kr. 52.- á kg.
Gömul og góð dönsk regla segir, að fái bændurfyrir flesk 8.5 sinnum
verð byggs, sem er uppistaðan í dönsku svínafóðri, þá sé taplaus
rekstur, en fái þeir nífalt byggverð sé afkoman góð og með tí-
földu verði sé verulegur gróði. Nú hefur væði verið framför í
fóðrun og kynbótum síðan þessi regla var fyrst fram sett og auk
þess hefur hlutfall milli byggverðs og kjötverðs hækkað kjötinu
í vil.
Ég vil þá ætla, að með txföldu þessu áætlaða fóðurverði megi
framleiða svínakjöt hérlendis, eða fyrir kr. 600,- £ kg. 1 dag
er verðið ca. kr. 638,- til framleiðénda. Erlendis er yfirleitt
talið gott að fá fyrir egg og kjúklingakjöt verð, sem er 1.7
sinnum eðlilegur fóðurkostnaður á kg. í samræmi við þessar
gefnu tölur £ dæminu, vil ég nú setja í töflu, hvað mætti fram-
leiða áður nefndar afurðir fyrir með kjarnfóðurverðinu kr. 60.00
á kg eða Ffe. en ég ætla að nota margfeldi 2.0 á fóðurkostnaði í
staðinn fyrir 1.7 til þess að ég verði ekki ásakaður fyrir að
vera of naumur í reikningum (miðað við íslenzkar aðstæður).