Ráðunautafundur - 13.02.1978, Síða 13
207
Enginn merkjanlegur munur reyndist vera á nyorpnum eggjum
úr flokki A og B. I 7 tilfellum af 18 fannst staka sýnið.
Athugunin sýnir, að búast má við 6 réttum niðurstöðum, ef valið
er af handahófi. Til að segja með 95% vissu, að munur sé á
sýnum A og B þarf 10 rétt svör, en 12 rétt svör fyrir 99% vissu.
Egg geymd í 3 vikur gáfu svipaðaðar niðurstöður (2 rétt
svör af 6) og virtust egg í flokki B ekki geymast verr en egg í
flokki A. Þó kvartaði einn dómari um lýsisbragð af geymdu eggi
úr flokki B."
Þetta gefur vísbendingu um, að gera megi íslenzkt heil-
fóður handa varphænum með 60-70 % alinnlendu fóðri. Á þessu
þarf að gera ýtarlegar rannsóknir á næstu árum.
Um svínin er meira vitað. Tveggja áratuga gamlar amerískar
rannsóknir gefa ákveðnar vísbendingar um, að fóðra megi svín,
sérstaklega gylturnar, með miklu grasmjöli eða grænfóðri og það
hafi sérstaklega góð áhrif á frjósemi og hreysti. Hér er
aðeins um að ræða að fá hæfilega margar fóðureiningar með um
150 g af meltanlegu proteini £ Ffe. Þessu má auðveldlega ná
með íblandaðri feiti. Vandinn er meiri með-'fóðrun smágrísanna
en gyltnanna. Hins vegar hafa Danir nýlega birt niðurstöður af
tilraunum (1976) með mismunandi magn af dýrafeiti í grísafóðri.
10% íblöndun gaf ágætan árangur á aldrinum 3-10 vikna.
Niðurstöðurnar eru þessar:
"Tabel 12. Tilvækst og foderudnyttelse ved forskellige
mængder fedt i fodret t-il tidligt fravænnende
grise (Nielsen et al. 1976).
Pct. fedt tilsat 0 5 10 15
Vægt ved 3 uger, kg 5.9 6.0 6.0 5.9
Vægt ved 10 uger, kg 23.1 25.0 25.7 24.2
Daglig tilvækst, g 351 387 402 375
FEs pr. gris daglig 0.86 0.91 0.95 0.88
FEs pr. kg tilvækst 2.47 2.34 2.37 2.34
Alder i dage ved 20 kg 66 63 61 64 "