Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 14
208
Spendýrafitu þarf að meðhöndla á sérstakan hátt í fóður-
verksmiðjunum til þess að hún verði hæf til skepnufóðurs. Við
þurfum að rannsaka og reyna, hvernig við þurfum að meðhöndla
fiskiolíurnar, sem við framleiðum í svo stórum stíl, til þess að
þær geti komið að sama gagni. Sérstaklega verður vandamálið á
síðustu 6 vikum eldistíma grísanna, en þann eldistíma þurfa
grísirnir um 125 kg (Ffe), en það er um 40% af heildarfóðrinu,
sem fer til kjötframleiðslunnar.
Sem vísbending um það, hvað við kynnum að geta gert með
íslenzku fóðri, teldi ég ráðlegt að gera tilraunir með Grísa-
Gyltufóður, sem mætti vera þannig saman sett:
77.0 % grasmjöl
15.0 % karfamjöl
8.0 % feiti (tólg eða lýsi)
1 svona blöndu eru um 98.0 Ffe og í hverri eru um 155 g af
meltanlegu proteini. Ég tel sennilegt, að nota mætti þetta
fóður handa gyltum eingöngu, bæði á meðgöngutíma, mjólkurskeiði
og í geldstööu og handa göltum, einnig handa eldisgrísunum frá
upphafi, unz ca. 6 vikur eru eftir til slátrunar, en þessi éldis-
dýr og þessi fóðrunartími tekur um 60-65% af allri fóðurnotkun-
inni.
Hvernig blanda eigi eldissvínafóðrið, er aftur annað mál
og vandasamara. Með það þarf að prófa sig áfram og kanna, hvaða
áhrif feitin og grasmjöliÓ saman hafa á bragðgæðin og vaxtar-
hraða grísanna. Allt eru þetta mikilvæg og áhugaverð rannsóknar-
efni, sem vonandi er, að Rannsóknarstofnunin geti tekið sem
fyrst á dagskrá.