Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 23
217
gerst nema í litlum mæli. Matið átti einnig að leiða til
þess að öll ull yrði greidd samkvæmt gæðum.
Ljóst er að til að koma hugmyndinni að baki laganna í
framkvæmd virðist tvennt þurfa að gerast:
1. Að öll ull sé greidd samkvæmt gæðum - og mat fari
fram við móttöku.
2. Að ákvörðun ullarverðs fari fram einu sinni á ári - í
upphafi framleiðsluárs - þannig að verðbólga eiði ekki
verðmismun vegna ullargæða.
Síðara atriðið, að verðbólga eyði verðmismun vegna ullargæða,
þarfnast skýringa. Yfirleitt er vetrarrúna ullin besta ullin.
Hún fellur til fyrst á framleiðsluárinu. Hin venjulega vorull
kemur í júlí - ágúst en lakasta ullin er tekin af fenu eftir
að það kemur af afrétti, þ.e. í október og nóvember. Með
30-40% verðbólgu þýðir þetta að haustullin er komin í sama verð
og vetrarrúna ullin, enda þótt hún hafi verið greidd hærra
verði en meðalverð á viðkomandi tíma.
Á vegum Útflutningsmiðstöðvarinnar er, í samráði við ullar-
matsformann, þegar hafinn undirbúningur fundar um ullar-
matið og framkvæmd þess. Sömuleiðis hafa farið fram frum-
kannanir á því hvort hægt sé að koma á föstu verði á ull
yfir allt framleiðsluárið.
3. Vetrarrúningur og vandamál í sambandi við hann. Eins og
getið er hér að framan, er vetrarrúna ullin talin besta
ullin.
Síðustu árin hefur verið rekinn mikill áróður fyrir auknum
vetrarrúningi, en bess ekki gætt sem skyldi að kynna þá
galla sem verða á ullinni séu ekki réttar aðferðir notaðar
við rúninginn. Er hér einkum átt við svokallaða tvíklipp-
ingu, sem veldur því að hluti ullarháranna klippist í búta.
Þessir bútar valda vandamálum í spuna á garni og geta leitt
til bláþráða og þar af leiðandi galla í voð. Á s.l. vetri
gaf Búnaðarfélag íslands út bækling um vetrarrúning sauðfjár,
þar sem áhrif réttra vinnubragða við vélrúning á ullargæði
eru skýrð. Vegna þessa styrkti Útflutningsmiðstöðin þessa