Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 24
218
útgáfu. Leitað verður eftir samstarfi við Búnaðarfélag
Islands um aðgerðir á vetri komanda, er miöi að frekari áherslu
á gæðum ullar við vetrarrúning. Er rétt að benda á í því
sambandi að moð í ull veldur miklum vanda og er þörf á að það
sé brýnt fyrir framleiðendum.
4. Vörugæði. Á vegum Útflutningsmiðstöðvarinnar hafa verið
kannaðir möguleikar á stöðlun á bandi og reynt að kanna í
hverju aðgerðir gætu verið fólgnar. Báðar ullarverksmiðjurnar
hafa unnið að endurbótum á bandframleiðslunni og því hefur
þótt rétt að bíða og sjá árangur þeirra aðgerða.
Að undanförnu hafa verið kannaöir möguleikar á því, hvaða
þjónustu væri hægt að fá hjá International Wool Secretariat
(I.W.S.). Voru rannsóknarstöðvar þeirra í Ilkley í Englandi
heimsóttar og varð þá samkomulag um að þeir aðstoðuðu okkur
x þessum málum. Sú aðstoð verður á fyrsta stigi fólgin í
tilraunabandframleiðslu úr íslenskri ull og úttekt á prjóna-
voð.
Þá hefur verið unnið að því að koma á gæðaeftirliti fullunn-
inna vara. Hafa sum útflutningsfyrirtækin notað form það
fyrir gæðaeftirlit, sem U.I. hefur látið gera. Sambandið,
Alafoss og Hilda munu öll nota þetta form við útboð á
framleiðslu árið 1978.
5. Sérþ'jálfun starfsfólks. Unnið hefur verið að því að
koma af stað þjálfun fagfólks fyrir prjóna og saumaiðnaðinn.
Hingað til hefur slík þjálfun náð til tveggja starfsgreina
innan iðnaðarins:
1. Saumaskapur.
2, Prjónaskapur.
Vöntun á fagfólki er mjög tilfinnanlegur. Þurfti, hvað
starfsþjálfun í iðnaðarsaum snertir, að byrja á þvx að senda
konu í sérþjálfun £ Danmörku, en hún hefur haldið námskeið á
saumastofunum. Sömuleiðis var fenginn þýzkur maður til að
kenna á þeim tveimur prjónanámskeiðum, sem haldin hafa verið.