Ráðunautafundur - 13.02.1978, Síða 25
219
6. Samvinna við erlendar stofnanir.
Hér skal minnst á tvær stofnanir, sem Ötflutnings-
miðstöðin hefur haft nána samvinnu við nú um nokkurt skeið,
um ýmis mál er snerta ullariðnaðinn.
International Wool Secretariat (I.W.S.) (Alþjóðlega ullar-
stofnunin) er stofnun sem er eign ullarframleiðenda í 4
löndum, þ.e.: ÁSTRALÍA, NÝJA-SJÁLAND, SUÐUR-AFRÍKA og
URUGUAY
Markmið stofnunarinnar er fyrst og fremst að auka notkun ullar
og ullarvara. I.W.S. hefur umdæmisskrifstofur og heyrir
Island undir Norðurlandaskrifstofuna, sem er í Gautaborg.
Það er þessi stofnun sem hefur einkarétt á hinu svokallaða
ullarmerki. Umdæmisskrifstofurnar standa fyrir kynningum
á ull og ullarvörum í hinum ýmsu löndum og hefur Island notið
góðs af þvx starfi. Auk þeirrar starfsemi, sem hér er getið,
rekur I.W.S. rannsóknarstofnun í Ilkley á Englandi, eins og
áður hefur komið fram.
Scandinavian Clothing Council (samtök norrænna fataframleið-
enda)
Á árinu 1977 gerðust xslenzkir fataframleiðendur formlegir
aukaaðilar að þessum samtökum. Heimili og varnarþing íslenzku
deildarinnar er I Ötlfutningsmiðstöðinni, en í svokölluðum
stýrihóp á íslandi eru fulltrúar frá Sambandi iðnaðardeild,
Álafossi og Prjónastofu Borgarness.
Tvær meginástæður liggja til þess að íslenzkir fataframleið-
endur gerðust aðilar að þessum samtökum.
1) Samtökin eiga og reka sýningarhöllina í Bella
Center. Sem aðilar í samtökunum njóta íslenzkir
fataframleiðendur vissra forréttinda á sýningum
þar.
2) Samvinna við og samstaða með starfsbræðrum á
hinum Norðurlöndunum ætti að styrkja íslenzka
fataframleiðslu.
L