Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 27
221
aðrar stofnanir iðnaðarins , s.s. Iðnþróunarsjóð, Rannsóknar-
stofnun iðnaðarins o.fl. Hér hefur komið til tals að kanna
möguleika á að aðskilja þel og tog og hefja framleiðslu á
sérstökum vörum úr þeli og togi. Enn sem komið er hefur
ekki komist neinn skriður á þessi mál.
9. Framleiðslu- og rekstrartæknileg aðstoð og úttekt á
starfsemi sauma- og prjónastofa.
Fyrir liggja skýrslur um þessi efni. Iðnþróunarsjóður hefur
styrkt þessa starfsemi, sem Hannarr s.f. og Hagvangur h.f.
hafa séð um. Skýrslur þessar voru lagðar fram á „haustfundi
prjónaiðnaðarins" sem haldinn var á vegum tJtflutningsmið-
stöövar iðnaðarins hinn 24. október s.l. Afram verður unnið
að þessum málum, auk þess sem reynt verður að aðstoða ný
fyrirtæki í greininni.
10. Markaðsmál.
Gerðar hafa verið markaðskannanir fyrir ullarvöru x Hollandi
og Svíþjóð, Austurríki og Sviss. Fyrirhuguð er markaðsathugun
og sölukynning í nokkrum stórverslunum í Frakklandi, í
samráði við I.W.S. (Int.Wool Secr.) þar. Talið er að mikill
markaður sé fyrir íslenzkar ullarvörur í þessum löndum.
Einnig er áhugi fyrir að gera markaðskönnun í Japan og á
ítalíu. Mikið er gert af því að aðstoða einstök fyrirtæki
við útflutning, leit að umboðsmönnum, og eru jafnvel farnar
markaðs- og söluferðir fyrir einstök fyrirtæki.
Mikil vinna er lögð í S.K. vörusýningar erlendis. Ú.I.
aðstoðar útflutningsfyrirtækin við þátttöku í þeim og á mjög
mörgum sýningum hefur Ú.I. sérstakan upplýsingabás.
Helming kostnaðar við þátttöku í vörusýningum fá fyrirtækin
greiddaij úr Iðnrekstrarsjóði.
11. Kynningarstarfsemi.
Gefinn var út bæklingur um sérkenni íslenzkrar ullar á ensku,
norsku og þýzku. Bæklingnum hefur verið dreift til íslenzkra
sendiráða, á sölusýningum erlendis, auk þess sem útflytjendur