Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 37
231
lituui, einnig bjöllur, rellur og annað, er gefur frá sér
sveiflur og hljóð.
Ég álít að æðarfuglinn sé listelskur. í hreiðurkörfu
hans má oft finna fágæta aðskotahluti. Hins vegar er engin
sönnun fyrir því, að fuglinn laðist að varplöndum fyrir flögg,
skraut og rellur. Að jafnaði fer saman skrautlegt varp og
varpmenning, en varpmenning mun vera þyngri á metum, er til
lengdar lætur.
Skrautlegt varp vekur að sjálfsögðu eftirtekt og laðar
ungfugl að, en varpmenning verður að vera svo fuglinn dvelji
þar til frambúðar.
Þegar tiltekt í varpinu er lokið, ætti að gefa fuglinum
næði um sinn, til að búa um sig og setjast.
Um varptímann er sjálfsagt að ganga varp reglulega, en
af sama fólki og eftir settum leiðum, er veldur sem minnstu
ónæði. Þaö eykur fuglinum öryggi, og ég er sannfærður um, að
æðurin hefur ánægju af að dútlað sé í kringum hana, ef hún er
ekki rænd. Hlúa þarf að hreiðrum, fjarlægja löskuð egg, ófrjó
og fúlegg, koma eggjum undir aðrar kollur, þar sem margar hafa
verpt í sama hreiður, eða karfan það þröng, að vonlítið er,
að það auðnist að uhga út öllum eggjum í því hreiðri. Bæja
þarf frá vargi eftir föngum, og ganga úr skugga um, að allt
sé eins og á að vera í varplandinu. Sekmmtilegt og fróðlegt
er að tölumerkja egg og fylgjast þannig með árangri hvers
hreiðurs yfir varptímann, hversu mörgum eggjum var verpt í
hreiðrið upphaflega, hversu mörg unguðust út, hve mörg hurfu
af orsökum vargs,hve mörg ófrjó eða fúlegg, og hve mörg mis-
fórust á annan hátt. Slík athugun gæti stuðlað að ræktun
æöarstofnsins. Við vitum, að ærnar eru misfrjósamar og ekki
allar jafn farsælar mæður. Sama lögmál hlýtur að gilda um
kollurnar, að sumar verpi mörgum eggjum og aðrar fáum, greini-
lega eru sumar afburða dúnkollur, en aðrar lélegar, þó er
óvissa £ þessu hvort tveggja, þar sem kollan hefur getað verið
búin að verpa fyrr um vorið, en misst egg og hreiður af
einhverjum orsökum. Eftir að skríður út, höfum við litla
möguleika á að dæma um hversu farsæl móðir kollan er.