Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 44
238
auknum mæli aÖ losna úr steintegundum og koma í staö
basískra jóna á svifefnin á líkan hátt og vetnisjónir.
Því stærri hlutdeild sem vetnis- og áljónir fá á
svifefnunum, þeim mun lægra veröur sýrustig jarÖvegsins.
Næringarnám plantna. Plöntur fjarlægja töluvert magn
basískra jóna úr jaröveginum í skiptum viö vetnisjónir.
Upptaka er sérlega mikil hjá belgjurtum og rótarávöxtum og
getur numiÖ 0,7 millijafngildum/100 g jarövegs árlega.
Hluti steinefnanna kemur aftur til jarövegsins sem uppskeru-
leifar og búfjáráburÖur.
Trl og runnar t.d. barrtrl og lyng geta orsakað
jarövegssýringu á næringarsnauöum jarÖvegi, þegar blaðfall
myndar súrar rotnunarafurðir.
Aburöur. Viö reglubundna áburðarnotkun getur orðið jarövegs
sýring, ef upptaka katjóna er meiri en upptaka anjóna, viö
myndun sýru þessara anjóna. Vetnisjónir koma þá í stað
basískra jóna viö jónskipti á svifefnunum, og fari fram
útskolun skolast basísku jónirnar út aö hluta.
Slrlega mikil sýring verður af völdum ammoníumsúlfats,
(NH^^SO^, vegna þess hve anjónin myndar sterka sýru.
Fosfór- og kalíáburöur hafa ekki teljandi áhrif á sýrustig
jarövegs.
Ammóníumáburöur veldur jarövegssýringu, einkum ef plönturnar
nýta ekki áburðinn (eöa borinn er á NOg-áburður meö).
NH^-jónin breytist í nítrat viö nítrunarferli x jarðveginum.
Nítrun
1.2 Sýruhópar og sýrustyrkur svifefna
Tegund, magn og sýrustyrk súrra hópa á svifefnunum
má finna meö títrun meö lút, ef pH er mælt jafnhliða
(spennutítrun).