Ráðunautafundur - 13.02.1978, Síða 48
242
Árstfðabundnar og staðbundnar pH-sveiflur.. Árstíöarbreyt-
ingar veröa einkum vegna breytinga á saltmagni jarövökvans
og lífverustarfsemi. Venjulega lækkar pH frá vori fram á
haust, en fer síðan á ný hækkandi til næsta vors.
Staðbundinn pH-mismunur um lengri tíma í efstu
jarðvegslögum getur, innan lítils svæöis, numið allt að
1,5 pH-einingum. Munurinn stafar einkum af:
(1) Fyrri notkun jarövegsins sem skóglendi. (2) Misjafnri
dreifingu á lífeðlislega basískum og súrum áburöarefnum.
(3) Sinubrennslu. (4) Búfjáráburði, sem dreifist misjafnt,
t.d. viö beit.
Fyrir jarðvegsmyndun og plöntuvöxt er sýrustigs-
munur milli efri og neðri jarðvegslaga mikilvægur. í órækt
uðum jarövegi fer sýrustig oft hækkandi meö dýpt, vegna
meiri útskolunar efst. 1 mólendi eru efstu lögin einnig
ríkari á lífræn efni. í ábornum jarðvegi er pH þó stundum
hærra efst vegna notkunar á basískum áburöi.
1.4 Frjósemi jarövegs og sýrustig
KjörsviÖ sýrustig í jarðvegi fyrir plöntuvöxt er
fyrst og fremst háö kornun, magni snefilefna og lífrænna
efna,ásamt plöntutegund.
1 fínkorna jarðvegi (leir- eða mélubornum), sem oft
hefur aö geyma næg snefilefni,koma viöhald eöa umbætur á
byggingu jarðvegsins í fyrstu röö. Þess vegna er hátt pH
(yfir 6,8) og há kalsíummettun æskileg í leirjörð. Sand-
jörð meÖ undir 5% af leir, getur haft lítiö magn af virku
mangan. Vegna hættu á manganskorti er leitast við aö hafa
pH 5,3-5,7, sé magnið af lífrænu efni einnig undir 5%.
Meö vaxandi magni af lífrænum efnum lækkar kjörsvið sýru-
stigsins, hæfilegt sýrustig í hámýri er talið um 4,0 enda
er þar reynt aö takmarka niÖurbrot lífrænu efnanna meö lágu
sýrustigi.
1 graslendi er kjörsýrustig breytilegt eftir gróður
fari og magni snefilefna. 1 steinefnajarövegi á bilinu
5,0-6,0 og í hámýri kringum 4,5.