Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 49
243
I súrum jarðvegi eiga sér stað efnabreytingar, einkum
í fínkorna akuryrkjujörð, sem hafa óhagstæð áhrif á jarðveg
og plöntur: Stöðugleiki kornunar minnkar, vatnsleiðni og
loftun minnka, takmörkun á lífsstarfsemi (t.d. hjá ánamöðkum,
N-gerlum og rótargerlum), P- og Mo-binding, „sýruskaði" á
plöntum vegna eituráhrifa ál- og manganjóna.
Fari pH verulega yfir kjörmörk vegna áburðargjafar
getur komið fram manganskortur í höfrum og bórskortur í rófum
á sandjarðvegi. Skorturinn stafar af því að magnið af
nýtanlegu Mn og B minnkar verulega við pH yfir 6,0.
Að ná og viðhalda kjörsýrustigi £ jarðvegi er ekki
síður mikilvægt í skóg- og garðrækt, þar sem slíkt er einnig
þar skilyrði fyrir góðri uppskeru.
2, KALKÞÖRF JARDVEGS
2.1 Gróðurtilraunir
Gróðurtilraunir á reitum eða í kerjum eru nauðsyn-
legar til að finna kalksvörun gróðurs, sem ræktaður er £
ákveðnum jarðvegi. Við framkvæmd sl£kra tilrauna eru ýmsir
þættir,sem hafa áhrif á svörunina og halda þarf sem næst kjör-
ástandi fyrir viðkomandi ræktun. Má £ þessu sambandi benda
á gróðurfar, áburðarnotkun, framræslu og meðferð landsins.
Sjaldan er hægt að tryggja sl£kt kjörástand, en sá þáttur,
sem oft ræður mestu um svörun, er veðurfarið þannig, að sveifl
ur £ uppskeru milli ára yfirgnæfa svörun við annarri meðferð,
þ.á.m. kölkun. Tilraun, þar sem mæla á litla svörun með
nægilegu öryggi, þarf þv£ að standa £ fleiri ár. Af þessu
leiðir, að fjöldi tilrauna, t.d. með kölkun, hlýtur að verða
takmarkaður og þarf þv£ að framkvæma þessar tilraunir á
þann vég (staðarval, áburðarnotkun og nytjajurtir) að niður-
stöður megi hagnýta sem v£ðast.
Á tilraunastöðvum jarðræktar að Sámsstöðum, Skriðu-
klaustri, Akureyri og Reykhólum hafa verið gerðar allmargar
tilraunir með kalkgjöf á tún, sömuleiðis við Bændaskólann