Ráðunautafundur - 13.02.1978, Blaðsíða 51
245
erlendum stofnum, sem a6 líkindum eru ræktaðir í jarðvegi
með fremur hátt pH og nóg af auðleystu kalsíum. I súrum
jarðvegi verða þessi grös óeðlilega lág í kalsíum og vaxtar-
geta þeirra nýtist ekki.
Seu innlend grös ríkjandi, t.d. í gömlum túnum eða í
nýræktum þar sem sáðgresið hefur horfið, eru meiri líkur að
þessi grös hafi nægilega hagstæð vaxtarskilyrði. Hins vegar
ber að hafa í huga, að innlendu grösin eru tæpast eins
uppskerumikil og stofnar af sáðgresi. Viss hætta er á, að
áburðarnotkun sl óhófleg miðað við uppskeru og hver fóður-
eining verði dýrari á túni með innlendum grösum,sl sýrustig
lágt.
Áburðarnotkun. Magn og hlutföll áburðarefna geta ráðið um,
hvort kölkun gefur vaxtarauka. Milli næringarefnanna eru
víxlverkanir þannig, að í sumum tilfellum getur dregið úr
skorti á einu næringarefni þegar annað er aukið. Gagnstæð
áhrif geta komið fram slu víxlverkanirnar neikvæðar, t.d.
dregur mikið kalí úr upptöku á magníum. 1 höfuðatriðum má
þó segja, að sl áburðargjöf ónóg eða skortur á einu eða
fleiri næringarefnum (N, P, K, S) minnka líkur þess að
kölkun sl hagkvæm.
Sem dæmi um samspil vaxtargerenda (í þessu tilviki
næringarefna) eru sýndir uppskeruferlar úr kölkunartilraun
á mýrarjarðvegi á Hvanneyri, 1. mynd. Tilraunin (nr. 171-64)
var framkvæmd á súrum mýrarjarðvegi (pH um 5,0), og voru
prófaðir misstórir skammtar af köfnunarefni og fosfór á
kölkuðu og ókölkuðu landi. Kalkað var með 6 tn/ha af skelja-
kalki við upphaf tilraunar.