Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 58
252
Sé auðleyst kalsíum £ jarðvegi lágt, er ástæða að
hyggja að kölkun. Á RaNo eru 10 me/lOOg jarðvegs hár höfð
"til viömiðunar. E.t.v. er einnig nauðsyn að taka tillit til
jarövegsgerðar, þannig er jónrýmd sandjarðvegs mun minni en
fínkorna móa eöa mýri. Rúmþyngd jarðvegs er einnig mjög
breytileg, en fyrir vöxt jurta væri eðlilegt aö miða við
efni í rúmmálseiningu.
Yfirleitt fylgist að lágt kalsíummagn og lágt pH. Sam-
hengið er þó ekki mjög náið. Sem dæmi eru hér sýndar niður-
stöður úr könnun á jarðvegssniöum í Borgarfirði og á Mýrum.
1. TAFLA Samband sýrustigs jarðvegs (Y) við kalsíum (X), og
við kalsíum (X^) og glæðitap (X^).
Dýpt Fjöldi pH(CaCl2)me/100g %2 Aðhvarfslíking r
1(0-5 cm) 57 1-5 212 1(0-5 cm) 57 1-5 212 4.69 6.34 4.76 5.61 45.6 44.0 Y=0.058X+4.32 0.73 Y=0.061X+4.42 0.53 Y=0.0484X^+0.0117X2+4.91 0.87 Y=0.0391X^+0,0131X2+5.11 0.81
Lífræn efni (hér metin með glæðitapi) valda aukinni
jónrýmd, og lífrænu svifefnin hafa að líkindum meiri sýru-
styrk. Við sama auöleyst kalsíum er lífrænn jarðvegur því
súrari.
1 áðurnefndri könnun voru einungis áreyrajarðvegur og
fínkorna mólendi með yfir 10 me kalsíum að meðaltali. 1 flóa
mældust aðeins 3.7 me og í hallamýri 4.6 me kalsíum að meðal-
tali.
Kalkþörf - kalktítrun. Sé sýrustig og/eða kalsíum í jarðvegi
neðan við kjörmörk, má bæta úr þvx með notkun basísks áburðar
þ.á.m. kalks. Kalkmagnið, sem þarf til að ná ákveðnu pH - hér
nefnt kalkþörf, er ekki hægt að sjá beint af sýrustigi jarð-
vegs. Minna kalks er þörf í sandjörð en leirbornum jarðvegi
eða mýri.