Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 63
257
Þurrefnis-(eöa "hey-") uppskera er oftast notuö til að
sýna tilraunaárangur í jaröræktartilraunum. Þaö er þó engan
veginn víst, að hún sé sá eiginleiki sem best sýnir árangurinn.
Fljótt á litið virðist eðlilegt að álíta, að hún svari til þess
árangurs, sem fengist hjá bændum. Það er þó engan veginn víst,
jafnvel þótt tekið sé tillit til meltanleika þurrefnisins.
Það hefur reyndar lengi verið ljóst, að meðferð tilraunalandsins,
einkum umferð og beit, er oft verulega frábrugðin því sem txðkast
hjá bændum. Búast má við,að það hafi nokkur áhrif á tilrauna-
árangur. Hinu hefur verið minni gaumur gefinn, að atriði eins
og áburðar- og sláttutímar og fjöldi slátta geta haft veruleg
áhrif, bæði á tilraunaárangur og áhrif áburðarnotkunar hjá
bændum.
Svo virðist að mismunur grassprettu frá einum stað til annars
og frá ári til árs stafi aöallega af tvennu. Annars vegar er mat
tiltæks köfnunarefnis í jarðvegi,og hins vegar skilyrði til gras-
sprettu eftir að upptaka köfnunarefnis hefur farið fram (Hólmgeir
Björnsson 1974, 1975). Mismunur á tiltæku köfnunarefni hefur
þó yfirgnæfandi áhrif á sprettuna. Grösin taka köfnunarefni
mjög ört upp snemma á vaxtartímanum. Vaxandi frumur og frumu-
hlutar eru einkum auðugar af N-samböndum. Þroskaðir vefir eru
hins vegar mun snauðari af þeim. Vöxtur heldur því lengi áfram
eftir að dregið hefur úr upptöku köfnunarefnis og reyndar fleiri
næringarefna. Upptekið köfnunarefni nálgast því hámark mun fyrr
að sumrinu en þurrefnisuppskera og er því ónamvara á áhrif sláttu-
tímans.
Mestu máli skiptir þó þessu sambandi; að áhrif aukins köfnunar-
efnis komi að nokkru leyti fram í auknu prótínhlutfalli í grasinu
og að sú aukning er mismunandi eftir aðstæðum, t.d. árferði og
sláttutxma. Því hefur sú ályktun verið dregin, að upptekið
köfnunarefni sé stöðugri mælikvarði á árangur N-notkunar í til-
raunum en þurrefnismagn og gefi því niðurstöður sem betur svari
til annarra skilyrða en þeirra, sem tilraunin var gerð við.
Einkum má búast við minni truflandi áhrifum af vali áburðar- og
sláttutíma og fjölda slátta á tilraunaárangur. Það fer eftir