Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 68
262
meiri í góöu árferði, en sumar niöurstööurnar benda þó til hins
gagnstæða.
Áburöartími.
I tilraun nr. 164-65, sem stóö í 7 ár, voru kalksaltpétur
og Kjarni bornir á saman á þremur áburðartímum. 1 þessari til-
raun var mismunur á uppskeru og upptöku á köfnunarefni svipaður
og í 91-60 og 200-66, þegar boriö var á 5.-21. maí, en munurinn
var nær enginn, þegar áburöi var dreift 4.-10. júní. f hinum
tilraununum voru áburðartímarnir frá 14. maí til 1. júní, nema
í 200-66 var borið á 9. maí 1972 og 15. júnx 1968.
Þessi eina tilraun leyfir ekki aö dregnar sáu mjög víötækar
ályktanir, en hún getur gefið tilefni til endurskoöunar á öörum
niöurstööum tilrauna meö kalkríkan áburð. Þaö er ljóst, aö
ekki er réttmætt að nota uppskerutölur einar við samanburð á
áburðartímum í áburÖartímatilraunum, þegar allir reitirnir eru
slegnir á sama tíma. Sú aðferð er hliðholl fyrri áburöartímunum.
Einnig virðist ljóst^aö betra sé að bera Kjarna tiltölulega seint
á Hvanneyrarmýrina og þar sem aðstæður eru svipaðar, þ.e.a.s.
ef kalkskortur er.
Heimildir.
HÓlmgeir Björnsson (1974). Veðurfar og grasspretta. Ráðunauta-
fundur 1974. Fjölritj21 bls.
Hólmgeir Björnsson (1975). Köfnunarefni og grasspretta. Freyr,
73.: 330-337 .
Hólmgeir Björnsson og Magnús öskarsson (1978). Samanburður á
köfnunarefnisáburöartegundum á túnum. I. Uppskera og efna-
innihald grasa á mýrartúni á Hvanneyri. íslenskar land-
búnaðarrannsóknir, 10.1. í prentun.
Pétur Jónasson (1977). Áhrif veöurfars á upptöku köfnunarefnis.
Fjölrit frá Bændaskólanum á Hvanneyri nr. 18. 41 bls.
Sigfús Ölafsson (1978). Samanburöur á köfnunarefnisáburðarteg-
undum á túnum. II. Áhrif Kjarna og kalksaltpéturs á efna-
magn í mýrarjarövegi. fslenskar landbúnaöarrannsóknir 10.1.
í prentun.