Ráðunautafundur - 13.02.1978, Page 80
274
RABUNAUTAFimm 1978
HÖR&ULKVILLAR 1 FQBUREALI
Bjarni E. Guðleifsson, Tilraunastöðinni á Möðruvöllum
og
Guðmundur H. Gunnarsson, Biínaðarsambandi Eyjafjarðar
I. Inngangur.
Hérlendis er grasnfóður yfirleitt ræktað með því að bera
á áburðarefnin þrjú, N, P og K. Nokkuð hefur verið athugað
hver er þörf grænfdðurs fyrir þessi efni, en lítt verið
kannað hvort önnur efni kynnu að há grænfóðurræktuninni. A
Hvanneyri komu fram vanþrif í vetrarrepju og varð það til
þess að á árunum 1967 og 1968 voru gerðar þar tilraunir með
molybdenáburð. Enginn uppskeruauki varð fyrir þennan áburð
og alls óvíst að þar hafi verið um molybdenhörgul að ræða.
Síðar hafa þar einnig verið gerðar tilraunir með bóráburð
einnig án uppskeruauka í vetrarrepju.
II. Kálmaðksskemmdir.
A árunurn 1974-1977 hafa Bændaskólinn á Hdlum og Til-
raunastöðin á Möðruvöllum unnið allmikið að dreifðum til-
raunum með grænfóður. I sumum tilvikum hefur ræktun vissra
grænfóðurtegunda mistekizt algjörlega, einkum þar sem úr-
koma var lítil. I nokkrum tilraunum árin 1973 og 1974
(339-73 á Möðruvöllum og Hléskógum í Eyjafirði, 397-74 á
Tunguhálsi í Skagafirði) þjáðist grænfóðrið greinilega af
vatnsskorti og vetrarrepjan varð rauðleit líkt og um fos-
fórskort væri að ræða. Síðar ultu plönturnar um og athugun
sýndi að ræturnar voru maðkétnar. Þetta er alls ekki óal-
gengt í ökrum bænda, einkum þar sem plönturnar vanþrífast
einhverra hluta vegna, svo sem af þurrki. Er maðkurinn auð-
fundin á rótarhálsi plantnanna strax og þær fara að skipta
litum.