Ráðunautafundur - 13.02.1978, Side 85
279
RÁÐUNAUTAFUNDUR 1978
VERKUN VOTHEYS 1 FLATGRYFJUM
-Könnun á árangri nokkurra bænda-
Bjarni Guömundsson,
Hvanneyri.
Helstu ályktanir
1. Miðaö viö heföbundnar matsreglur virtist verkun votheys-
ins vera viðunandi góö í tæpum þriðjungi þeirra flat-
gryfja, sem skoöaöar voru.
2. Getum er leitt aö því, aö bleyta í fóÖri við hirðingu og
ófullkomin útilokun súrefnis frá heyinu á fyrstu stigum
verkunarinnar hafi einkum valdiÖ hinni lélegu verkun,
þar sem um hana var að ræöa.
3. FóÖur slegið meö sláttutætara reyndist mun betur verkað
og nokkru betra að fóðurgildi en hitt, sem látið var
ótætt í geymslu.
4. Fóðriö var þeim mun lakara sem sláttur hófst seinna, og
fylling geymslanna tók lengri tíma. Lauslega áætlað
virtist þurfa 0,5 kg viðbót af fóöri í hverja fóöur-
einingu fyrir hverja viku sem fylling geymslunnar tók.
5. Það var sýnilega til bóta aö leggja heyið í hallandi
stæðu viö hirðingu til þess aö minnka það yfirborð sem
loftiö nær aö leika um hverju sinni.
6. Nokkur bót virtist vera af notkun maurasýru í heilt hey,
en lítill ávinningur, ef um tætt hey var að ræða.
7. Rúmþyngd votheysins í flatgryfjunum óx meö fjarlægð frá
yfirborði heystæöunnar. í 2 m votheysstæöu má ætla, að
150 kg af þurrefni (100 f.e.) hafi verið í m3 af tættu
fóöri, en 133 kg þurrefnis (83 f.e.) í m3 af heilu fóðri.
Inngangur
Á síðari árum hefur þaö færst í vöxt, að bændur reisi
svonefndar flatgryfjur til aö súrsa í hey sín. Nærri mun
láta, aö flatgryfjur rúmi þriðjung þess heyforða, sem byggt